Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Svara

Höfundur
breaker
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Lau 11. Apr 2015 17:19
Staða: Ótengdur

Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af breaker »

Sælir. Ég er búinn að gjörsamlega fara í gegnum allar síður sem selja sjónvarp síðustu vikur, og ég kemst hreinlega ekki að niðurstöðu.

Er eitthvað sjónvarp sem stendur uppúr ?
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af audiophile »

Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af GuðjónR »

Af hverju þetta??
Ég átti von á þessum link frá þér:
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... 505XXE.ecp
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af audiophile »

GuðjónR skrifaði:
Af hverju þetta??
Ég átti von á þessum link frá þér:
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... 505XXE.ecp
Já þetta er auðvitað best í heimi, en ég tók nú aðeins tillit til 150-160þ budget sem hann er með :japsmile
Have spacesuit. Will travel.

tar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 29. Mar 2012 20:59
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af tar »

Ég mæli með þessu (UE48H6400):
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=977

Ég þekki fólk sem keypti þetta tæki hjá Start. Það þurfti reyndar að bíða aðeins lengur en stendur þarna á síðunni, en það skilaði sér á endanum og er frábært tæki fyrir 160þús.

Þetta er aðeins betra en UE48H6275XXE sem hefur verið linkað á í þessum þræði og kostar það sama. Á móti kemur að það er til á lager hjá Elko og því þarf ekkert að bíða.

Ég er nokkurn veginn viss um að tækið sem Start selur sé það sama og þetta (Ormsson á það sennilega á lager):
http://ormsson.is/vorur/7110/

P.S.
Hvað er annars með þetta XXE alltaf í vörunúmerunum hjá Elko?
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af audiophile »

Aukastafirnir í vörunúmerum hafa með markaðssvæði að gera. Vörunúmerin í tækjum Elko eru fyrir meðal annars Skandinavíu og einhver önnur svæði ef ég man rétt. Þetta eru allt sömu tækin, bara mismunandi tungumál í boði í valmynd og þjónustur í Smart TV höbbnum.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af lukkuláki »

breaker skrifaði:Sælir. Ég er búinn að gjörsamlega fara í gegnum allar síður sem selja sjónvarp síðustu vikur, og ég kemst hreinlega ekki að niðurstöðu.

Er eitthvað sjónvarp sem stendur uppúr ?
Stóra spurningin er í hvað ertu að fara að nota það?
Ertu bara að fara að nota það til að horfa á myndir í gegn um afruglarann og dvd spilarann eða ertu að fara að nota öppin sem eru í snjallsjónvörpum og alla þá fídusa sem snjallsnjónvörp bjóða upp á? Hefurðu eitthvað að gera með 3D? Viltu sleppa "ódýrt"? :)

Ég fékk mér þetta um daginn vegna þess að ég hef ekkert með betra sjónvarp að gera ég horfi nánast ekkert á sjónvarp það er aðallega konan sem gerir það og hún mun aldrei nota snjall-eiginleikana.
Frábært að fá þessa stærð á þessu verði en auðvitað skiptir líka máli hvað þú ert að horfa á það í mikilli fjarlægð.
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... etail=true
Philips.JPG
Philips.JPG (79.18 KiB) Skoðað 1137 sinnum
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Predator
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af Predator »

Held að þú gerir ekki mikið betur en þetta hérna fyrir peninginn: http://sm.is/product/50-plasma-fhd-600hz-sjonvarp

Er reyndar plasmi svo ef þú ert í miklli birtu getur glampað talsvert á hann en annars færðu sennilega ekki betri mynd og liti fyrir peninginn.
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H
Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af hjalti8 »

ekki vitlaust að skoða líka þetta sony tæki en það er með nkl sama panel og samsung tækin hér að ofan en 25k ódýrara, downside er að þetta er ekki 3d tæki en ég held að flestum sé slett sama um það..
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af svanur08 »

hjalti8 þú og orðið "panel" hehe :D
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af hjalti8 »

svanur08 skrifaði:hjalti8 þú og orðið "panel" hehe :D
heh já :megasmile enda stærsti parturinn í tækinu og segir mest til um myndgæðin :happy
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af audiophile »

hjalti8 skrifaði:ekki vitlaust að skoða líka þetta sony tæki en það er með nkl sama panel og samsung tækin hér að ofan en 25k ódýrara, downside er að þetta er ekki 3d tæki en ég held að flestum sé slett sama um það..
Ekki alveg sami panell að því leiti að hann er 50hz og sjáanlegri hnökrar í hreyfingum, en litir, skerpa og blacklevel er alveg í topp. Frábært tæki fyrir peninginn. Einnig mælist þetta með rosalega lágt input latency sem hentar Playstation/Xbox spilun afar vel.
Have spacesuit. Will travel.

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af machinefart »

audiophile skrifaði:
hjalti8 skrifaði:ekki vitlaust að skoða líka þetta sony tæki en það er með nkl sama panel og samsung tækin hér að ofan en 25k ódýrara, downside er að þetta er ekki 3d tæki en ég held að flestum sé slett sama um það..
Ekki alveg sami panell að því leiti að hann er 50hz og sjáanlegri hnökrar í hreyfingum, en litir, skerpa og blacklevel er alveg í topp. Frábært tæki fyrir peninginn. Einnig mælist þetta með rosalega lágt input latency sem hentar Playstation/Xbox spilun afar vel.
hvernig sérðu það? ég finn hvergi neinar upplýsingar um refresh rate á þessu sjónvarpi annað en 200 rið.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af Klemmi »

Predator skrifaði:Held að þú gerir ekki mikið betur en þetta hérna fyrir peninginn: http://sm.is/product/50-plasma-fhd-600hz-sjonvarp

Er reyndar plasmi svo ef þú ert í miklli birtu getur glampað talsvert á hann en annars færðu sennilega ekki betri mynd og liti fyrir peninginn.
Verð að taka undir með þessum. Er nýbúinn að skoða markaðinn og endaði á að taka þetta tæki, langaði í 50" en var ekki tilbúinn til að henda of miklum peningum í það. Eftir að hafa skoðað fyrst allt sem var í boði á netinu og umsagnir um álitleg tæki að þá fór ég í Sjónvarpsmiðstöðina og Elko. Ég var að mestu búinn að ákveða að skoða fyrrnefnt plasma tæki og svo þetta, sem kostaði þá reyndar 10 eða 15þús krónum minna, eftir það var engin spurning um að hoppa á plasmatækið.
Ástæðan var í raun einföld, miðað við sýningartækið hjá Elko var svakalegt hökt í myndinni, sem var ekki sjónvörpunum hliðiná því. Líklega er það því rauntíðnin í tækinu er 50Hz, og getur vel verið að myndbandið hafi verið þess eðlis að það hentaði mjög illa fyrir þetta sjónvarp, en allavega gat ég eftir þetta algjörlega afskrifað það.

Ég er ekki að reyna að dissa þann sem benti á þetta tæki hér fyrir ofan, enda leyst mér mjög vel á það áður en ég fór og skoðaði, en því miður varð ég fyrir vonbrigðum með það þegar ég fékk að sjá það "in-action".

Annars má nefna að þetta er líklega einn síðasti sénsinn til að næla sér í plasma, þar sem þau virðast vera á leiðinni útaf markaðnum. Kostir plasma eru að sjónsviðið í þeim er mikið betra en í öðrum skjám, þar sem það skiptir litlu eða engu máli frá hvaða sjónarhorni þú horfir á sjónvarpið, myndin dekkist hvorki né breytist.

Ókostir eru þó að þau draga meira rafmagn og þar með hitna meira, auk þess sem það er möguleiki á að myndin brenni í það, ef það er sama mynd lengi á skjánum. Ég á þó annað 5 ára plasma tæki frá LG sem hefur ekkert sérstaklega verið passað upp á, en hefur allavega ekki enn orðið fyrir neinum skemmdum varðandi það, enda er yfirleitt talað um að það sé mesta hættan á fyrstu 200-300 tímunum.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Vantar sjónvarp fyrir 150-160 max

Póstur af svanur08 »

Ég læt mitt Plasma duga þangað til OLED kemur almennilega á markað, en plasma er með mun betri mynd en LCD/LED að mínu mati.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Svara