STEF að ná nýjum botni?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Svara
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

STEF að ná nýjum botni?

Póstur af GuðjónR »

Ég rakst á þessa frétt í DV sem segir að STEF vilji að grunn og framhaldsskólar borgi stefgjöld af uppákomum þar sem söngleikir eru settir upp.
Nú á ég bæði börn í grunnskóla og leikskóla og annað slagið eru börnin með árshátíðir eða uppákomur þar sem foreldrum er boðið að koma og horfa á. Þetta er í flestum tilfellum gjaldfrjálst nema einhver bekkurinn sé að safna sér fyrir útskriftarferð þá er kannski rukkað smá klink per haus.

Og svo segir í fréttinni
„Erlendur aðili hafði nýlega samband við okkur vegna þess að hann hafði séð að það var verið að setja upp söngleik hér á landi án leyfis.
Það er MJÖG LÍKLEGT að útlendingar séu að fylgjast með viðburðum íslenskum leik/grunnskólum....eða þannig.
http://www.dv.is/frettir/2015/4/17/telu ... kki-betur/
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af Pandemic »

Framhaldsskólar borga stefgjöld af söngleikjum. Það var allavegana gert þegar ég var í Verzló.
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af nidur »

Já eru ekki skólar að borga stefgjöld svipað og húsfélög með sameiginlegt sjónvarpskerfi.

Þeir vilja bara láta sækja um leyfi, veit ekki.
Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af vesley »

Virðist vera talað um að þetta sé söngleikur sem var settur upp hjá framhaldsskóla og eru seldir miðar gegn gjaldi á þær sýningar og aflað tekna, og sé ég ekki vandamál að tekið sé einhvað gjald fyrir það að nota uppsetningu ákveðins söngleiks eins og yfirleitt er gert.

Ætli grunnskólar séu svo ekki að borga fasta reikninga til Stef fyrir notkun tónlistar og tilheyrandi ? Örugglega ekki algengt að það séu settir upp flóknir og langir söngleikir í grunnskólum landsins.
massabon.is

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af wicket »

Hér er væntanlega verið að tala um þegar að skólar og nemendafélög eru að setja upp stærri söngleiki eins og Nemendamótssýning Verzló og árshátíðarsýningar menntaskóla.

Oft er um að ræða frumsamdar sýningar af innlendum aðilum en oft er verið að setja upp Grease, Jesus Christ Superstar, Rocky Horror Picture Show, Tommy, Cats og álíka dót.

Að setja upp slíka sýningu er auðvitað leyfisskylt og greiða þarf fyrir að setja slíka sýning upp. Skiptir þá engu hvort um er að ræða áhugamannaleikhús, Borgarleikhúsið eða nemendafélag.

Sé ekkert að þessu, algjörlega eðlilegt.
Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 371
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af kunglao »

alltaf vill ríkið taka pening af okkur. SKAMM
Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af Sallarólegur »

Reglur eru reglur. Ef menn eru ósammála þeim þá á að breyta reglunum, þarna er ekki við STEF að sakast held ég.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

jólnir
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Sun 29. Mar 2015 21:47
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af jólnir »

Það er nú bara sjálfsagt mál að þeir sem á einhvern hátt hafa tekjur af verkum annara greiði upphaflegum höfundum eitthvert gjald.
Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1025
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af Nördaklessa »

Held að það sé bara eitt lægra en þetta og það er að vera rukkaður fyrir að blístra uppáhalds lag
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af hagur »

kunglao skrifaði:alltaf vill ríkið taka pening af okkur. SKAMM
STEF != Ríkið
Skjámynd

kunglao
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 371
Skráði sig: Fös 02. Jan 2015 00:20
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af kunglao »

jamm
Is it aught or is it God ? No its just me who did a MOD
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: STEF að ná nýjum botni?

Póstur af chaplin »

Mér finnst það eðlilegt að þeir sem eiga réttindin á leiklist fái greitt fyrir það ef verk þeirra eru notuð (þótt það væri líklegast hægt að gera undantekningar) en ég vill þá líka að peningurinn skili sér til réttra aðila.

Það sem mér finnst afleitt er að borga stef gjöld á geisladiskum því ég gæti ætlað skrifa lög/þætti/kvikmyndir á diskinn.

Finnst þetta eins og Spölur myndu rukka þá sem eiga bíla fyrir notkun á Hvalfjarðargöngunum því þeir gætu keyrt í gögnum göngin.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Svara