Port forwarding um tvo routera

Svara

Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Port forwarding um tvo routera

Póstur af sigurdur »

Sælir,

Ég er með Technicolor TG589vn v2 á VDSL hjá Símanum. Nýlega setti ég upp Asus RT-AC56U til viðbótar til að fá 4ra porta Gb router og AC þráðlaust í handhægum pakka.

Setupið er þá þannig að slökkt er á þráðlausa netinu í TG589vn og snúrur úr sjónvarpsportinu í afruglara og úr gagnaporti í uplink portið á Asus routernum. TG589vn er með IP töluna 192.168.1.254 en Asusinn með 192.168.2.1. Öll tæki eru svo tengd, annað hvort með snúru, eða þráðlaust, í Asusinn.

Vandamálið er að ég er með Plex server á netinu (192.168.2.100) sem ég næ ekki að gera sýnilegan utanfrá.

Ég hef reynt að setja upp portforward á TG589vn fyrir port 32400 beint á Plex serverinn og líka á Asus routerinn, en hvorugt virkar.

Getur einhver með meiri þekkingu á subnetum og port forwardi ráðlagt mér hvernig best er að reyna að tækla þetta vandamál?

kv,
Siggi
Skjámynd

mikkidan97
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 395
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af mikkidan97 »

Til að þetta virki hjá þér, þarftu að portforwarda porti 32400 í gegnum asus routerinn á ip tölu 192.168.2.100 og sama port í gegnum technicolor á ip tölu 192.168.2.254. Það ætti að virka.

*Off topic*
En er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert með 2 network í gangi? Getur bara stungið netkapli á milli LAN 1-4 á báðum routerum og slökkt á DHCP í ASUS gaurnum, þá verður port-forwarding ekkert vesen.
Bananas

SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af SteiniP »

Ertu með virkann eldvegg á báðum routerum?
Ég myndi tækla þetta svona, fara í TG589 stillingarnar og slökkva á eldveggnum, DHCP, WIFI og öllum öðrum router fídusum. Gefa Asusnum fasta IP tölu (því það er slökkt á DHCP) og tengja svo öll tæki á heimilinu í gegnum Asusinn (semsagt ekkert tengt við TG589 nema WAN og Asus routerinn á einu lan porti).
Þá er TG589 í rauninni bara að virka sem módem, en allt routing fer fram í Asus. Þá þarftu bara að forwarda portum á Asus routernum og þarft ekkert að spá í TG589.

Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af sigurdur »

Áttaði mig held ég á hvar ég klúðraði.

Asusinn er náttúrulega með WAN IP-tölu á 192.168.1.xx netinu þegar hann tengist við TG589. Festi hana í 192.168.1.1 og slökkti á DHCP á TG589.

Forwardaði svo 32400 á 192.168.1.1 í TG589 og á 192.168.2.100 í Asusnum. Nú virkar þetta.

Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af sigurdur »

mikkidan97 skrifaði: *Off topic*
En er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert með 2 network í gangi? Getur bara stungið netkapli á milli LAN 1-4 á báðum routerum og slökkt á DHCP í ASUS gaurnum, þá verður port-forwarding ekkert vesen.
Vildi bara láta Asusinn sjá alfarið um alla innanhússtraffíkina og Technicolorinn eingöngu um umferð út úr húsi. Eflaust bara einhver smá OCD pervismi í mér :)

Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af sigurdur »

SteiniP skrifaði:Ertu með virkann eldvegg á báðum routerum?
Ég myndi tækla þetta svona, fara í TG589 stillingarnar og slökkva á eldveggnum, DHCP, WIFI og öllum öðrum router fídusum. Gefa Asusnum fasta IP tölu (því það er slökkt á DHCP) og tengja svo öll tæki á heimilinu í gegnum Asusinn (semsagt ekkert tengt við TG589 nema WAN og Asus routerinn á einu lan porti).
Þá er TG589 í rauninni bara að virka sem módem, en allt routing fer fram í Asus. Þá þarftu bara að forwarda portum á Asus routernum og þarft ekkert að spá í TG589.
Til að setja TG589 í bridge mode þarf að keyra config wizard á honum, sem biður um template sem ekki er til staðar. Ég geri því ráð fyrir að ég þyrfti að hafa samband við Símann til þess. Ég hef ekki fundið aðra leið til að losna við að forwarda portum í honum. Þetta setup virkar, svo ég held mig við það þar til annað kemur í ljós.
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af natti »

sigurdur skrifaði:
SteiniP skrifaði:Ertu með virkann eldvegg á báðum routerum?
Ég myndi tækla þetta svona, fara í TG589 stillingarnar og slökkva á eldveggnum, DHCP, WIFI og öllum öðrum router fídusum. Gefa Asusnum fasta IP tölu (því það er slökkt á DHCP) og tengja svo öll tæki á heimilinu í gegnum Asusinn (semsagt ekkert tengt við TG589 nema WAN og Asus routerinn á einu lan porti).
Þá er TG589 í rauninni bara að virka sem módem, en allt routing fer fram í Asus. Þá þarftu bara að forwarda portum á Asus routernum og þarft ekkert að spá í TG589.
Til að setja TG589 í bridge mode þarf að keyra config wizard á honum, sem biður um template sem ekki er til staðar. Ég geri því ráð fyrir að ég þyrfti að hafa samband við Símann til þess. Ég hef ekki fundið aðra leið til að losna við að forwarda portum í honum. Þetta setup virkar, svo ég held mig við það þar til annað kemur í ljós.
Hérna eru comment þar sem TG589 var breytt í bridge mode.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=42399&start=25
Í grunninn bara skoða user.ini, sjá hvernig sjónvarpið er bridge-að, og gera samskonar fyrir internet hlutann.
Örfáar línur í config.
Mkay.
Skjámynd

BugsyB
</Snillingur>
Póstar: 1072
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af BugsyB »

Síminn er kominn með TG589VAC router sem er með 4gig(2net og 2tv en ekkert mála ð breyta þeir gera það fyrir þig í 800700) portum og dualband wifi bæði 2,4 og 5ghz.
Símvirki.

Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af sigurdur »

natti skrifaði: Hérna eru comment þar sem TG589 var breytt í bridge mode.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=42399&start=25
Í grunninn bara skoða user.ini, sjá hvernig sjónvarpið er bridge-að, og gera samskonar fyrir internet hlutann.
Örfáar línur í config.
Snilld, takk. Fann þetta ekki. Ætla að sjá hvort ég fæ þetta til að virka.

Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af sigurdur »

BugsyB skrifaði:Síminn er kominn með TG589VAC router sem er með 4gig(2net og 2tv en ekkert mála ð breyta þeir gera það fyrir þig í 800700) portum og dualband wifi bæði 2,4 og 5ghz.
OK, ég þarf 3 gig port svo þessi ætti að sleppa. Getur maður bara mætt með gamla routerinn og fengið nýjan, no questions asked? Og væri ég betur settur með hann en Asusinn á bak við bridge-aða gamla símarouterinn?
Skjámynd

BugsyB
</Snillingur>
Póstar: 1072
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af BugsyB »

betra að hafa einn router en að vera basla með 2 en auðvitað er asus routerinn betri - en hitt er einfaldara og þægilegra og virkar.
Símvirki.

Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af sigurdur »

natti skrifaði: Hérna eru comment þar sem TG589 var breytt í bridge mode.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=42399&start=25
Í grunninn bara skoða user.ini, sjá hvernig sjónvarpið er bridge-að, og gera samskonar fyrir internet hlutann.
Örfáar línur í config.
Fór eftir þessum leiðbeiningum, stillti WAN portið á Asusnum á DHCP (er ekki með fasta IP tölu), endurræsti TG589 og keyrði wizardinn á Asusnum. Tengist sjálfkrafa :D

Nú logar rautt ljós við Internet á TG589, en geri ráð fyrir að það sé eðlilegt. Speedtest mælir líka minni hraða en áður.

Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 211
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Port forwarding um tvo routera

Póstur af sigurdur »

Jæja, Speedtest sýnir eðlilegan hraða. Líklega eitthvað tímabundið í gærkvöldi. Allt í toppstandi!
Svara