Saethor94 skrifaði:Ef fyrirtækin eru ekki að bjóða upp á neina þjónustu annað heldur en bara upplýsingar á síðunni þá er enginn tilgangur að vera dulkóða samskiptin. Ef hins vegar þau eru að bjóða upp á innskráningu og persónulegar upplýsingar þá er þörf á SSL.
http://www.pfs.is/neytendur/kvartanir-fra-neytendum/
Ef neytendur vilja senda kvörtun til PFS þarf er nauðsynlegt að fylla út sérstakt kvörtunareyðublað hér á vefnum og senda stofnuninni. Önnur gögn er hægt að senda sem viðhengi með eyðublaðinu. Ekki er nóg að framsenda t.d. tölvupósta eða annað beint á netfang stofnunarinnar.
Það er ekkert static við síðu PFS og það er ekkert ásættanlegt við það að kvartanir sem eiga að vera nafnlausar (og eru það í ferlinu)
gagnvart þeim sem kvartað er um séu sendar yfir HTTP og það á vegum stofnunar með eftirfarandi á sinni stefnuskrá:
Áhersla er á að tryggja fjölbreytt vöruframboð fyrir neytendur, aðgengi sé gott og öryggi þjónustunnar sé þannig að kerfi virki alltaf og almenningur geti á þau treyst.
Áhersla er lögð á að PFS hafi innan sinna raða sérfræðinga sem til er leitað vegna fagmennsku sinnar og þekkingar og að þeir njóti óskoraðs trausts meðal hagsmunaaðila hvort sem er hjá póst- og fjarskiptamörkuðum eða stjórnvöldum.
Það er ekki neitt sem hindrar t.d. Vodafone frá því að fylgjast með öllum kvörtunum
viðskiptavina um sig, hver sendi þær, hvenær, hvað í þeim stendur, hvaða viðhengi fylgdu o.fl. Er það ásættanlegt?
CERT og Íslandsrót virðast mér hins vegar alveg static síður og því vissulega engin "nauðsyn" fyrir örugg samskipti.