Tölvan frýs þegar ég peista á harða diskinn!

Svara

Höfundur
Ledjan
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 11. Okt 2004 18:35
Staða: Ótengdur

Tölvan frýs þegar ég peista á harða diskinn!

Póstur af Ledjan »

Ég er með 4 Western Digital harða diska og aldrei átt í neinu veseni.

Núna gerist það hinsvegar að þegar ég reyni að peista af einhverjum disk yfir á einn ákveðinn þá hægist ótrúlega á tölvunni og á endanum frýs hún. Þetta er alltaf sami harði diskurinn sem lætur svona.

Ég spyr hvað getur valdið því að hann lætur svona því hann er frekar nýr ( 3 mán ) og hann hafði virkað og svo allt í einu gerðist þetta.

Ég er búinn að reyna scandisk og defragmenta og system check í Systemworks. Diskurinn er fullur af þáttum og bíómyndum og ég tími engann veginn að formatta hann :(
Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Póstur af fallen »

Heyrist tikk úr honum ?
Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

kannski Takk líka ?

demigod
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 00:25
Staða: Ótengdur

Póstur af demigod »

er þetta ekki bara hita vandamál ?
"Walking on water and developing software from a specification are easy if both are frozen." Edward V. Berard
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

nei. það er líkelgast ekkert að disknum.

klikkaðu með hægri á [My Computer] -> [Properties] -> [Hardware] flipinn -> [Device Manager] -> [IDE ATA/ATAPI controllers] - hægri á [Primary IDE Channel] -> Properties -> [Advanced Settings] flipinn -> Athuga hvað stendur í [Transfer Mode:] -> ef það stendur ekki DMA if available þá skaltu setja það á.

klikka svo á [OK] -> gera það sama fyrir [Secondary IDE Channel]
"Give what you can, take what you need."
Svara