Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Ég er að pæla í að fá mér mekanískt lyklaborð en flest sem ég er búinn að sjá eru með erlenda uppsetningu. Eina sem ég er búinn að sjá með íslenskum stöfum eru hjá Tölvutek. Vitið þið hvort íslenskir stafir eru í boði einhverstaðar annars staðar?
Re: Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Mæli sterklega með Ducky! Fáránlega flott lyklaborð.
https://tolvutek.is/leita/ducky
https://tolvutek.is/leita/ducky
-
- spjallið.is
- Póstar: 453
- Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
- Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
- Staða: Ótengdur
Re: Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Sem eru bara til með mx blues, sem hentar bara í ritvinnslu.
-
- Nörd
- Póstar: 124
- Skráði sig: Þri 25. Jún 2013 06:50
- Staða: Ótengdur
Re: Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Nota MX blues í tölvuleiki þannig ég get ekki verið sammála þér Akumo.
Re: Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Er ekki eitthvað við það hvenær MX blue verður virkur og hvenær hann verður óvirkur (s.s. hvað þarf að ýta langt og sleppa langt til að hann hætti að skynja að það sé verið að ýta á hann) sem gerir það að verkum að hann hentar illa í leiki?
Ég hef ekki spilað leiki með neinu mekanísku lyklaborði heldur rámar bara í að hafa lesið þetta. Fullt af fólki sem spilar samt leiki með þessa takka þannig að ég er engan vegin að gefa í skyn að það sé ómögulegt.
Ég hef ekki spilað leiki með neinu mekanísku lyklaborði heldur rámar bara í að hafa lesið þetta. Fullt af fólki sem spilar samt leiki með þessa takka þannig að ég er engan vegin að gefa í skyn að það sé ómögulegt.
-
- spjallið.is
- Póstar: 453
- Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
- Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
- Staða: Ótengdur
Re: Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Dori, það hentar illa í leiki vegna hversu erfitt það getur verið að tvíklikka sama takkann.
Re: Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Fer bara eftir því hvaða leiki þú ert að spila. Fyrir eitthvað eins og FPS eru rauðir/svartir svissar líklega betri, fyrir t.d. RTS, MOBA, RPG og fleira myndi ég alltaf velja brúna eða bláa svissa persónulega. Svo er miklu þægilegra að skrifa á þannig græju, og þó maður noti tölvuna mikið í leiki þá er maður samt alltaf að skrifa eitthvað inn á milli, hvort sem það er bara chattið í leiknum, facebook, eða skólaverkefni.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Re: Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
MX Blue mundi vísast til ekki henta mér þarsem ég spila mestmegnis FPS. Ekki það að það sé auðvelt fyrir nýliða að átta sig hvaða switch á að velja (maður getur lesið eins mörg guides og maður vill en það er annað að hafa þetta í höndunum).
En er það þá bara Ducky hjá Tölvutek sem eru með íslenskt? Það kemur á óvart miðað við allt úrvalið í venjulegum borðum sem maður getur fengið hvarsemer
En er það þá bara Ducky hjá Tölvutek sem eru með íslenskt? Það kemur á óvart miðað við allt úrvalið í venjulegum borðum sem maður getur fengið hvarsemer
Re: Mekanísk lyklaborð með íslenskum stöfum?
Byrjaðu allavega að prófa að þreyfa á því. Ekki kaupa þetta án þess að prófa að ýta aðeins á það fyrst.