Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af hakkarin »

Ég kaupi eiglega alla mína ps4 leiki stafrænt að því að ég sé ekki vit í því að borga 12-13þ fyrir einn ps4 leik þegar ég get keypt fyrir minna á psn store og downloadað honum svo. En í gær fór ég í elko í fyrsta sinn í frekar langan tíma að því að mér vantaði auka ps4 fjarstýringu. Við komuna að þá brá mér við það að sjá að það sem áður var frekar stór hilla með fullt af tölvuleikjum var bara orðinn frekar lítill hilla einhverstaðar út í horni! Þetta gerðist fyrir löngu með PC en ég hélt samt að þetta yrði öðruvísi með leikjatölvunar að því að ólíkt pc leikjum að þá er hægt að lána PS/xbox leiki.

Er verðmunurinn þetta mikill að fólk er bara hætt að kaupa út í búð?
Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af stefhauk »

Ég stekk oft á góð tilboð á leikjum á PSstore tilboð sem maður sér aldrei detta í búðir þannig að já ég gæti alveg trúað því að sala í verslunum hefur minkað.

Crush1234
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 15. Sep 2015 19:05
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Crush1234 »

Ég hef ekki keypt disk lengi, það er þæginlegra að geta downloadað leikinn nokkrum dögum áður en hann kemur út og spila hann strax en að bíða í Elko á forsölu.

Tildæmis er GTA5 á PlayStation 4 12K í Elko og 7.7K á PSN..... í UK og 5000kr í USA búðinni (á tilboði reyndar) og allur penningurinn sem þú tapar á því að vera ekki að endurselja er lítill sem engin vegna þess að þú færð ekki fullt verð fyrir leikinn og síðan er það bara að pirrandi að vera eltast upp við að selja leikina .

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Tbot »

Álagning og vsk, tikka vel inn.
Sést vel á ársáskrift að PS+ Amazon/Elko
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Stuffz »

a.m.k hér, hef ekki spilað PC leiki í óratíma

notaði aldrei PS3 sem ég keypti neitt að ráði

spila bara eitthverja android leiki.

síðasti leikur sem maður keypti var sennilega Crysis :D

ekki samkeppnishæfur grundvöllur?
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af capteinninn »

Alveg rosalega vanhugsuð aðferð hjá verslunum að setja svona háa álagningu.

Þegar ég var með Xbox 360 pantaði ég frekar frá Amazon (með express shipping ef þetta var glænýr leikur) og það var samt yfirleitt vel ódýrara en að kaupa hjá Elko ot hinum búðunum.
Eru ekkert að fatta að þeir eru komnir með rosalega samkeppni frá PSStore og Xbox Live og þeir þurfa annaðhvort að lækka verð eða hætta þessu bara

sopur
has spoken...
Póstar: 184
Skráði sig: Fim 11. Júl 2013 10:05
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af sopur »

Ég keypti mér ps4 í júni og ég hef eingöngu verslað við psn store :)
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af hakkarin »

capteinninn skrifaði:Alveg rosalega vanhugsuð aðferð hjá verslunum að setja svona háa álagningu.
Veit ekki hvort að það sé bara þeim að kenna samt. Kostar að flytja inn og svo held ég að það sé ekki vsk á psn store dóti.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af urban »

Tjahh þú svaraðir spurningunni eiginlega sjálfur :)

Þú fórst þangað inn vegna þess að þig vantaði fjarstýringu, ekki vegna þess að þú ætlaðir að kaupa leik.

En þetta með álagningu og álíka, ekki gleyma því að þetta eru fyrirtæki og það fer engin í fyrirtækjarekstur af góðgerðarstarfssemi.
Það er ekki hægt að ætlast til þess að ELKO eða álíka fyrirtæki sem að eru að selja leiki séu með þá á svipuðu verði og hægt er að panta 1 stykki að utan með express shipping (miðað við að vilja fá hard copy)

Fyrirtækin þurfa að panta töluvert fleiri en einn leik í einu og þurfa að sitja síðan uppi með þá þangað til að þeir seljast.
Hillupláss kostar peninga, rýrnun kostar peninga og starfsfólk kostar peninga.

Það er hægt að fá ca 80 - 90% af því sem að maður verslar á íslandi ódýrara með því að panta það af netinu erlendis frá og nenna að bíða eftir því, en þá minnkar líka bara þjónustustigið á móti eftir því sem að fleiri gera það, alveg einsog er að gerast með tölvuleiki og músík/myndir núna þessi misserin, síðan er það náttúrulega hitt, CD og DVD er einfaldlega deyjandi tækni.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Hrotti »

Ég kaupi allt á netinu, aðallega vegna þess að ég nenni ekki í búðir.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af urban »

Hrotti skrifaði:Ég kaupi allt á netinu, aðallega vegna þess að ég nenni ekki í búðir.
Ég bætti við "erlendis frá"

Ég versla megnið af því sem að ég get hérna innanlands, þrátt fyrir að það kosti mig eitthvað meira, einfaldlega vegna þess að ég vil einmitt styrkja innlenda þjónustu, það er, ég vil að þjónustan sé til innanlands þegar að mér henntar.

Aftur á móti ef að hlutirnir eru margfalt ódýrari erlendis og ég get beðið eftir þeim, þá panta ég það erlendis frá, er einmitt tiltölulega nýbúinn að kaupa mér t.d. gleraugu að utan, 3 gleraugu á rétt um 40 þús kall hingað komin, hefði þurft að borga allavega helmingi meira fyrir stykkið hér á landi (eða allavega miðað við mína reynslu hingað til)

Já og tölvuleiki og músík hef ég síðan heldur einmitt ekki keypt af verslunum hér á landi í rosalega mörg ár, öðru hverju músík beint frá böndum á tónleikum.

Þannig að í rauninni er engum öðrum en okkur neytendum að kenna/þakka að CD/DVD sala á landinu sé að hrynja, einfaldlega vegna þess að við verslum þetta sjálf annar staðar frá (sem að er svo akkurat í flestum tilfellum vegna verðs)
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af braudrist »

Þjónustustigið á Amazon.com er alla veganna drullugott. Félagi minn keypti sér Thrustmaster WARTHOG HOTAS flugstýripinnan frá Amazon.com en hann bilaði eitthvað hjá honum. Hann talar við Amazon þeir leggja inn á hann ca. 40.000 kall fyrir hraðsendingu samdægurs, hann sendir til þeirra og fær nýjan í staðin. Þetta tók allt saman TVO daga. Þú færð ekki svona góða þjónustu hér á landi. Ef eitthvað bilar hérna, þá þarf alltaf hluturinn að fara í bilanagreiningu sem getur tekið marga daga, jafnvel vikur. Svo oft gleymist að hringja í þig þegar verkið klárast þannig að maður þarf yfirleitt alltaf að ganga á eftir þessu.

Ég geri mér grein fyrir því að Amazon er RISA fyrirtæki og hefur alveg efni á svona löguðu en fjandinn hafi það, ég er alveg hættur að versla í búðum hérlendis meðan ég fæ svona góða þjónustu og góð verð frá Amazon.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af hakkarin »

Svo lika eitt: flutnigskostnaður. Það hlýtur að kosta að flytja inn en það kostar ekkert að niðurhala þessu. Það hlýtur að vinna gegn verslunum.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Tbot »

Það gleymist líka er kostnaður við verslunarhúsnæði. Flottræfishátturinn her á landi er oft ansi mikill.
Fasteignafélögin eru ekkert að gefa neitt.

Þetta stuðlar líka að háu vöruverði. Síðan landlægur ósiður þar sem menn ætla að verða ríkir í gær á verslunarrekstri.
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Jón Ragnar »

Ef ég get verslað við Steam/GOG/Amazon/hvaðsem er þá geri ég það

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

Hj0llz
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 25. Sep 2009 19:01
Staðsetning: Glued To My Chair!
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Hj0llz »

Sem fyrrverandi verslunarstjóri í verslun sem seldi leiki þá vorum við í mesta lagi að fá 1000kr fyrir hvern leik, Sena sem er 90% af leikjamarkaðinum selur leiki á sirka 8-9k án vsk. Yfirleitt var sett 10-15% ofan á það(innkaupaverð með vsk) og í mörgum tilfellum ef maður ætlaði að nota starfsmannaafslátt til að versla þá hækkaði leikurinn í verði..verslanir á Íslandi hafa mjög lítið svigrúm á leikjum og það gerir það sérstaklega erfitt að fyrirtækin sem taka þá inn (Sena, myndform og samfilm) eru ekki með skilarétt á tölvuleikjum (eru með það á myndefni). Yfirleitt fór þessi litli hagnaður í að núlla út aðra leiki sem seldust illa.

Það er well known að hard copy er dýrara í framleiðislu en digital copy....diskur, hulstur og cover í hulstrið..svo er náttúrulega sendingakostnaður á hard copy og tollar.
Umboðsaðilar panta náttúrulega ekki í jafnmiklu magni og t.d. amazon gerir sem gerir það að verkum að þau fyrirtæki fá ekki jafngóðan díl í innkaupum (yfirleitt eitthvað x magn sem þarf að panta til að fá afslætti).

Sjálfur versla ég 95% af leikjum online(digital) en stundum langar mig bara að eiga hard copy og þá er ég til í að punga út fyrir því..

Auðvitað hefur þetta áhrif á úrval í verslunum hér á landi þar sem verslanir þora ekki að taka inn mörg eintök nema að þau séu viss um að selja þau t.d.COD, GTA, Fifa
Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af stefhauk »

En að sjálfsögðu er alltaf skemmtilegra að eiga þetta á hard copy.
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Hrotti »

stefhauk skrifaði:En að sjálfsögðu er alltaf skemmtilegra að eiga þetta á hard copy.
úff hvað ég er ósammála, ég var því fegnastur þegar að ég gat losað mig við alla diska af heimilinu, hvort sem það voru bíómyndir eða leikir.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af hakkarin »

Hrotti skrifaði:
stefhauk skrifaði:En að sjálfsögðu er alltaf skemmtilegra að eiga þetta á hard copy.
úff hvað ég er ósammála, ég var því fegnastur þegar að ég gat losað mig við alla diska af heimilinu, hvort sem það voru bíómyndir eða leikir.
Sammála. En reyndar er ágæt ástæða til að eiga diskinn ef að leikurinn er eitthvað sem að maður spilar oft með félögum sínum að því að þá getur maður tekið leikinn með sér.
Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af stefhauk »

hakkarin skrifaði:
Hrotti skrifaði:
stefhauk skrifaði:En að sjálfsögðu er alltaf skemmtilegra að eiga þetta á hard copy.
úff hvað ég er ósammála, ég var því fegnastur þegar að ég gat losað mig við alla diska af heimilinu, hvort sem það voru bíómyndir eða leikir.
Sammála. En reyndar er ágæt ástæða til að eiga diskinn ef að leikurinn er eitthvað sem að maður spilar oft með félögum sínum að því að þá getur maður tekið leikinn með sér.
Sammála með bíómyndirnar þoli þær ekki sem og geisladiska en það er eitthvað við það að eiga PS4 leiki á hardcopy IMO.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af worghal »

stefhauk skrifaði:
hakkarin skrifaði:
Hrotti skrifaði:
stefhauk skrifaði:En að sjálfsögðu er alltaf skemmtilegra að eiga þetta á hard copy.
úff hvað ég er ósammála, ég var því fegnastur þegar að ég gat losað mig við alla diska af heimilinu, hvort sem það voru bíómyndir eða leikir.
Sammála. En reyndar er ágæt ástæða til að eiga diskinn ef að leikurinn er eitthvað sem að maður spilar oft með félögum sínum að því að þá getur maður tekið leikinn með sér.
Sammála með bíómyndirnar þoli þær ekki sem og geisladiska en það er eitthvað við það að eiga PS4 leiki á hardcopy IMO.
ég er mikið að safna blu-ray myndum en ég kaupi samt ekki hvað sem er, það þarf að vera þess virði. Kaupi nánast bara Steelbooks frá Zavvi.com en hinsvegar með leiki þá er mér nokkuð sama með current gen leiki en vill allt retro í hardcopy.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af Tbot »

Svona eitt dæmi um ruglið:
PS4: Call of Duty Ghosts
Elko 12.995
http://www.gamestop.com/ps4/games/call- ... sts/109956
$21 = um 2.500-
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af hakkarin »

Tbot skrifaði:Svona eitt dæmi um ruglið:
PS4: Call of Duty Ghosts
Elko 12.995
http://www.gamestop.com/ps4/games/call- ... sts/109956
$21 = um 2.500-
Þetta er nefnilega málið. Leikir lækka aldrei í verði...
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af depill »

Tbot skrifaði:Svona eitt dæmi um ruglið:
PS4: Call of Duty Ghosts
Elko 12.995
http://www.gamestop.com/ps4/games/call- ... sts/109956
$21 = um 2.500-
Fyndið samt að Buy sé 21 dollari, en download kosti 60 dollara ( hefði haldið að sú distribution leið væri ódýrari ). Þá er verðmunurinn ekki jafn grimmur rúmar 10k með vsk.

skrattinn
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Lau 30. Maí 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Er PSN store/xbox live að drepa tölvuleikjasölu á Íslandi?

Póstur af skrattinn »

Skemmtileg umræða... Sem dæmi þá bý ég í Svíþjóð og leikir eru oftar ódýrari í verslunum heldur en á LIVE/PSN. Það er eitthvað mikið að verðlagi á íslandi og ég held að verslanir séu að finna fyrir því hér.

Annað "out of topic"

Ég var að fjárfesta í Macbook Pro og rakst á þennan verðmun um daginn

http://www.epli.is/mac/macbookpro-retin ... -3529.html

Macbook Pro Retina 13 á íslandi kostar 169.900 kr ISK á meðan get ég fengið sama búnaðinn í Svíþjóð fyrir 13.490 SEK sem agera rúmar 203.000 kr ISK.

Það er eiginlega fáranlegt hvað verðmunur er mikill á íslandi og ég er feginn að þurfa ekki að borga nærri 70.000 kr fyrir sama hlut
Svara