Er lane splitting löglegt á Íslandi

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af capteinninn »

Var að lesa þessa grein af Wired þar sem er talað um kosti lane splitting.

Er þetta löglegt á Íslandi?

Ég spurði ekkert um þetta þegar ég var að læra á mótorhjól og ég hef alltaf fengið mjög loðin svör þegar ég spyr lögregluna um þetta í persónu svo ég ákvað að spyrja bara hér áður en ég sendi póst á lögregluna að spyrja þar beint.

Veit einhver með þetta ?

Eina sem ég finn í Umferðarlögum er þetta
41. gr. Bifhjóli má eigi aka samhliða öðru ökutæki.
Kemur ekkert frekar fram í lögum hvort þar er verið að tala um að fara á milli akreina og slíkt.
Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af FriðrikH »

rakst á umræðu um þetta hérlendis fyrir nokkru, þetta er ekki leyfilegt skv. túlkun laganna í dag.

Varg
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 20:17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af Varg »

þetta er líka bara stór hættulegt
Corsair Carbite 200R Gigabyte G1 Sniper Z97 Intel I7 4790K @ 4.0 GHz Cooler Master V8 GTS Crucial BallistiX Sport 16GB DDR3 1600MHz Gigabyte GTX 970 G1 Gaming 4Gb Samsung EVO 250 Gb 2TB Seagate 7200 HDD

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af linenoise »

Varg skrifaði:þetta er líka bara stór hættulegt
Lastu greinina?

benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af benediktkr »

Ég spurði lögregluna að þessu i fyrrasumar og fékk þessi svör:
Það er ekki löglegt og í raun eru einu farartækin þar sem slíkt er í raun leyfilegt, eru reiðhjól, en þá er þeim ætlað að vera lengst til hægri við vegöxl. Í umferðarlögunum segir:
" Aka skal vinstra megin fram úr ökutæki. Þó skal aka hægra megin fram úr ökutæki, ef ökumaður þess beygir til vinstri eða undirbýr greinilega vinstri beygju. Hjólreiðamaður má fara hægra megin fram úr öðrum ökutækjum en reiðhjólum."

Vaski
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af Vaski »

En það er bara verið að tala um þetta þegar það eru margar akreinar í sömu átt, og þá ætti grein 23 að gilda, er það ekki? Og þá gildir ekki að það meigi ekki taka framúr hægramegin??
23. gr. Í þéttri umferð ökutækja á tveimur eða fleiri akreinum í sömu akstursstefnu þar sem hraðinn ræðst af þeim, sem á undan fara, má aka hægra megin fram úr ökutæki á annarri akrein. Þegar þannig stendur á má ekki skipta um akrein, nema þess þurfi til að beygja á vegamótum, aka af akbraut, stöðva ökutæki eða leggja því.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af capteinninn »

Sendi lögreglunni póst útaf þessu og hún svaraði því að þetta væri ólöglegt.

Það er ekki ein lög sem ná yfir akkúrat þetta en hann tekur fram að maður eigi að halda akreinaskiptingum í lágmarki. Hann bendi líka á það að ef upp kæmi slys þá væri ökumaður bifhjólsins líklega ábyrgur vegna þess að hann er að taka óþarfa áhættu.

Hún bendir samt líka á að þeir sekta yfirleitt ekki fyrir þetta einfaldlega vegna þess hversu erfitt er fyrir lögreglubíl sem sér einhvern gera þetta að ná honum þar sem hann er að fara fyrir framan alla bílana, ef þeir ætluðu að reyna að ná ökumanninum gæti það skapað meiri hættu en brotið sjálft. Lögreglan tók samt líka fram í bréfinu að sektin væri mjög lítil sem mér þótti einkennilegt að taka fram í póstinum.

Og varg það er bara einfaldlega ekki rétt hjá þér, gífurlega margar rannsóknir sem sýna fram á að þetta sé öruggt ef gert er rétt og að þetta bæti umferðarflæði, minnki mengun osfrv. Mæli með að þú lesir greinina sem ég postaði.
Ég er semsagt að tala um að gera þetta þegar bílar eru annaðhvort stopp eða eru að fara löturhægt (miklabrautin milli Kringlu og BSÍ alla daga milli 4-6).
Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af FriðrikH »

Mjög sérstakt að taka þetta fram í póstinum, þ.e.a.s. að þeir sekti nánast aldrei fyrir það og ef þeir geri það, þá sé sektin lág.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af urban »

Þá eru þeir nú hérumbil bara að benda hjólamönnum á að gera þetta en mega bara ekki segja það :)
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af Blackened »

Ég hef alla tíð gert þetta.. svosem aldrei spáð í því hvort að þetta sé ólöglegt, enda finnst mér þetta svo sjálfsagt. það er algjör óþarfi að mótorhjól taki heilt pláss í umferðarteppu og stuðli að því að allt hreyfist hægar ef þess þarf ekki :)

Og nei.. þetta er ekki hættulegt ef að menn eru þokkalega vakandi og ekki á stóru ferðinni!

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af capteinninn »

FriðrikH skrifaði:Mjög sérstakt að taka þetta fram í póstinum, þ.e.a.s. að þeir sekti nánast aldrei fyrir það og ef þeir geri það, þá sé sektin lág.
Held það sé í lagi að setja inn hluta af quote úr póstinum frá LRH.
Það kemur fyrir að það er kært fyrir þennan lið og ekki bara bifhjól heldur líka þegar (oftast) yngri ökumenn eru að aka hættulega.
Sektirnar eru ekki háar og erfitt að beita þeim í framkvæmd, ímyndaðu þér lögreglumenn á lögreglubíl sem sjá slíkt framundan sér, þeir eiga erfitt með að setja á blá ljós og ná hjólinu og myndi á sama tíma skapa talsvert meiri hættu í umferðinni en brotið sjálft.
Ég hef ekki gert þetta áður því að ég var svo viss um að þetta væri ólöglegt. Mætti samt alveg reyna að koma þessu í lög að þetta sé löglegt enda margar rannsóknir sem sýna fram á að þetta sé gott fyrir umferðina vegna ýmissa hluta.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af arons4 »

Blackened skrifaði:Ég hef alla tíð gert þetta.. svosem aldrei spáð í því hvort að þetta sé ólöglegt, enda finnst mér þetta svo sjálfsagt. það er algjör óþarfi að mótorhjól taki heilt pláss í umferðarteppu og stuðli að því að allt hreyfist hægar ef þess þarf ekki :)

Og nei.. þetta er ekki hættulegt ef að menn eru þokkalega vakandi og ekki á stóru ferðinni!
Gallinn við það er að common sense er ekki common og ekki allir vegir á íslandi eru nægilega breiðir í þetta og íslendingar svo tregir að þeir myndu sammt reyna að troðast og rispa og skemma.

toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af toybonzi »

Lane splitting er nánast skylda í flestum stórborgum heimsins, enda fáránlegt að slíkt sé ekki leyft. Einhver hérna sagði að þetta væri stórhættulegt, já ef menn eru að skjóta sér á milli bíla á mikilli ferð, en ekki ef þetta er notað rétt, sem sagt til að "þétta" td umferð við ljós og aðra tálma.

Ég mundi mun frekar vilja vera á milli tveggja bíla (sem ólíklega fara að beygja inn í hvorn annan) heldur en að vera á milli tveggja bíla sem kremja mig ef einhver sofnar á verðinum.

Eina sem að veldur því að ég stunda slíkt ekki grimmt er að ég treysti hreinlega ekki Íslenskum bílstjórum þar sem að ég veit að þetta fer örugglega óstjórnlega í taugarnar á þeim, enda einhver kominn þarna sem kemst fyrr af stað en þeir. Því er lenskan oft að gefa lítið sem ekkert pláss í miðjuna.

Ég held að ef þetta yrði gert löglegt, eins og eðlilegt er, þá mundi fólk fljótlega venjast þessu og að lokum átta sig á því að það er í raun fáránlegt að bifjól taki heilt pláss í umferðinni :)

Mínar tvær krónur um þetta málefni.
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af Minuz1 »

arons4 skrifaði:
Blackened skrifaði:Ég hef alla tíð gert þetta.. svosem aldrei spáð í því hvort að þetta sé ólöglegt, enda finnst mér þetta svo sjálfsagt. það er algjör óþarfi að mótorhjól taki heilt pláss í umferðarteppu og stuðli að því að allt hreyfist hægar ef þess þarf ekki :)

Og nei.. þetta er ekki hættulegt ef að menn eru þokkalega vakandi og ekki á stóru ferðinni!
Gallinn við það er að common sense er ekki common og ekki allir vegir á íslandi eru nægilega breiðir í þetta og íslendingar svo tregir að þeir myndu sammt reyna að troðast og rispa og skemma.
Það eru ekki allir vegir á íslandi nógu breiðir fyrir 2 bíla, samt keyra þar um bílar úr gagnstæðum áttum án teljandi vandræða (einbreiðar brýr t.d.)

Mér finnst það frekar sorglegt að það sem þú hefur mestar áhyggjur af eru rispur og skemmdir...ekki að það gæti maður látið lífið ef eitthvað fer úrskeiðis eða bílstjóri ákveður að hleypa ekki neinu framúr sér.

Reynslan hefur einmitt kennt mér sem mótorhjólamanni að ekki taka hægt fram úr bílum, bara botna hjólið og vera kominn framúr áður en bílstjóri bíls nær að átta sig á hvað er í gangi.

Flestir mótorhjólamenn átta sig mjög vel á breidd síns farartækis þar sem þeir sjá báðar hliðar og oftast eru hendur þeirra nánast ystu hliðar síns farartækis.

P.S.
Eins og greinin bendir á þá eru miklir kostir fyrir fólk á hjólum að vera ekki fyrir aftan bíla þar sem þeir orðið að kássu þegar næsti bíll á eftir bremsar of seint.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af fedora1 »

Minuz1 skrifaði: Það eru ekki allir vegir á íslandi nógu breiðir fyrir 2 bíla, samt keyra þar um bílar úr gagnstæðum áttum án teljandi vandræða (einbreiðar brýr t.d.)
Ég skil þig ekki, ertu að segja að bílar mætist eða fari samhliða um einbreiðar brýr ?
Minuz1 skrifaði: P.S.
Eins og greinin bendir á þá eru miklir kostir fyrir fólk á hjólum að vera ekki fyrir aftan bíla þar sem þeir orðið að kássu þegar næsti bíll á eftir bremsar of seint.
Ertu að segja að aftanákeyrslur á móturhjól séu algengari en að hjólamenn fari framm úr sér (botna hjólið) og missi stjórn á hjólinu ?

Ég held að það væri farsælast að hjólamenn fari að lögum. :-"

toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af toybonzi »

fedora1 skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
Minuz1 skrifaði: P.S.
Eins og greinin bendir á þá eru miklir kostir fyrir fólk á hjólum að vera ekki fyrir aftan bíla þar sem þeir orðið að kássu þegar næsti bíll á eftir bremsar of seint.
Ertu að segja að aftanákeyrslur á móturhjól séu algengari en að hjólamenn fari framm úr sér (botna hjólið) og missi stjórn á hjólinu ?

Ég held að það væri farsælast að hjólamenn fari að lögum. :-"
Það væri að sjálfsögðu farsælast að ALLIR færu að lögum, ökumenn bíla, bifhjóla og meira að segja reiðhjólamenn...hvenær sáuð þið einn slíkan stíga af hjólinu og reiða það yfir gangbraut, sem á að gera skv lögum ;)

Ertu að segja að aftanákeyrslur á móturhjól séu algengari en að hjólamenn fari framm úr sér (botna hjólið) og missi stjórn á hjólinu ?

Í grunninn hefur umræðan lítið með þetta að gera, enda er verið að ræða "lane splitting" en ekki almenna ökuhætti hjólamanna. Ef maður er svo óheppinn að vera á milli bíla og það er ekið aftan á þig þá eru mun meiri líkur að þú slasist alvarlega. Veit um dæmi þess, og eitt mjög alvarlegt (dauðaslys farþega og örkuml ökumanns) þar sem að viðkomandi hefði verið á lífi í dag ef hann/hún hefði verið á milli bíla en ekki fyrir aftan.

Ef þú ert að keyra á 200km hraða og ferð útaf þá er engum um að kenna nema þér sjálfum en í hinu dæminu ertu ofurseldur gæðum annara ökumanna í umferðinni.

Hins vegar er það alveg rétt að þetta form aksturs getur verið varhugavert, og þá sérstaklega þegar verið er að stunda slíkt í þéttri umferð sem er uppfull af kóngum sem allir vilja stjórna því hvernig næsti maður ekur og því síður ef bifhjólamaðurinn er óvanur!

PS:
Það væri gaman að sjá öll þessi hjól bætast við í bílaröðina :)
http://en.wikipedia.org/wiki/Lane_split ... ailand.jpg

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af arons4 »

Minuz1 skrifaði:
arons4 skrifaði:
Blackened skrifaði:Ég hef alla tíð gert þetta.. svosem aldrei spáð í því hvort að þetta sé ólöglegt, enda finnst mér þetta svo sjálfsagt. það er algjör óþarfi að mótorhjól taki heilt pláss í umferðarteppu og stuðli að því að allt hreyfist hægar ef þess þarf ekki :)

Og nei.. þetta er ekki hættulegt ef að menn eru þokkalega vakandi og ekki á stóru ferðinni!
Gallinn við það er að common sense er ekki common og ekki allir vegir á íslandi eru nægilega breiðir í þetta og íslendingar svo tregir að þeir myndu sammt reyna að troðast og rispa og skemma.
Það eru ekki allir vegir á íslandi nógu breiðir fyrir 2 bíla, samt keyra þar um bílar úr gagnstæðum áttum án teljandi vandræða (einbreiðar brýr t.d.)

Mér finnst það frekar sorglegt að það sem þú hefur mestar áhyggjur af eru rispur og skemmdir...ekki að það gæti maður látið lífið ef eitthvað fer úrskeiðis eða bílstjóri ákveður að hleypa ekki neinu framúr sér.

Reynslan hefur einmitt kennt mér sem mótorhjólamanni að ekki taka hægt fram úr bílum, bara botna hjólið og vera kominn framúr áður en bílstjóri bíls nær að átta sig á hvað er í gangi.

Flestir mótorhjólamenn átta sig mjög vel á breidd síns farartækis þar sem þeir sjá báðar hliðar og oftast eru hendur þeirra nánast ystu hliðar síns farartækis.

P.S.
Eins og greinin bendir á þá eru miklir kostir fyrir fólk á hjólum að vera ekki fyrir aftan bíla þar sem þeir orðið að kássu þegar næsti bíll á eftir bremsar of seint.
Alls ekki að segja að lane splitting sé slæm hugmynd, vegakerfið á íslandi bara styður það ekki nema þá einhverjar örfáar götur á höfuðborgarsvæðinu.

Þú tekur einbreiðar brýr sem dæmi en það er einmitt aðstæður þar sem lane splitting nýtist ekkert. Lane splitting er til þess að auka nýtni
gatnakerfisins á háannatímum(þaes þegar umferð hreyfist lítið eða ekkert) og á bara við þegar umferð hreyfist hægt og það séu tvær eða fleiri akreinar að aka í sömu áttina. Lane splitting á ekki við úti á þjóðvegi þegar það er ein akrein í hvora áttina. Mjög sniðugt sammt á rauðu ljósi að geta verið með 2 bíla og 2 hjól á sama svæði og áður voru bara 2 bílar til að minnka umferðarálag. Að færa þau rök að lane splitting bjóði upp á meira öryggi fyrir mótorhjólamenn þar sem akreinar eru eins mjóar og á íslandi er út í hött. Sérstaklega þar sem umferðin á þeim götum þar sem þetta væri hægt hreyfist hvorteðer ekkert á háannatímum(Og þar af leiðandi ekki mikil hætta á aftanákeyrslum).

Menn sem stunda það að hleypa fólki ekki framúrsér eru stórhættulegir. Það hinsvegar tengist lane splitting ekki neitt.

Góð hugmynd, sá þetta stundað oft þegar ég var í bænum. En það er út í hött að setja þetta í lög.

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af Garri »

Gaman að sjá að sumir Vaktarar eru mótorhjólamenn.. er sjálfur með veikina og hef hjólað frá 13 ára aldri (tel ekki með þegar ég þá 11 ára stal 50cc hjóli sem pabbi var að gera við og keyrði niður í stórgrýtta fjöru, mér og hjóli ósködduðum)

Hef einstaka sinnum stundað "lane splitting" eða farið á milli kyrrstæða bíla. Gert það samt aðeins þegar umferð er nánast stopp og nokkuð bil á milli bíla. Auðvitað er þetta aðeins gert þegar tvær eða fleiri akgreinar liggja samsíða. Eins hef ég gert þetta á ljósum við slíkar aðstæður, sé að gott bil er og passa mig vel á að keyra löturhægt fram hjá þeim svo engum bregði sem og að ég geti stoppað í tíma ef einhverjum "snillingnum" dettur í hug að opna hurð.

Málið er að hröðun á mótorhjólum er miklu meiri en hjá lang flestum bílum og hjólin nýta autt svæði sem myndast fyrir framan og jafna þannig umferðinni og nýta þessi mannvirki betur. Þannig fæst eflaust út lægri slysa tölfræði á fjöl-akbrautum heilt yfir.

Ef ég "lane splitta" ekki, þá er ég annaðhvort hægra eða vinstra megin á akgreininni, horfandi í viðeigandi spegil til að gá hvort aðvífandi bíll sé að hægja á sér eða ekki, tilbúinn að skjóta mér aðeins áfram á milli næstu bíla ef svo ber undir.

Tek það fram þrátt fyrir nokkur tugir þúsunda kílómetra á mótorhjóli og það öflugum, þá hef ég blessunarlega sloppið við að lenda í nokkru (lenti síðast 15 ára gamall í því að skrímsli fleygði mér af baki í upptöku eða ræsingu á malarvegi, aftur án tjóns), það slakar ekki hið minnsta á mér í umferðinni og tortryggni mín gagnvart öðrum ökumönnum næstum sjúkleg, alveg sama þótt ég eigi réttinn út og suður.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af capteinninn »

Garri skrifaði:Gaman að sjá að sumir Vaktarar eru mótorhjólamenn.. er sjálfur með veikina og hef hjólað frá 13 ára aldri (tel ekki með þegar ég þá 11 ára stal 50cc hjóli sem pabbi var að gera við og keyrði niður í stórgrýtta fjöru, mér og hjóli ósködduðum)

Hef einstaka sinnum stundað "lane splitting" eða farið á milli kyrrstæða bíla. Gert það samt aðeins þegar umferð er nánast stopp og nokkuð bil á milli bíla. Auðvitað er þetta aðeins gert þegar tvær eða fleiri akgreinar liggja samsíða. Eins hef ég gert þetta á ljósum við slíkar aðstæður, sé að gott bil er og passa mig vel á að keyra löturhægt fram hjá þeim svo engum bregði sem og að ég geti stoppað í tíma ef einhverjum "snillingnum" dettur í hug að opna hurð.

Málið er að hröðun á mótorhjólum er miklu meiri en hjá lang flestum bílum og hjólin nýta autt svæði sem myndast fyrir framan og jafna þannig umferðinni og nýta þessi mannvirki betur. Þannig fæst eflaust út lægri slysa tölfræði á fjöl-akbrautum heilt yfir.

Ef ég "lane splitta" ekki, þá er ég annaðhvort hægra eða vinstra megin á akgreininni, horfandi í viðeigandi spegil til að gá hvort aðvífandi bíll sé að hægja á sér eða ekki, tilbúinn að skjóta mér aðeins áfram á milli næstu bíla ef svo ber undir.

Tek það fram þrátt fyrir nokkur tugir þúsunda kílómetra á mótorhjóli og það öflugum, þá hef ég blessunarlega sloppið við að lenda í nokkru (lenti síðast 15 ára gamall í því að skrímsli fleygði mér af baki í upptöku eða ræsingu á malarvegi, aftur án tjóns), það slakar ekki hið minnsta á mér í umferðinni og tortryggni mín gagnvart öðrum ökumönnum næstum sjúkleg, alveg sama þótt ég eigi réttinn út og suður.
Ég lenti í því síðasta haust að ég var að keyra á tómri götu fyrir utan einn bíl fyrir framan mig að koma úr gagnstæðari átt hjá Broadway. Var á leiðinni í átt að Kringlunni og hinn bíllinn öfugt.
Hinn bíllinn er stopp að fara að beygja þvert yfir götuna og á Broadway og var að bíða eftir mér að keyra framhjá.
Sé hann úr nokkurri fjarlægð og fer meira til hægri á mínum helming því ég treysti aldrei neinu svona og hvað heldurðu nema að bíllinn hafi ekki keyrt beint í veg fyrir mig einmitt þegar ég var að koma að honum.
Ég var búinn að horfa á bílinn stopp í svona 20 sek og hann ákveður akkúrat að keyra í veg fyrir mig.

Hjólið ónýtt og ég upp á slysó og er ennþá smá tjónaður, treysti aldrei aftur öðrum bílstjórum í umferðinni til að hafa neina rökhugsun.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af beatmaster »

Banna notlun tvíhjóla ökutækja í almennri umferð /thread
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af Garri »

Því miður er eins og ökumenn bíla reyni sumir hverjir að búllea ökumenn bifhjóla.

Hugsa að þetta sé e.k. ást-haturssamband. Ást í þeirri merkingu að undir niðri öfundast menn út í þá sem þessu þora og eru að lifa aðeins meir lifandi en þeir sjálfir, hatur þar sem þeir bara þora því ekki.. enda stórhættulegt hvernig sem á er litið.

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af einarn »

Garri skrifaði:Því miður er eins og ökumenn bíla reyni sumir hverjir að búllea ökumenn bifhjóla.

Hugsa að þetta sé e.k. ást-haturssamband. Ást í þeirri merkingu að undir niðri öfundast menn út í þá sem þessu þora og eru að lifa aðeins meir lifandi en þeir sjálfir, hatur þar sem þeir bara þora því ekki.. enda stórhættulegt hvernig sem á er litið.
Hef tekið eftir þessu eftir að vera búinn að vera á vespu í sumar. Meira segja á 30 götu þegar bílar hreinlega ryðjast fram úr manni.
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af HalistaX »

Ekki eru mótórhjóla menn skárri... Sá mótórhjól um daginn taka fram úr bílnum á móti mér þegar það voru fimmtíu metrar á milli okkar. Ef það heitir ekki að riðjast fram úr einhverjum þá veit ég ekki hvað er.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.

Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af capteinninn »

HalistaX skrifaði:Ekki eru mótórhjóla menn skárri... Sá mótórhjól um daginn taka fram úr bílnum á móti mér þegar það voru fimmtíu metrar á milli okkar. Ef það heitir ekki að riðjast fram úr einhverjum þá veit ég ekki hvað er.
You fuckin cager.

Djók, auðvitað er alger steypa að fara af þessum aðila að láta svona. Held að vandamálið sé helst það að það er mun meira af fólki í bílum á götunum og þessvegna finnst mótorhjólafólki eins og mér, einarn, garri og mörgum öðrum fólk í bílum vera mjög tillitslaust gagnvart okkur á tvemur hjólum.

Svo ofan á það kann íslenskur almenningur ekki að keyra bíl yfir höfuð, ég verð eiginlega alveg jafn pirraður þegar ég er að keyra í umferðinni á bíl og sé fólk í símanum, að borða mat, keyra bíla sem þau kunna ekkert á osfrv. Munurinn er helst að mótorhjólafólk á mun auðveldara með að drepast ef þeir lenda í dæmunum hér að ofan heldur en fólk á bíl og þessvegna erum við mun háværari varðandi þetta en hinn almenni bílstjóri.

Get ekki beðið eftir að ég kemst á þing og get sett í lög að þú þurfir að fara í ökumat á 5 ára fresti með möguleikanum á því að falla og þurfa að koma aftur ef þú hlýðir ekki reglum um að nota vinstri akrein til að taka fram úr, nota stefnuljós, hleypa öðrum bílum inn á akrein osfrv.

Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er lane splitting löglegt á Íslandi

Póstur af Garri »

Þarna er ekki saman að jafna.

Munurinn er að sjálfsögðu sá að það er hending að mótorhjól valdi slysi á öðrum í umferðinni. Umleið eru þau oft fórnarlömb á einn eða annan hátt. Enda fólk illa varið gagnvart umferðinni í samanburði við bíla og sérstaklega stærri bíla. Hugsa að þyngdarmunurinn sé sirka tífaldur (mótorhjól um 130-300kg og bílar um 1000-3000kg). Skriðþungi bíls á 90 er semsagt tíu sinnum meiri en mótorhjóls á sama hraða. Bíll sem fær mótorhjól framan á sig finnur þannig ekki mikið fyrir því en hjólið og ökumaður fer í klessu. Mörg dauðaslys í kringum mótorhjól er vegna þess að bíl er ekið í veg fyrir mótorhjól.

Það er líka rétt að því miður er það orðið mjög algengt að fólk sé í síma í bíl. Menn eru farnir að taka á þessu og nota einmitt mótorhjól til að ná til svona bílstjóra, sjá t.d. hér: https://www.youtube.com/watch?v=9N1iw5Vdim8 (Ath. hann lane splittar hressilega til þess að ná til ökumanna)

Almennt virkar það þannig að skilningarvit ökumanns bifhjóls fara á fullt og finnur maður það eftir góðan túr hversu mikið öðruvísi maður ekur og jafnvel bíl, alltaf að leita að augnsambandi á gatnamótum, horfandi á framdekkið hvort þessi eða hinn ætli að beygja, hægja á sér ef það er grænt þegar maður kemur að ljósum og gá hvort einhverjir sé að vaða yfir á rauði pikkandi í síma osfv. osfv. osfv.
Svara