Sæl öll, ég er með 30 3w LED perur sem eru raðtengdar en (díóðan/öryggi) virðis hafa farið. Spurning er hvað þetta heitir, og að hverju ætti ég að vera að leita á netinu?
Það koma 120v og 550mA út úr LED drivernum.
Hvað er þarna á milli?
Kv. Elmar
Vandræði með LED ljós.
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með LED ljós.
Lítur út fyrir að vera zener díóða. Hvað er vandamálið? Virkar ekkert ljós?
Re: Vandræði með LED ljós.
Nei,engin leiðni á milli hverrar dioðu.
Það eru 60 total en 30 á hvorum driver.
Það eru 60 total en 30 á hvorum driver.
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1695
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með LED ljós.
Ertu með mælinn stilltan á díóðumælingu?
Ef allar LED díóðurnar raðtengdar þá myndi ég frekar spá í hvort ein af þeim sé ónýt, getur mælt þig áfram með lampan tengdan til að finna hvar er rofið (mælin stilltan á spennumælingu). Zener díóðurnar eru sennilega hliðtengdar við hverja LED, yfirspennuvörn kannski? en ætti ekki að koma í veg fyrir að lampinn skýni ef ónýt.
Ef allar LED díóðurnar raðtengdar þá myndi ég frekar spá í hvort ein af þeim sé ónýt, getur mælt þig áfram með lampan tengdan til að finna hvar er rofið (mælin stilltan á spennumælingu). Zener díóðurnar eru sennilega hliðtengdar við hverja LED, yfirspennuvörn kannski? en ætti ekki að koma í veg fyrir að lampinn skýni ef ónýt.
Electronic and Computer Engineer
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með LED ljós.
Ah já, sá ekki neðri myndina. Sá ekkert athugavert við þá efri.
Ef það er eitthvað svipað og þetta (http://www.mouser.com/pdfdocs/littlefus ... ion_01.pdf) í gangi þarna þá ættirðu að geta fundið zener díóðu með aðeins hærra breakdown voltage en forward voltage á led díóðunni og sem höndlar strauminn.
BTW, ertu viss um að þær séu allar raðtengdar, en ekki hver og ein röð?
Edit:
Ef það er eitthvað svipað og þetta (http://www.mouser.com/pdfdocs/littlefus ... ion_01.pdf) í gangi þarna þá ættirðu að geta fundið zener díóðu með aðeins hærra breakdown voltage en forward voltage á led díóðunni og sem höndlar strauminn.
BTW, ertu viss um að þær séu allar raðtengdar, en ekki hver og ein röð?
Edit:
Ef þær eru allar raðtengdar og ein ljósdíóðan er ónýt (opin rás) þá stoppar það alla leiðni í gegnum rásina. Zener díóðurnar eru sennilega þarna til að koma í veg fyrir það. Því ef ljósdíóðan er opin hækkar spennan yfir zener díóðuna (sem er bakspennt), sem byrjar að leiða framhjá ljósdíóðunni þegar spennan nær vissu marki og kemur þar með í veg fyrir að allar slökkni.axyne skrifaði:Ertu með mælinn stilltan á díóðumælingu?
Ef allar LED díóðurnar raðtengdar þá myndi ég frekar spá í hvort ein af þeim sé ónýt, getur mælt þig áfram með lampan tengdan til að finna hvar er rofið (mælin stilltan á spennumælingu). Zener díóðurnar eru sennilega hliðtengdar við hverja LED, yfirspennuvörn kannski? en ætti ekki að koma í veg fyrir að lampinn skýni ef ónýt.