Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Svara

Höfundur
Offroad
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 18. Mar 2015 10:16
Staða: Ótengdur

Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Póstur af Offroad »

Sælir snillingar...

Þannig er að ég var að flytja í Úlfarsárdal og á eftir að fá inn ljósleiðarann. Það eina sem ég hef heyrt utan af mér er að bara Míla sé með þetta svæði og að maður verði að vera með internetið hjá Símanum?!?

Kannast einhver við þetta og getur þetta staðist?

Kv. Sigurþór

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Póstur af Icarus »

Míla er með ljósleiðarann þar en þú þarft ekki að versla við Símann nei, held að allar þær þjónustuveitur sem bjóði uppá Ljósnet bjóði upp á þjónustu þar.

Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Staða: Ótengdur

Re: Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Póstur af Klara »

Míla á línuna og þú borgar þeim fyrir afnot af línunni en þú ert ekkert skuldbundinn til þess að skipta við símann.

suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Póstur af suxxass »

Ef að þetta er ljósleiðarinn sem Síminn setti upp, kallað GPON þá er Síminn held ég eini þjónustuaðilinn sem býður upp á þetta so far. Allir íslenskir ISP ar hafa aðgang og leyfi til að bjóða upp á þetta. En þetta er ögn flóknara en það. Ekki mest basic kerfi í heimi skal ég segja þér...

Höfundur
Offroad
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 18. Mar 2015 10:16
Staða: Ótengdur

Re: Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Póstur af Offroad »

GPON er nkl málið já. Magnað að heilt hverfi skuli vera bundið við einn þjónuaðila samt... :(

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Póstur af Icarus »

Ég skal lofa þér því að Síminn er ekki eina fyrirtækið sem býður uppá þjónustu þarna.

Mæli með því að þú skoðir verðskrána hjá öðrum og prófir að hafa samband við þá.

Höfundur
Offroad
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 18. Mar 2015 10:16
Staða: Ótengdur

Re: Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Póstur af Offroad »

Jæja, búinn að komast að því að Hringiðan og Hringdu eru víst líka að þjónusta netið þarna. 365 e-ð að byrja líka með nokkra prufunotendur...
Þá er bara að bíða eftir að Míla taki hausinn úr rassgatinu og komi til að taka inn leiðarann!
En hvaða reynslu hafið þið snillingar af þessum 2 fyrirtækjum? Svona að óreyndu líst mér nokkuð vel á það sem Hringdu er að bjóða...

Benz
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Staða: Ótengdur

Re: Netþjónusta í Úlfarsárdal?!?

Póstur af Benz »

Klara skrifaði:Míla á línuna og þú borgar þeim fyrir afnot af línunni en þú ert ekkert skuldbundinn til þess að skipta við símann.
Míla selur ekki til einstaklinga svo að þetta stenst ekki. Getur reyndar verið að þeir séu enn að innheimta línugjöld hjá notendum á svæði Gagnaveitu Skagafjarðar en annars er Míla hvergi að rukka notendur enda eingöngu heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði.
Svara