TS - Thinkpad T60

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Svara

Höfundur
Jss
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 11:38
Staða: Ótengdur

TS - Thinkpad T60

Póstur af Jss »

Thinkpad T60 vél til sölu, ein af þeim síðustu sem báru IBM logo. Vélin er næsta vél fyrir neðan P týpuna og tvöfaldaði ég vinnsluminnið á sínum tíma. Vél sem kostaði sitt þegar hún var keypt ný í Nýherja, 2006, og var jafnframt skipt um móðurborð í henni í ábyrgð 2008/2009.

Þeir sem þekkja þessar vélar vita hvað er um að ræða, sjá nánari upplýsingar fyrir neðan.

Einn galli er á vélinni og hann er að skjárinn er farinn að verða dökkur og ég hef ekki prófað endingartíma rafhlöðunnar nýlega enda hefur vélin ekki verið í notkun. Vélin afhendist án HDD. Vélin lítur mjög vel út og reyndist mér mjög vel.

Verð tilboð og verðlöggur velkomnar. Bið áhugasama að hafa samband í EP/PM.

Auka aflgjafi getur fylgt með en sá galli er á honum að hundur beit í snúruna á honum, í föstu snúruna, og keypti ég því nýjan á sínum tíma, geta því tveir fylgt með.

Type 2007-CTO

Tæknilýsing (af vef Nýherja 2006, birt án ábyrgðar):

Örgjörvi: Intel Core 2 Duo T2400 (1,83GHz) m. 2 kjörnum. ·
Flýtiminni: 4MB ·
Gagnabraut: 667MHz ·
Kubbasett: Intel 945PM ·
Minni: 4GB 667MHz DDR2 minni (4GB mest),
Skjár: 14,1" TFT · Upplausn: 1400x1050 punkta ·
Skjákort. ATI Radeon X1400 128MB PCI-e ·
Diskur: 100GB 7200sn. m. APS vörn ·
Mótald: innbyggt ·
Netkort: 10/1000 Ethernetkort ·
Þráðlaust kort: Intel 802.11 a / b / g / n 11/ 200Mb WIFI með tveimur loftnetum* · Bluetooth netkort ·
Hljóðkort: Innbyggt Intel high definition hljóðkort með betri hljómi · Drif: DVD+/-RW drif í Ultrabayslim stæði ·
Rafhlaða: LiIon 9 sellu m. 6:00 klst (mest 7:30 með Ultrabay rafhlöðu) ·
Tengi: 3x USB 2.0, innrautt, skjár. Engin parallel og s-video tengi. ·
Kortaraufar: Express Card/54 og PC Card ·
Öryggi: Innbyggður öryggisörgjörvi og fingrafaralesari · Lyklaborð: eitt besta fartölvulyklaborðið á markaðnum, Windows hnappur ·
Lyklaborðsljós: lýsir upp lyklaborðið ·
Mús: UltraNav mýs; Trackpoint IV 4 hnappa mús, Snertimús - forritanleg ·
Ábyrgð: 3 ára alþjóðleg á vinnu og varahlutum á staðnum, árs ábyrgð á rafhlöðu ·
Byggingarefni: Magnesium í loki og kolefna-Titanium blanda í botni ·
Stærð: 311x255x27-31mm, þyngd aðeins 2,5kg ·
Svara