Windows 10 Megathread

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Windows 10 Megathread

Póstur af chaplin »

TechRadar Live Blog!

Mynd

Spurt og svarað

Er W10 uppfærslan ókeypis í ár og þarf svo að greiða áskrift?
  • Uppfærslan er ókeypis fram að sumrinu 2016 fyrir þá sem eiga W7 og W8.X, ef þú uppfærir á þessum tíma þá áttu W10 leyfi. Eftir þennan tíma það þarf að greiða fyrir uppfærsluna. Eitt fast verð, en þó engin áskrift eins og fyrst var talað um.
Tapa ég gögnunum?
  • Nei, öll forrit og gögn eru færð yfir, það er þó auðvita mælt með því að taka afrit af mikilvægum gögnum.
Virka öll forritin mín í Windows10?
  • Allt sem virkar í W8.1 á að virka í W10, en hægt er að keyra Get Windows 10 app-ið til að fá það staðfest.
Fá OEM leyfi líka uppfærsluna?
  • Já, Enterprise fá þó ekki uppfærsluna frítt.
Fá stolin (pirated) leyfi uppfærsluna?
  • Já, þau verða þó flögguð sem stolin.
Er hægt að fá "hreina" uppsetningu?
  • Windows 10 (og 8.X) bjóða upp á mjög þægilega leið til að setja stýrikerfið upp. Hægt er að keyra "refresh" og "reset". "Refresh" heldur inni persónulegum gögnum en setur stýrikerfið upp á nýtt. "Reset" hreinsar allt út og setur stýrikerfið upp frá grunni.
Hvort fæ ég Home eða Professional leyfi?
  • Fer eftir því hvað þú ert með núna. Ef þú ert með W7 eða W8.X Home, færðu W10 Home, sama með Pro.
Ég er ekki ánægð/ur með W10, hvað get ég gert?
  • Þú hefur 30 daga til að niðurfæra þig aftur í W7 / W8.X - leiðbeiningar.
Það sem þú þarft að vita
Leiðbeiningar Hvað þú vilt afvirkja/slökkva á í W10.
1. Disable ads - skiptið hosts fælnum út fyrir þennan
2. Peer-to-peer updates - leiðbeiningar
3. Wi-Fi Sense - Settings > Network & Internet > Wi-Fi > Manage Wi-Fi settings - afvirkja allt.
4. XBox app, Candy Crush app os.frv. - Nota CCleaner til að fjarlægja allt sem þú vilt ekki hafa.


Spjalldborð Umsagnir / Reviews
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af rapport »

Ég er ekki að meika þetta Recycle bin icon...

MoNkAsLuCk
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fös 29. Maí 2015 20:42
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af MoNkAsLuCk »

sama hér
Skjámynd

jojoharalds
Bara að hanga
Póstar: 1591
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af jojoharalds »

Mikið er ég spenntur :)
Það fyrst sem ég ætla að gera er að losa mig við edge,og skipta um recycle bin iconið :)
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af chaplin »

Mér finnst það bara dálítið sexy, en er einhver búinn að setja upp W10? =)

Ef menn eru að lenda í vandræðum með að fá niðurhalið afstað.
1. Opnið "C:\Windows\SoftwareDistribution\Download", eyðið öllu.
2. Opnið CMD (sem admin) og keyrið "wuauclt.exe /updatenow"

Mynd
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1025
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af Nördaklessa »

Var að fara frá windows 7 í 10....ég þoli ekki breytingar :-\
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af hagur »

Eru þeir semsagt byrjaðir að ýta þessu út í gegnum Windows Update fyrir þá sem "reservuðu" eintak?
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af chaplin »

Já, en þú getur auðvita sótt MediaCreationTool og sótt þá bæði 32 og 64 bit image.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af capteinninn »

chaplin skrifaði:Já, en þú getur auðvita sótt MediaCreationTool og sótt þá bæði 32 og 64 bit image.
Veistu hvort maður geti notað Win8.1 serial key ef maður ætlar að gera fresh install á Win10?
Er ekki búinn að reserva Win10 með mínu serial key því ég setti upp Linux á einni tölvunni og var að fikta með það en ætla að setja aftur upp Win en nenni ekki að fara hringinn að installa Win8.1 fyrst og svo uppfæra í 10

Edit*

Ah nvm, las á netinu að maður þarf að upgrade-a fyrst og svo geti maður reinstallað.
Skjámynd

C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 336
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af C3PO »

chaplin skrifaði:Mér finnst það bara dálítið sexy, en er einhver búinn að setja upp W10? =)

Ef menn eru að lenda í vandræðum með að fá niðurhalið afstað.
1. Opnið "C:\Windows\SoftwareDistribution\Download", eyðið öllu.
2. Opnið CMD (sem admin) og keyrið "wuauclt.exe /updatenow"

Mynd
"wuauclt.exe /updatenow" Virkaði ekki hjá mér. :(
Er þetta skrifað alveg í rótinni.??

Kv. D
AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.
Skjámynd

C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 336
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af C3PO »

C3PO skrifaði:
chaplin skrifaði:Mér finnst það bara dálítið sexy, en er einhver búinn að setja upp W10? =)

Ef menn eru að lenda í vandræðum með að fá niðurhalið afstað.
1. Opnið "C:\Windows\SoftwareDistribution\Download", eyðið öllu.
2. Opnið CMD (sem admin) og keyrið "wuauclt.exe /updatenow"

Mynd
"wuauclt.exe /updatenow" Virkaði ekki hjá mér. :(
Er þetta skrifað alveg í rótinni.??

Kv. D
Byrjað :):) Takk fyrir leiðbeiningarnar.

KV. D
AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af GuðjónR »

Ég er að verða herra ÓÞOLINMÓÐUR.is
Ef það væri refresh takki á lyklaborðinu þá væri hann orðin snjáður.
Viðhengi
win10.JPG
win10.JPG (84.07 KiB) Skoðað 6409 sinnum
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af chaplin »

Guðjón, prufaðu þetta

1. Opnið "C:\Windows\SoftwareDistribution\Download", eyðið öllu.
2. Opnið CMD (sem admin) og keyrið "wuauclt.exe /updatenow"

Þetta virðist vera leysa mörg vandamál. ;)
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af GuðjónR »

chaplin skrifaði:Guðjón, prufaðu þetta

1. Opnið "C:\Windows\SoftwareDistribution\Download", eyðið öllu.
2. Opnið CMD (sem admin) og keyrið "wuauclt.exe /updatenow"

Þetta virðist vera leysa mörg vandamál. ;)
Sæll, ég er búinn að reyna þetta nokkrum sinnum, "no luck" ...
Hvað á að gerast þegar maður setur wuauclt.exe /updatenow í cmd? á windows update að fara í gang?
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af chaplin »

Force Update skipun. En Guðjón... hvað er mikið pláss laust á tölvunni þinni?
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af HalistaX »

HAH! Þetta virkaði í fyrstu tilraun hjá mér. 12% komin.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af GuðjónR »

chaplin skrifaði:Force Update skipun. En Guðjón... hvað er mikið pláss laust á tölvunni þinni?
c:\60GB free :)
Verð bara að bíða þolinmóður. :happy

edit: dl var að byrja!!!
#goodtimes
Viðhengi
69.JPG
69.JPG (77.74 KiB) Skoðað 6308 sinnum
Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af I-JohnMatrix-I »

Hvernig er það, er uppfærslan bara í boði fyrir þá sem voru búnir að reserva ?
Skjámynd

GunZi
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af GunZi »

Hmm þetta eru 5412,1 MB hjá mér en hjá ykkur öllum 2712MB?
Örgjövi: Ryzen 3600 3.6GHz Minni: 16GB 3600MHz GPU: GTX 1070 8GB HDDs&SSDs: 3TB HDD, 250GB SSD Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Philips 144Hz 1080p 27" BenQ 60Hz 1080p 27"

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af slapi »

chaplin skrifaði:Mér finnst það bara dálítið sexy, en er einhver búinn að setja upp W10? =)

Ef menn eru að lenda í vandræðum með að fá niðurhalið afstað.
1. Opnið "C:\Windows\SoftwareDistribution\Download", eyðið öllu.
2. Opnið CMD (sem admin) og keyrið "wuauclt.exe /updatenow"

Mynd
svínvirkaði

Mynd
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af brain »

Ef einhvern langar í gamla góða start menu í Win 10

Startisback beta er hér:

https://s3.amazonaws.com/startisback/St ... _setup.exe

30 daga prufa. ( kostar $ 3)
Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af chaplin »

Download-ið mitt stöðvaðist því það var ekki nóg pláss á disknum, hreinsa til og fæ svo þetta í andlitið.

Mynd

#-o \:D/
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af GuðjónR »

Win10 up'n running!
Skjámynd

zetor
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af zetor »

Hvernig er ódýrast fyrir mig að uppfæra í win 10? Er með win vista.

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Windows 10 Megathread

Póstur af slapi »

Fór allt í skrall
Fékk einhvern hard disk error í miðju installi og tók smá recovery að komast aftur í 8.1 var pínu scary á tímabili, hugsa að ég taki alla diska úr sambandi og reyni aftur bara á os disk
Svara