Óska eftir aðstoð við smíði á myndvinnslu/klippitölvu.

Svara

Höfundur
biggi1
spjallið.is
Póstar: 439
Skráði sig: Mið 01. Des 2004 00:33
Staðsetning: Brh..
Staða: Ótengdur

Óska eftir aðstoð við smíði á myndvinnslu/klippitölvu.

Póstur af biggi1 »

Góðann dag.
Ég er að reyna að velja það sem hentar mér best í tölvu sem verður aðalega notuð í klippingu og frekar þunga myndvinnslu.
Forritin sem verða keyrð á gripnum eru Adobe Premiere pro, After effects og Davinci Resolve.
Miklu máli skiptir að auðvelt verði að uppfæra tölvuna í framtíðinni, á einn eða annann hátt.

CPU: Intel Core i5-4690K 3.5GHz, LGA1150 Quad-Core, 6MB cache, Retail http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2762

GPU: Gainward GeForce® GTX 970 4GB http://www.start.is/index.php?route=pro ... ct_id=1216

móðurborð: Gigabyte S1150 GA-Z97X-Gaming 5 https://tolvutek.is/vara/gigabyte-s1150 ... -modurbord

RAM: Corsair VAL 2x8GB 1600 minni http://www.att.is/product/corsair-val-2 ... 00mhz-cl11

AFLGJAFI: Corsair CX750M http://www.att.is/product/corsair-cx750 ... hljodlatur

Hugmyndin var að geta overclockað ef þörf er, og bæta svo öðru eins skjákorti í SLI í framtíðinni. Er þetta það besta sem ég get fengið fyrir peninginn?
Einnig þarf ég að finna mér skjá sem hentar vel fyrir litvinnslu, var með augað á þessum http://www.start.is/index.php?route=pro ... ct_id=1018

Takk fyrir :)

ElvarP
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir aðstoð við smíði á myndvinnslu/klippitölvu.

Póstur af ElvarP »

Sýnist þér vanta tölvukassa í þennan lista :)

Það gæti verið þess virði fyrir þig að fara í i7 örgjörva, eins og t.d. i7-6700K eða i7-4790K.
Svara