Ég er með Airport extreme router með 11.ac staðli og dual band, í símanum hjá mér og lappanum fæ ég upp bæði 2.4GHz og 5GHz, en svo er ég með Asus PCE AC68 netkort í tölvuni sem er líka 11.ac staðall og dual band en þar fæ ég bara 2.4GHz upp, eins og það finni ekki 5GHz kerfið, er einhver snillingur í svona málum ?
Já ég er með dual band netkort, tölvan er ca 5 ára, gigabyte móðurborð, i3 örgjörvi og eitthvað, engin ofurtölva en ætti held ég alveg að vera nóg.
þetta er netkortið: https://www.asus.com/us/Networking/PCEAC68/
setti driverinn upp sem kom með á disk og eitthvað forrit sem sýnir allt sem er í gangi, bara ekkert 5ghz
IEEE 802.11ac is a wireless networking standard in the 802.11 family (which is marketed under the brand name Wi-Fi), developed in the IEEE Standards Association process,[1] providing high-throughput wireless local area networks (WLANs) on the 5 GHz band.[1] The standard was developed from 2011 through 2013 and approved in January 2014.[1][2]
Já bara spurning hvaða stillingaratriði, ég er búinn að fara í gegnum allt í þessu forriti og það er ekkert þar, ég er ekki buinn að gera neitt nema stinga í samband, prufaði jú að breyta um chanel en það gerði ekkert
Spurning að setja upp sér 5Ghz þráðlaust net. Í Wireless flipanum er takki Wireless network options. Þar getur þú hakað við 5Ghz network name. Velur nafn á það og upfærir routerinn. Prófað svo að tengjast því neti. Ef það gengur ekki er það mögulega netkortið eða eitthvað því tengt.
7700K | Maximus IX Hero | 32GB | 1TB 960 Pro m.2 | GTX 1080 Ti | Corsair AX1200i | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Ég var búinn að breyta nafninu á 5GHz netinu, í símanum hjá mér og lappanum sé ég bæði netin og get tengst báðum, en í tölvuni kemur bara annað upp, ég prófaði þetta sem þú bentir á en þá fannst ekkert þráðlaust net, það er bara eins og það sé slökt á 5GHz í kortinu, getur verið að driver fyrir gamla netkortið sem ég var með sé eitthvað að bögga ? ég tók eftir því í Network and sharing center að þráðlausa netið heitir Wi-Fi 2, eins og það sé eitthvað annað fyrir.
er hægt að finna og eyða gömlum driverum ?
og annað, ég er með windows 10 en allir valmöguleikar í drivernum var bara upp í W8, gæti það breytt einhverju ?
Hljómar eins og driver issue. Er með Airport Extreme ac hjá mér og öll tækin (android og iPad) skynja og tengjast 5Ghz eins og við á. Öll eru 802.11n og tengjast þannig.
7700K | Maximus IX Hero | 32GB | 1TB 960 Pro m.2 | GTX 1080 Ti | Corsair AX1200i | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Já þetta er mjög skrítið, núna er ég búinn að setja gamla netkortið í, uninstall-a drivernum á því, setja nýja kortið aftur í og setja driverinn og utility upp á nýtt og samt ekkert 5GHz
Er ekki airport extreme keypt í bandaríkjunum og þessvegna með USA (channels 36,40,44,48,149,153,157,161,165)
og netkortið er Europe (channels 36,40,44,48). Svo það er mismatch og netkorið sér ekki routerinn.
Prófaðu að fastsetja routerinn á einhverja tíðni sem er innan Europe
Ég keypti hann reyndar í Epli, en ég var búinn að prufa að setja hann á 48 og festi netkortið á sama og það breytti engu, þetta er á auto núna og það er alveg sama
Þetta getur líka verið útaf á hvaða control channel þú keyrir 5ghz á, búnaður frá US og EU leyfir ekki sömu rásir, hvaða channel ertu með wifi punktin á?
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28) CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub