Var að líta á Lenovo IdeaPad sem er tengd við TV með HDMI-snúru. Myndin kemur eðlilega, en hljóðið kemur bara úr tölvunni, ekki sjónvarpinu.
Man ekki týpunúmerið, en hún er með i7 + 8GB og Windows 8.
Ég var að skoða þetta áðan (er ekki á staðnum núna) en fann ekkert út í fljótu bragði.
- Sama snúra virkar frá afruglara yfir í TV
- Fann engar líklegar stillingar í menu á TV
- Hljóð spilast eðlilega úr hátalaranum á tölvunni.
Þekki hvorki Win8+ né HDMI sérlega vel, þannig að þetta gæti verið eitthvað mjög augljóst sem mér er að yfirsjást.
Einhver sem getur gefið ráð?
Lenovo IdeaPad - ekkert hljóð úr sjónvarpi (tengt gegnum HDMI)
-
- FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Lenovo IdeaPad - ekkert hljóð úr sjónvarpi (tengt gegnum HDMI)
þarftu ekki bara að velja hdmi undir playback devices?
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Re: Lenovo IdeaPad - ekkert hljóð úr sjónvarpi (tengt gegnum HDMI)
Control panel -> sound -> hægrismella á HDMI tækið og velja "set as default device".
Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
Re: Lenovo IdeaPad - ekkert hljóð úr sjónvarpi (tengt gegnum HDMI)
Takk fyrir þessar ábendingar - ætla að skoða þetta á morgun. :-)
Var eitthvað búinn að fara inn í Sound stillingarnar. Minnir að ég hafi séð þar innbyggðu hátalarana líklegast (voru tvö device - prófaði að setja hitt sem default, þá datt hljóðið úr tölvunni en ekkert meira). Finnst eins og ég hafi ekki séð sjálft sjónvarpið sem device þarna.
Ein vangavelta - ef ég stilli TV-ið sem Default Playback Device, hættir þá að koma hljóð úr tölvuhátalaranum eða er hægt að láta koma frá báðum stöðum?
Var eitthvað búinn að fara inn í Sound stillingarnar. Minnir að ég hafi séð þar innbyggðu hátalarana líklegast (voru tvö device - prófaði að setja hitt sem default, þá datt hljóðið úr tölvunni en ekkert meira). Finnst eins og ég hafi ekki séð sjálft sjónvarpið sem device þarna.
Ein vangavelta - ef ég stilli TV-ið sem Default Playback Device, hættir þá að koma hljóð úr tölvuhátalaranum eða er hægt að láta koma frá báðum stöðum?