Kaupa fartölvurafhlöðu af netinu.

Svara

Höfundur
steinihjukki
Fiktari
Póstar: 60
Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
Staðsetning: Siglufjörður.
Staða: Ótengdur

Kaupa fartölvurafhlöðu af netinu.

Póstur af steinihjukki »

Sælir.
Rafhlaðan í fartölvunni minni er búin. Hef verið að skoða nýjar á netinu. Sé að langódýrast er að panta frá Kína en er því treystandi? Hefur einhver reynslu af að panta slíka tölvuhluti þaðan? Tölvan er Toshiba Satellite p850. Einnig langar mig að vita hvernig maður veit að rafhlaðan passar, er t.d. nóg að rafhlaðan sé merkt fyrir TS p850 eða þarf að athuga fleiri hluti eins og "part #" eða "serial #"? Eða bara einfaldlega hvernig farið er að því að panta svona hluti af netinu.
kv steinihjukki.

fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa fartölvurafhlöðu af netinu.

Póstur af fedora1 »

Það er sagt að rafhlöður séu eins og "ferskvara" það þeir slakna bara við það að bíða upp í hillu.
Ég hugsa að ef þú vilt fá rafhlöðu sem á að endast eins og original vara, þá sé betra að velja traustan aðila frekar en þann ódýrasta.
En ef týpu númerið þitt er í listanum fyrir þessa rafhlöðu, þá ætti það að vera nóg, yfirleitt sama rafhlaða í yfirtýpur af vélum.

pegasus
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa fartölvurafhlöðu af netinu.

Póstur af pegasus »

Ég keypti rafhlöðu fyrir gömlu Lenovo 3000 V100 vélina mína af eBay fyrir u.þ.b. 3 árum síðan af þriðja aðila. Pældi ekkert í serial númer eða slíku, leitaði bara eftir tölvunafninu og fór eftir myndum til að vera viss. Hún er enn í vélinni og endist svei mér þá ekkert síður heldur en original rafhlaðan og batterí númer tvö frá Nýherja. Hún lítur eins út og original en er úr meira "cheap" plasti og fittar ekki alveg jafn vel í tölvuna (millimetraspurnsmál). Þetta er hins vegar ekkert sem hefur pirrað mig enda var þetta töluvert ódýr endurlífgun á annars ónothæfri fartölvu.
Svara