Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Svara
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Póstur af DoofuZ »

Ég er að fara erlendis á allra næstu dögum og var að spá hvort þið vitið um eitthvað sniðugt ferðaskipulagsapp, þar sem maður getur merkt inná kort áhugaverða staði og jafnvel séð leiðina þangað. Finnst eins og ég hafi einhverntíman séð eitthvað svoleiðis app, er það til eða var ég að fá góða hugmynd að appi? 8-[
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Póstur af rapport »

https://www.google.is/maps/@64.1335983, ... ,12z?hl=en

Þar sem Google safnar og notar alskonar info um þig, þá t.d. kemur allt sem þú bókar á AirBnB inn á þitt perósnulega kort...

Getur búið til og vistað leiðarlýsingar og fengið þær detaileraðar...

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Póstur af steinarorri »

Tripit heldur utan um öll mín ferðaplön... Alveg æðislegt app en það er þó ekki neitt svona um áhugaverða staði og svoleiðis. Heldur utan um flug, rútuferðir, hótel, bílaleigubílar, vegabréfsupplýsingar ofl. Afar gott forrit.

Nota svo td TripAdvisor eða Citymaps2go til að skoða áhugaverða staði eða wiki travel og slíkar síður.

Ef ég er að ferðast með einhverjum þá nota ég splitwise til að halda utan um sameiginleg útgjöld... Það er frábært og einfaldar td greiðslur á veitingastöðum og fyrir td þegar allir eru að kaupa sér lestarmiða að þá getur einn bara borgað allt heila klabbið og sett það bara inn í appið.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Póstur af DoofuZ »

Ok, ég er reyndar ekki að nota AirBnB, ég er líka að fata einn svo ég hef ekki þörf á einhverju eins og splitwise, takk samt fyrir góðar ábendingar. En hvernig planið þið hvað á að gera á hverjum degi fyrir sig, ef maður ætlar t.d. að fara á einn stað eins og eitthvað safn en ætla svo að hafa einhvern annan stað bakvið eyrað ef timi gefst til og vera svo líka búinn að ákveða hvar á að fá sér að borða um kvöldið?

Langar að skipuleggja þetta aðeins, skrá kannski niður hvert ég ætla að fara á hverjum degi og eitthvað og geta ratað þangað ágætlega, allavega vitað hvert ég á að fara. Fór einu sinni í helgarferð til London og prentaði þá út upplýsingar um staði sem voru áhugaverðir, hvar þeir voru og kort merkt með leið frá hótelinu að hverjum stað, hafði það svo allt í þunnri plastmöppu. Er ekki hægt að gera það sama í einhverju appi eða eitthvað svoleiðis?

Ég er annars að skreppa til Boston yfir helgina. Kannski óþarfi að vera að plana þetta eitthvað sérstaklega?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Póstur af blitz »

Tripadvisor er með fínt app - getur m.a. niðurhalað "City guide" sem þú getur notað offline sem er með agætis korti
PS4
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Póstur af KermitTheFrog »

Ég nota bara Google Maps í þetta. Getur save-að ákveðna staði og fengið leiðbeiningar þangað. Getur þá séð hvað er nálægt og sniðugt að gera í sömu ferð.

Svo er Google Maps líka komið með "explore this area" þar sem þeir stinga upp á ýmsu áhugaverðu í kring um þig.
Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Póstur af DoofuZ »

Já, ég notaði Google Maps einmitt svoldið mikið í þessari ferð, sérstaklega til að sjá hvaða lestir ég ætti að taka og svoleiðis. Fattaði reyndar ekki fyrr en eftir ferðina að það býður uppá download fyrir offline notkun en það var svosem allt í lagi, notaði það oftast á wifi. En svo var ég búinn að setja saman ágætis skipulag yfir það hvað ég ætlaði að gera á hverjum degi fyrir sig og var t.d. með screenshot af Google Maps þar með merkt inná leið frá gistingunni að þeim stöðum sem ég ætlaði að kíkja á ásamt upplýsingum um opnunartíma. Ég setti það allt saman í word skjal sem ég ætlaði að hafa í símanum en þurfti svo að breyta því í pdf því annars kom það ekki alveg rétt út í símanum. Og svo áður en ég fór út þá notaði ég Tripadvisor og náði í Boston offline sem kom sér vel en var samt lítið notað.

Er svo næst að fara einn út til London í lok október og verð mun betur undirbúinn fyrir þá ferð. Lærði margt á þessari ferð meðal annars að það er mjög sniðugt að velja tónlist í Spotify til að spila offline, t.d. fyrir flugið, og ekki vitlaust að setja kannski líka einn eða tvo þætti eða eitthvað slíkt inná símann líka ef maður getur, gerði það áður en ég flaug aftur heim.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Er til eitthvað gott ferðaskipulagsapp?

Póstur af nidur »

Ég nota alltaf Expensify til að halda utan um útgjöld
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Svara