Skylake vs Devil's Canyon

Svara

Höfundur
davidgisla
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 09. Feb 2015 16:23
Staða: Ótengdur

Skylake vs Devil's Canyon

Póstur af davidgisla »

Núna þegar Skylake er væntanlegt á markað í USA þá getur ekki annað verið en að þeir láti sjá sig á Íslandi.
Ég átta mig á að það er ekki neitt "kynslóðabil" í afköstum hjá nýju línunni frá intel en hverskonar verðlækkunum má búast við á t.d. i7-4790K á íslandi?

Væri þess virði að stökkva á hype lestina og kaupa 1151 mobo + i7 skylake cpu?
bónus spurning, hafiði einhverja hugmynd um hvenær má búast við nýju örgjörvunum (á íslandi) ef að þeir koma á markað í næstu viku í USA?

Höfundur
davidgisla
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Mán 09. Feb 2015 16:23
Staða: Ótengdur

Re: Skylake vs Devil's Canyon

Póstur af davidgisla »

ef að IPC aukast að meðaltali um 10% með hverri nýrri útgáfu af intel örgjörvum þá er kannski hægt að kalla það kynslóðabil en það sem ég á við er að er þetta kynslóðabil auka peningsins virði fyrst um sinn eða væri gáfulegra að bíða?
Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Staða: Ótengdur

Re: Skylake vs Devil's Canyon

Póstur af FreyrGauti »

Nú er ólíklegt að þú munir sjá mikla lækkun á 4790k, það er vitað svo langt fram í tímann að það sé að koma ný lína að þeir eru almennt ekki með mikinn lager sem þarf að losa á lægra verði.
Svara