Mín fyrsta vefsíða - Álit

Svara
Skjámynd

Höfundur
Stufsi
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Sun 22. Apr 2012 20:30
Staða: Ótengdur

Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af Stufsi »

Nú á dögunum kláraði ég að hanna mína fyrstu vefsíðu, http://hoflandsetrid.is/ Það væri afskaplega skemmtilegt að fá álit ykkur á vefnum, hvað ykkur finnst um vefsíðuna, er eithvað sem mætti bæta o.s.frv.
Borðtölva --> CoolerMaster Silencio 550 | Asus P8Z77-V LX | I5 3330 3.0 ghz | Geil 8GB vinnsluminni 1600 MHZ | PNY 660 GTX 2gb | Coolermaster 212 EVO | 600W corsair |
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af Skari »

persónulega finnst mér efsta myndin (banner?) vera allt of stór, fyrir utan það þá finnst mér þetta vera fínt

ElvarP
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af ElvarP »

Afhverju er hægri click disabled?
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af HalistaX »

ElvarP skrifaði:Afhverju er hægri click disabled?
Get ekki séð betur en að það sé enabled.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.

ElvarP
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af ElvarP »

HalistaX skrifaði:
ElvarP skrifaði:Afhverju er hægri click disabled?
Get ekki séð betur en að það sé enabled.
Skrýtið. Prufaði meira segja á nokkrum síðum en nuna virðist það virka. :?
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af zedro »

Jæja búinn að vera alltof lengi að skoða þetta en hérna eru mínar pælingar á því hvað mætti betur fara. Ekki slæmt miðað við byrjanda :happy
Ég get verið mjög smámunasamur þannig ekki taka það neitt nærri þér, þetta eru jú bara mína persónulegar skoðanir. Vonandi þær hjálpi
þér að fínpússa þetta til.

Forsíða:
  • Borðinn á ekki að skalast, þegar maður er með vafrann í fullri skjástærð (hjá mér 1920x1080) þá verður hann fáránlega stór. Myndi skoða það að vera með uppsetninguna á efninu í miðjunni sem væri c.a. 1000px breidd, borðinn væri fínn í 250-300px hæð. Þá myndi öll uppsetningin miðast við þessa breidd og valstikan væri ekki svona dreifð (í hárri upplausn). Skipuleggja uppsetninguna sem rétthyrning og koma efninu fyrir þar en ekki einsog "V"ið sem það er núna. Það er, því neðar sem þú ferð á síðuna því meira dregst textinn samann.
  • Borðinn: Myndi skoða það að fá betri mynd þegar þar eru færri bílar, jafnvel frá öðru sjónarhorni. Texti í glugga er illlæs. Myndin er ekki slæm en gæti verið betri.
  • Full margir litir fyrir minn smekk, brúnrauður, vínrauður, brúnn, fjólublár svo dark navy blue'ish.
  • Staðsetningin, myndi færa hana niður í upplýsingadálkinn í botninum, hvort það væri með lítilli mynd eða einfaldlega hlekk í staðsetningardálknum.
  • Staðsetningardálkurinn, þyrfti að skoða hvernig hann er að skalast með vefsíðunni.
  • Mætti sleppa "Forsíða" úr valstikunni þar sem Hoflandsetrið vísar á forsíðu.
Matseðill:
  • Hoppar yfir í annað lita þema en á forsíðu. Fær smá ofbirtu í augun ef maður er búinn að vera rýna í forsíðuna að viti. Myndi samríma litaþemað á allri síðunni.
  • Myndi íhuga að setja tommur frekar en stærðir í pizza flokknum.
  • Yfirfara stafsetningu, skinka, ólífur, paprika. Alltaf að fá einhvern til að lesa vel yfir fyrir sig.
  • Kaffi og te, myndi sjálfu hafa þetta undir drykki en maður skilur svosem að fólk vilji smá kaffi með eftirréttum.
  • Drykkir: Myndi leika mér eitthvað með drykkjaflokkinn, þessi skari af endurtekningum er óþarfi. Amk. nota hástafi, þetta eru jú nöfn á drykkjum. Væri hægt að hafa þetta einsog á pizza seðlinum eftir stærðum.
  • Vera með stærðir á hreinu, sumstaðar er 0.3 eða 0.3l, Einstök er ekki einusinni gefið upp stærð.
  • Boltatilboð má orða aðeins betra. Ekki verra að hafa einhverja upplýsingar ef þetta er breytilegt tilboð þá taka það fram, hjálpar við að fá fólk til að mæta þegar það er bolti í gangi.
Starfsfólk:
  • Ég er svoldið á móti því að það sé starfsmannaskrá enda þjónar þessi listi engum tilgang. Væri annað mál ef það væri tengiupplýsingar þarna en svo er ekki. Betri nýting á starfsmannaflipanum væri td. smá kynning á Hofland fjölskyldunni og þjónustu sem væntanlegir viðskiptavinir eigi von á að fá.
  • Myndirnar af starfsfólkinu þarf að yfirfara og samríma (gefið að þessi dálkur sé notaður áfram). Engar partí myndir, grín myndir, fleiri en einn á mynd. Besta dæmið væri prófílmynd tekin við sömu aðstæður með sama birtustig. Gott dæmi er prófílmyndin hjá Jóhann Karli sendli. Svart hvítar prófílmyndir eru einnig oft mjög smekklegar.
Myndir:
  • Er smá á móti þessu, myndi miklu frekar íhuga það að tvinna myndir inní fræðslu um staðinn.
  • Íhuga að ljósmynda staðinn uppá nýtt með víðlinsu.
  • Hafa myndir stækkanlegri, það er, búa til smámyndir og vísa í stærri útgáfu. Matamyndin td. vísar beint í 400kb mynd, sem er jafn mikið og allar hinar til samans. Síðan er stærri en hún þarf að vera og lengri að hlaðast á snjalltækjum.
Enska:
  • Breiðamörk vitlaust stafsett og símanúmeradálk vantar í Contact flipann.
  • Deep fried onions og onion rings eru ekki það sama.
Kv. Z :happy
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af steinarorri »

zedro skrifaði:Vera með stærðir á hreinu, sumstaðar er 0.3 eða 0.3l, Einstök er ekki einusinni gefið upp stærð.
Ég hef einu við þetta að bæta. Á Íslandi er notast við kommu, 0.3 -> 0,3

Eins með litapalettuna á síðunni gætirðu notað coolors.co og fundið þannig litapalettu sem þér lýst vel á. Þannig tryggirðu að þú sért ekki með of marga liti.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af beatmaster »

Ef að þú ert að gera þetta sem greiða fyrir fólkið eða vinnur þarna sjálfur þá sleppur þetta alveg til og þarf kanski bara nokkrar lagfæringar til að gera þetta fallegt og nothæft.

Ef að þú tókst pening fyrir að gera þetta, þá myndi ég einfaldlega vilja fá endurgreitt ef að ég hefði borgað fyrir þetta.
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af snaeji »

Það sem fer mest í mig er litasamsetningin. Finnst óþægilegt að horfa á suma hluti þarna og aðrir standa of sterkt útúr.

T.d. rauði liturinn hérna:
Mynd


Annars sem almennur notandi þá sleppur þessi síða alveg.
Skjámynd

Höfundur
Stufsi
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Sun 22. Apr 2012 20:30
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af Stufsi »

zedro skrifaði:Jæja búinn að vera alltof lengi að skoða þetta en hérna eru mínar pælingar á því hvað mætti betur fara. Ekki slæmt miðað við byrjanda :happy
Ég get verið mjög smámunasamur þannig ekki taka það neitt nærri þér, þetta eru jú bara mína persónulegar skoðanir. Vonandi þær hjálpi
þér að fínpússa þetta til.

Forsíða:
  • Borðinn á ekki að skalast, þegar maður er með vafrann í fullri skjástærð (hjá mér 1920x1080) þá verður hann fáránlega stór. Myndi skoða það að vera með uppsetninguna á efninu í miðjunni sem væri c.a. 1000px breidd, borðinn væri fínn í 250-300px hæð. Þá myndi öll uppsetningin miðast við þessa breidd og valstikan væri ekki svona dreifð (í hárri upplausn). Skipuleggja uppsetninguna sem rétthyrning og koma efninu fyrir þar en ekki einsog "V"ið sem það er núna. Það er, því neðar sem þú ferð á síðuna því meira dregst textinn samann.
  • Borðinn: Myndi skoða það að fá betri mynd þegar þar eru færri bílar, jafnvel frá öðru sjónarhorni. Texti í glugga er illlæs. Myndin er ekki slæm en gæti verið betri.
  • Full margir litir fyrir minn smekk, brúnrauður, vínrauður, brúnn, fjólublár svo dark navy blue'ish.
  • Staðsetningin, myndi færa hana niður í upplýsingadálkinn í botninum, hvort það væri með lítilli mynd eða einfaldlega hlekk í staðsetningardálknum.
  • Staðsetningardálkurinn, þyrfti að skoða hvernig hann er að skalast með vefsíðunni.
  • Mætti sleppa "Forsíða" úr valstikunni þar sem Hoflandsetrið vísar á forsíðu.
Matseðill:
  • Hoppar yfir í annað lita þema en á forsíðu. Fær smá ofbirtu í augun ef maður er búinn að vera rýna í forsíðuna að viti. Myndi samríma litaþemað á allri síðunni.
  • Myndi íhuga að setja tommur frekar en stærðir í pizza flokknum.
  • Yfirfara stafsetningu, skinka, ólífur, paprika. Alltaf að fá einhvern til að lesa vel yfir fyrir sig.
  • Kaffi og te, myndi sjálfu hafa þetta undir drykki en maður skilur svosem að fólk vilji smá kaffi með eftirréttum.
  • Drykkir: Myndi leika mér eitthvað með drykkjaflokkinn, þessi skari af endurtekningum er óþarfi. Amk. nota hástafi, þetta eru jú nöfn á drykkjum. Væri hægt að hafa þetta einsog á pizza seðlinum eftir stærðum.
  • Vera með stærðir á hreinu, sumstaðar er 0.3 eða 0.3l, Einstök er ekki einusinni gefið upp stærð.
  • Boltatilboð má orða aðeins betra. Ekki verra að hafa einhverja upplýsingar ef þetta er breytilegt tilboð þá taka það fram, hjálpar við að fá fólk til að mæta þegar það er bolti í gangi.
Starfsfólk:
  • Ég er svoldið á móti því að það sé starfsmannaskrá enda þjónar þessi listi engum tilgang. Væri annað mál ef það væri tengiupplýsingar þarna en svo er ekki. Betri nýting á starfsmannaflipanum væri td. smá kynning á Hofland fjölskyldunni og þjónustu sem væntanlegir viðskiptavinir eigi von á að fá.
  • Myndirnar af starfsfólkinu þarf að yfirfara og samríma (gefið að þessi dálkur sé notaður áfram). Engar partí myndir, grín myndir, fleiri en einn á mynd. Besta dæmið væri prófílmynd tekin við sömu aðstæður með sama birtustig. Gott dæmi er prófílmyndin hjá Jóhann Karli sendli. Svart hvítar prófílmyndir eru einnig oft mjög smekklegar.
Myndir:
  • Er smá á móti þessu, myndi miklu frekar íhuga það að tvinna myndir inní fræðslu um staðinn.
  • Íhuga að ljósmynda staðinn uppá nýtt með víðlinsu.
  • Hafa myndir stækkanlegri, það er, búa til smámyndir og vísa í stærri útgáfu. Matamyndin td. vísar beint í 400kb mynd, sem er jafn mikið og allar hinar til samans. Síðan er stærri en hún þarf að vera og lengri að hlaðast á snjalltækjum.
Enska:
  • Breiðamörk vitlaust stafsett og símanúmeradálk vantar í Contact flipann.
  • Deep fried onions og onion rings eru ekki það sama.
Kv. Z :happy

Mjög góðir punktar og mun þetta pottþétt hjálpa mér með lagfæringar ;)
En er með nokkrar spurningar og athugasemdir á punktana þína. Annars þakka þér fyrir að leggja tíma í það að skoða vefinn ;)

Forsíða:
  • Ertu þá að meina að hafa fixed-width á borðanum, svo hann stækki ekki of mikið þegar verið er að nota stærri skjá?
  • Er að skoða það, ég er að hugsa um að taka panaroma mynd að innanverðu staðarins.
  • Skoða litina
  • Það er staðsetning okkar í upplýsingadálkinum en þú ert kannski að meina að hafa kort þar ?
  • Ertu þá að tala um staðsetningardálkinn með kortinu?
  • Alveg rétt hjá þér, hendi því út ;)
Matseðill:
Skoða hann, allt mjög valid punktar.

Starfsfólk:
Ég hef verið svoldið að pæla akkurat í þessu hvort það þjóni einhverjum tilgang, sá þetta gert á einhverri vefsíðu og ákvað að prufa en finnst þetta akkurat ekkert svo sniðugt núna eftir á. Trúlega eins og þú bendir á þá er sniðugt að hafa svona kynningu á fjölskyldunni og kannski sögu staðarins e.t.v. - Skoða þetta ;)

Myndir:
  • Ég tók bara nokkrar myndir af facebook síðu staðarins og setti inn, en það má skoða það að hafa þetta sem einskonar fræðslu um t.d. matargerðina að einhverju leyti og fleirra.
  • hef ekki mikla trú á að það verði gert, að minnstakosti ekki af fagmanni þar sem þetta er jú það lítill staður og veit ekki hvort eigandinn vilji leggja kostnað í það.
  • Ætla mér að setja upp fancybox eða eithvað í þá áttina akkurat til þess að gera það sem þú ert að tala um. ;)
Enska:
Laga þetta ;)
beatmaster skrifaði:Ef að þú ert að gera þetta sem greiða fyrir fólkið eða vinnur þarna sjálfur þá sleppur þetta alveg til og þarf kanski bara nokkrar lagfæringar til að gera þetta fallegt og nothæft.

Ef að þú tókst pening fyrir að gera þetta, þá myndi ég einfaldlega vilja fá endurgreitt ef að ég hefði borgað fyrir þetta.
Gerði þetta sem greiða fyrir þau og vinn þarna sjálfur einnig ;) svo nei ég tók ekki pening fyrir þetta. Ef ég hefði tekið pening fyrir þetta hefði væntanlega farið mun meiri vinna í þetta. Ég er ekki alveg tilbúin í að fórna mikið meira af mínum frítíma ókeypis. ;)
snaeji skrifaði:Það sem fer mest í mig er litasamsetningin. Finnst óþægilegt að horfa á suma hluti þarna og aðrir standa of sterkt útúr.

T.d. rauði liturinn hérna:
Mynd


Annars sem almennur notandi þá sleppur þessi síða alveg.

Skoða þetta
Borðtölva --> CoolerMaster Silencio 550 | Asus P8Z77-V LX | I5 3330 3.0 ghz | Geil 8GB vinnsluminni 1600 MHZ | PNY 660 GTX 2gb | Coolermaster 212 EVO | 600W corsair |
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af zedro »

Hérna eru smá pælingar sett upp í M$ Paint, nenni ekki að redda Photoshop :P

Tók eftir því að ég gleymdi að setja inn að það væri einnig hægt að setja inn hlekk "Sjá á korti" einhverstaðar í kringum heimilisfangið.
hoflandsetrid.png
hoflandsetrid.png (1.11 MiB) Skoðað 1908 sinnum
Stufsi skrifaði:Gerði þetta sem greiða fyrir þau og vinn þarna sjálfur einnig ;) svo nei ég tók ekki pening fyrir þetta. Ef ég hefði tekið pening fyrir þetta hefði væntanlega farið mun meiri vinna í þetta. Ég er ekki alveg tilbúin í að fórna mikið meira af mínum frítíma ókeypis. ;)
Aldrei að gera hluti ókeypis, það er vinna sem fer á bak við þetta. Þótt það séu bara nokkrir yfirvinnutímar td. 10-15tíma, enda fór eflaust meira en það að púsla þessu öllu saman. Ekki skal gleyma að það er ekki gefins að kaupa sér vefsíðu.

PS. Núna er ég orðinn svangur, hvað er best á matseðlinum þarna?
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

Höfundur
Stufsi
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Sun 22. Apr 2012 20:30
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af Stufsi »

Takk fyrir ábendingar skoða þetta. Myndin sem ég er með þarna af fólkinu að borða er mynd sem eigandinn sendi mér en ég hef spáð í annari mynd líka og er það þessi hér: http://i.imgur.com/Fb5FvOZ.jpg eða kannski þessa: http://i.imgur.com/yBH1h7j.jpg

Greiðsla á vefnum er ekki endanlega horfin af boðstólnum. Linda, eigandinn, er buin að spyrja mig hvað ég tæki fyrir vefinn en ég hef ekki alveg ákveðið mig.

Persónulega finnst mér 12. Supreme - sveppir, skínka og ananas og svo 26. KB vera með bestu pizzunum þarna, hef ekki enþá smakkað nautið en það virðist girnilegt þegar verið er að elda það - s.s. Grillaður nautavöðvi.
Borðtölva --> CoolerMaster Silencio 550 | Asus P8Z77-V LX | I5 3330 3.0 ghz | Geil 8GB vinnsluminni 1600 MHZ | PNY 660 GTX 2gb | Coolermaster 212 EVO | 600W corsair |
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD
Skjámynd

Höfundur
Stufsi
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Sun 22. Apr 2012 20:30
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af Stufsi »

Ákvað að prufa aðeins nýa litasamsetningu á vefnum og breyti stærðar hlutföllum s.s. hafði fixed width á t.d. myndinni og svona til þess að þetta kæmi betur út í stærri skjám.

http://test.hoflandsetrid.is/

Mér persónulega finnst þetta koma betur út þ.e.a.s. núna er t.d. ekki svona mikil breyting þegar þú ferð frá forsíðu og yfir á aðra síðu o.s.frv.
Borðtölva --> CoolerMaster Silencio 550 | Asus P8Z77-V LX | I5 3330 3.0 ghz | Geil 8GB vinnsluminni 1600 MHZ | PNY 660 GTX 2gb | Coolermaster 212 EVO | 600W corsair |
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af HalistaX »

''31. Djúsí steikarsamloka 2100
Sveppir, icebergsalat, tómatar, bernaisesósa''

Mér finnst vanta kjötið/steikina á þennan lista.
Hljómar svona eins og mest disappointing grænmetissamloka með Bernaise EVER.


''Heimsendingartilboð 3390
16" með 2 áleggstegundum, 2" hvítlauksbrauð og 2l kók''
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

Höfundur
Stufsi
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Sun 22. Apr 2012 20:30
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af Stufsi »

HalistaX skrifaði:''31. Djúsí steikarsamloka 2100
Sveppir, icebergsalat, tómatar, bernaisesósa''

Mér finnst vanta kjötið/steikina á þennan lista.
Hljómar svona eins og mest disappointing grænmetissamloka með Bernaise EVER.


''Heimsendingartilboð 3390
16" með 2 áleggstegundum, 2" hvítlauksbrauð og 2l kók''
Lagað ;)
Borðtölva --> CoolerMaster Silencio 550 | Asus P8Z77-V LX | I5 3330 3.0 ghz | Geil 8GB vinnsluminni 1600 MHZ | PNY 660 GTX 2gb | Coolermaster 212 EVO | 600W corsair |
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af beatmaster »

Bestu pizzur á Íslandi punktur!
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Mín fyrsta vefsíða - Álit

Póstur af linenoise »

Fyrsta sem ég hugsaði: Arial everywhere.

Annars allt sem zedro sagði. Og þó þetta sé ekki mjög professional þá er þetta samt skárra en margar vefsíður fyrir veitingastaði.
Svara