Ferðahleðsla/Power bank

Svara
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af dori »

Ég ætla að kaupa mér ferðahleðslu til að hafa í fríinu. Eruð þið með einhverjar ráðleggingar varðandi hvað er sniðugt að gera í því? Þetta er úti um allt og flest virðist vera í ~5-6Ah (með einhverja minni og einhverja stærri).

Þessi frá Elko virðist vera rosa fínn díll varðandi það að fá stóra rafhlöðu: http://www.elko.is/elko/is/vorur/Ferdah ... etail=true

Hins vegar finn ég engar umsagnir um þessa vöru þannig að maður veit ekki..

Eitthvað sem vaktarar mæla með?
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Kristján »

wow stór þessi.

Ég hef einmitt líka verið að skoða að fá mér svona ferðahleðslu og var búinn að ákveða að fá mér þessa :
http://tl.is/product/hledslurafhlada-us ... usb-portum

Mér líst betur á FSP rafhlöðuna því það er ekki Logic3....
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af dori »

Kristján skrifaði:wow stór þessi.

Ég hef einmitt líka verið að skoða að fá mér svona ferðahleðslu og var búinn að ákveða að fá mér þessa :
http://tl.is/product/hledslurafhlada-us ... usb-portum

Mér líst betur á FSP rafhlöðuna því það er ekki Logic3....
Er Logic3 jafn mikið drasl merki og það hljómar? Þessi FSP lítur nokkuð vel út. Hefurðu séð einhver review um hana eða er FSP eitthvað merki sem maður á bara að treysta?

Ég er einmitt að hugsa um sirka 10Ah+ er með iPad sem ég þarf að hlaða og svona. Nenni líka ekki að vera endalaust með þessa græju í hleðslu.
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Kristján »

Hérna er fínt review.
http://www.nikktech.com/main/articles/g ... ank-review

Var reyndar búinn að finna að Logic3 hleðslurafhlaðan er með samsung rafhlöður eins og FSP hleðslurafhlaðan.

Ég veit svosem ekkert með Logic3 en bara það sem maður sér oft í elko og öðrum tölvubúððum þá eru þeir ekkert með svaka gæða vörur

Logic3 gerir alskonar vörur, gimmig og líka vörur eins og þessa rafhlður.

FSP er mjög þekktur fyrir að búa til góð power supply og einfaldlega treysti þeim betur fyrir þvi en Logic3
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af dori »

Jamm. Frekar gimmicky einmitt að troða micro sd lesara í ferðahleðslutæki "af því bara". Ætli maður skelli sér ekki bara á þessa FSP.
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Kristján »

ég fór í gegnum allar síðurnar hjá tölvubúðunum og elko líka, þá var þessi Logic3 hleðslurafhlaða ekki þar og þessi FSP er eina sem ég fann sem mér leist eitthvað á.

já með þetta micro sd slot, bara eitthvað til að safna ryki og bila svo seinna meir.
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af dori »

Takk kærlega fyrir hjálpina.
Viðhengi
image.jpg
image.jpg (1.21 MiB) Skoðað 1884 sinnum
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Swooper »

Var að panta mér svona bara nýlega, fékk hann í hendurnar í dag. 5000kall fyrir 20Ah er ekki slæmt, finnst mér.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Kristján »

Swooper skrifaði:Var að panta mér svona bara nýlega, fékk hann í hendurnar í dag. 5000kall fyrir 20Ah er ekki slæmt, finnst mér.
Ekki slæmt, flott review líka á amazon
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af dori »

Hafði ekki tíma til að pæla í að panta mér dót. En vissulega lúkkar þetta mun betur (fyrir budduna a.m.k.)
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Xovius »

Ég er einmitt búinnn að vera að ferðast með 7800Mah útgáfuna af FPS hleðslutækinu sem þú ert með og hún hefur reynst mjög vel. Mundi hiklaust mæla með henni.
Skjámynd

jojoharalds
Bara að hanga
Póstar: 1591
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af jojoharalds »

ég sjálfur er með 2 svona (keypti mér aðra þvi hún er rugl góð)
http://www.ebay.com/itm/Intocircuit-Pow ... 3aabbf23be
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af dori »

Swooper skrifaði:Var að panta mér svona bara nýlega, fékk hann í hendurnar í dag. 5000kall fyrir 20Ah er ekki slæmt, finnst mér.
Þú setur kannski inn update fljótlega þegar þú ert kominn með smá reynslu á þetta. Væri svolítið gaman að fá að vita hvernig þetta kemur út.
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Swooper »

Skal gera það, eftir Eistnaflug ;)
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af dori »

Swooper skrifaði:Skal gera það, eftir Eistnaflug ;)
Hvernig kom þetta út? Einhver tilfinning fyrir því hversu mikil hleðsla er inná þessu eða náðirðu kannski ekki að komast nálægt því að klára hleðsluna?
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Swooper »

Æjá, gleymdi að reporta.

Ég hlóð símann (OnePlus One, svo 3100mAh batterí) af þessu hverja nótt sem ég var á ferðalagi, sem voru fimm nætur. Hann fór aldrei í að vera alveg tómur, en var held ég sjaldnast yfir 20% þegar ég fór að sofa. Það var ennþá eitthvað djús eftir í græjunni þegar ég kom heim (eitt ljós af fjórum sem indicate'a hleðsluna, svo presumably um eða undir 25%). Líklega hefði ég getað hlaðið hann einu sinni eða tvisvar í viðbót áður en tankurinn tæmdist alveg.

Það er öll reynslan sem er komin á þetta hjá mér, ég er ekki slíkur batteríssvelgur að ég þurfi að bera þetta með mér daglega. Í útilegu er þetta snilld, hins vegar.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af dori »

Það er erfitt að bera svona saman af einhverju viti nema vera með nákvæmar græjur sem mæla raunverulega hleðslugetu uppá mAh.

Með þessa FSP græju sem ég keypti þá er upplifunin í rauninni svipuð. Fór í 3ja daga útilegu, hlóð símann allar nætur, hlóð heyrnartólin mín, síma félaga minna nokkrum sinnum en nánast aldrei voru þessir hlutir dauðir og fór bara uppí 100% í næturhleðslunum þannig að maður hefur bara tilfinningu fyrir þessu. Græjan kláraðist á leiðinni heim þannig að hún skilaði akkúrat sínu.

Annað með hana er að hún er alveg í stærsta/þyngsta lagi til að geta verið með í buxnavasa finnst mér (jafnvel aðeins of stór). Fengi mér ekki stærri nema sem eitthvað til að geyma í tösku.
Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Staða: Ótengdur

Re: Ferðahleðsla/Power bank

Póstur af Swooper »

Gleymdi að minnast á eitt. Hann hlóð símann aldrei upp í nema 96-97%. Félagi minn sem var með mér á Eistnaflugi og er með nákvæmlega eins powerbank (ég keypti minn eftir að hann benti mér á hann) lenti ekki í því (Sony Z2 compact sími ef ég man rétt, ekki viss hver rýmdin á honum er). Á eftir að staðfesta það með því að prófa, en líklega er það því að kenna að ég tók ekki eftir því að það eru tvö USB port á tækinu og ég pældi ekki í því hvoru megin ég stakk í samband, en uppgötvaði eftirá að þau eru merkt með mismunandi ampertölum. Mögulega er lélegra portið ekki nógu öflugt til að hlaða símann í botn.
dori skrifaði:Annað með hana er að hún er alveg í stærsta/þyngsta lagi til að geta verið með í buxnavasa finnst mér (jafnvel aðeins of stór). Fengi mér ekki stærri nema sem eitthvað til að geyma í tösku.
Minn er einmitt allt of stórt til að ganga með í vasanum, var með hann í tösku og geymdi í bílnum/tjaldinu.
PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1
Svara