Ég er að fara að fá mér fartölvu, en hef bara ekki hugmynd hvað er gott og hvað ekki í þessu fartölvudæmi. Fartölvan sem ég þarf verður að styðja half-life 2 (1.2 GHz örri, 256mb minni, 128mb skjákort sem styður DirectX 7 eða hærra og WinXP). hún verður helst að vera frekar hljóðlát, með góðu hljóðkorti og helst með skrifara.
Svo er ég ekkert inní hvaða tölvubúðir eru að gera sig og hverjar ekki þannig ef það eru einhverjar búðir sem ég á alls ekki að versla hjá endilega látið mig vita
Hún má vera á verðbilinu 100-150 þ. og þessi fartölva mun koma í stað borðtölvunnar minnar, öll hjálp er mjög vel þegin
Plee skrifaði:Ég er að fara að fá mér fartölvu, en hef bara ekki hugmynd hvað er gott og hvað ekki í þessu fartölvudæmi. Fartölvan sem ég þarf verður að styðja half-life 2 (1.2 GHz örri, 256mb minni, 128mb skjákort sem styður DirectX 7 eða hærra og WinXP). hún verður helst að vera frekar hljóðlát, með góðu hljóðkorti og helst með skrifara.
Svo er ég ekkert inní hvaða tölvubúðir eru að gera sig og hverjar ekki þannig ef það eru einhverjar búðir sem ég á alls ekki að versla hjá endilega látið mig vita Hún má vera á verðbilinu 100-150 þ. og þessi fartölva mun koma í stað borðtölvunnar minnar, öll hjálp er mjög vel þegin
hehe þetta er það sem valve gefur út sem algjörlega mininum requirements, að sjálfsögðu helst betra að hafa lappann aðeins betra en það sem ég gaf upp en þetta er bara lágmarkið
og já mezzup eins og ég segi veit ég alveg 0 um fartölvur og ef ég þarf að borga meira fyrir þessi requirements þá geri ég það ;P
Þetta er góð vél fyrir þennan pening, en kemur ekki alveg í stað borðtölvu.
Þú þarft að fara í um og yfir 200þ til þess að vera kominn með borðtölvulíki.
Þessi tölva sem ganjah stingur uppá er nú ekki slæm, en skjákortið í henni er nú ekki það besta í leikina, það eru til þó nokkrar útgáfur af tölvum á undir 150 þúsund með Radeon 9000+ kort.
Getur skoðað MSI eða Acer tölvurnar (hjá t.d. Tölvulistanum), nú eða Mitac tölvurnar hjá Hugver.
wtf.. hvar færðu alien ware tölvu á 200.000 kall? þú gerir þér vonandi grein fyrir sérstöku fyrirbæri hérna á íslandi sem nefnist virðisaukaskattur....
Nú veit ég ekki mikið um ferðatölvur.. en eruði þá að meina að alienware tölvurnar séu góðar eða vondar? hvað er svona gott við þær og hvað er eðlilegt verð á svoleiðis..
Sveinn skrifaði:Nú veit ég ekki mikið um ferðatölvur.. en eruði þá að meina að alienware tölvurnar séu góðar eða vondar? hvað er svona gott við þær og hvað er eðlilegt verð á svoleiðis..
Góðar, eða þ.e. háir spekkar, en maður er þá að sama skapi að fá minna price/performance ratio.