Gormaskipti í Avensis ....

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gormaskipti í Avensis ....

Póstur af hagur »

Sælir,

Langaði bara að forvitnast hvort að það séu ekki einhverjir bílafróðir menn hérna til í að skjóta á hvað sé "eðlilegt" verð fyrir gormaskipti í Toyota Avensis 2006 árg? Það þarf semsagt að skipta um báða gormana að framan hjá mér. Geri mér grein fyrir því að tímataxtinn er mjög breytilegur milli verkstæða þannig að ég er kannski þá frekar að spyrja hvað væri eðlilegt að þetta tæki langan tíma í framkvæmd.
Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1463
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Gormaskipti í Avensis ....

Póstur af vesi »

Er ekki rétt að taka upp tólið og óska eftir verðum og tímalengd hjá nokkrum verkstæðum. Eftir 4-5 verkstæði ættirðu að hafa nokkuð góða hugmynd hvað þetta kostar.

ps. Á þessi þráður ekki heima á Bílaplaninu
http://spjall.vaktin.is/viewforum.php?f=84
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Skjámynd

Höfundur
hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gormaskipti í Avensis ....

Póstur af hagur »

vesi skrifaði:Er ekki rétt að taka upp tólið og óska eftir verðum og tímalengd hjá nokkrum verkstæðum. Eftir 4-5 verkstæði ættirðu að hafa nokkuð góða hugmynd hvað þetta kostar.

ps. Á þessi þráður ekki heima á Bílaplaninu
http://spjall.vaktin.is/viewforum.php?f=84
Jú, langaði bara að fá smá opinion fyrst.

Hehe, ég vissi ekki einu sinni að það væri til sérstakt bílaspjall, aldrei tekið eftir því :-$ Það má endilega færa þennan þráð þangað ef einhver admin er að lesa :happy

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Gormaskipti í Avensis ....

Póstur af Dúlli »

Ég var með renualt clio, þurfti að skipta um bæði fram gorma. Eina spindilkulu og styrisenda, borgaði 45.000 með hlutum.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gormaskipti í Avensis ....

Póstur af GuðjónR »

Þegar ég var með kangoo þá tékkaði ég á þessu og í mínu tilfelli þá var ódýrast að kaupa gormana hjá AB-Varahlutum og láta N1 verkstæðið í mosó sjá um skiptin, gormarnir fóru með árs millibili og tíminn sem tók að skipta um var rétt um 45m mín hvort skipti, þannig að þetta er svona 1 til 1.5 klst.
Veit ekki hver taxtinn er í dag, gæti trúað að hann sé um 12k klst, ef þú nærð þér í N1 kortið þá færðu svo 10% eða 15% afslátt.

Chokotoff
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 01. Mar 2015 02:40
Staða: Ótengdur

Re: Gormaskipti í Avensis ....

Póstur af Chokotoff »

Ætti ekki að taka meira en klukkustund hvoru megin á verkstæði. Hef gert þetta sjálfur á mínum bílum og er yfirleitt svona 60-90min á hvern gorm eftir því hversu ryðgaðir boltarnir eru sem halda þessu drasli saman.

Ódýrustu varahlutina hef ég yfirleytt fengið í ab varahlutum, stillingu eða partasölum ef þeir mega vera notaðir.
DFTBA
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gormaskipti í Avensis ....

Póstur af Danni V8 »

Mesta vandamálið við gormaskipti er oftast þegar það eru einhverjir viðrinis gormar sem hefðbundnar gormaklemmur ná ekki að klemma nóg saman, eða að allt verður skakkt við að klemma saman. Ég hef verið uppí einn og hálfan tíma að skipta um gorm í einu hjóli í sumum bílum, sem eru erfiðir, en síðan var ég með einn mjög auðveldan bíl um daginn (Opel Astra) og var einn og hálfan að skipta um alla gormana, framan og aftan.

Ég veit ekki hvernig gormar eru í Avensis en oftast er nú mjög þægilegt að eiga við þetta í Toyotum. Klukkutími til 1 og hálfur myndi ég telja eðlilegt per hjól.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Svara