Val á sjónvarpi

Svara

Höfundur
SvavarBerg
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 26. Mar 2015 17:06
Staða: Ótengdur

Val á sjónvarpi

Póstur af SvavarBerg »

Ég þarf smá aðstoð, tengdó báðu mig um að finna fyrir sig nýtt sjónvarp og var að spá hvort 4k sjónvörp væru málið í dag? Það vilja kringum 46-48 tommur.
Ég var að spá í þessu fyrir þau:http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... 505XXE.ecp
Eða þetta http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... etail=true

En hverju mælið þið með? (sjónvarpið verður keypt í noregi)
Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af hjalti8 »

4k upplausn er aljgörlega wasted á 48" tæki nema þá að þú horfir á tækið í mjög lítilli fjarlægð(nánast monitor fjarlægð).
Frekar tæki ég stærra 1080p tæki eins og þetta.

Ef 48" er algjört max þá er þetta sony tæki með mjög góðan panel og nokkuð ódýrt.
Ef þetta sony tæki fæst ekki í noregi þá eru sambærileg tæki frá Samsung h6200/h6300/h6400...

Eitt sem er líka ágætt að hafa í huga er að þessi 4k tæki frá samsung hafa að jafnaði lélegri contrast(1:2000 vs 1:3500) en 1080p tækin frá þeim.

Höfundur
SvavarBerg
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 26. Mar 2015 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af SvavarBerg »

Þannig að það er algjört waste að fá sér þetta 4k tæki? Tækið yrði í 1,5-2 metra fjarlægð

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af Tbot »

Þetta er ekki rétt hjá hjalti8,
er með 48" Panasonic 4K tæki og það er ótrúlega skýrt. og er einmitt í 2m fjarlægð þegar horft er á það.

Það sem flestir eru að klikka á er að HD útsending á Íslandi er bara 720 punkta en ekki 1080. Þetta veldur því að 4K tækin þurfa að búa til mikið magn punkta.
En ég er svo heppinn að vera með disk þannig að öll HD útsending sem ég næ er í 1080 og þá er myndin ótrulega flott.

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af bigggan »

Ekki fá sér 4k núna. það eru mörg vandamál sem þarf að leysa fyrst td höfundaretti með HDMI og það er mjög litið af 4k i boði. mundi kaupa mér gott Full HD núna istaðin fyrir leleg 4k sjónvarp.

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af machinefart »

Myndin er samt væntanlega ekkert betri en bara 1080 sjónvarp... getur ekki búið eitthvað til sem er ekki til staðar.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af vesley »

Tbot skrifaði:Þetta er ekki rétt hjá hjalti8,
er með 48" Panasonic 4K tæki og það er ótrúlega skýrt. og er einmitt í 2m fjarlægð þegar horft er á það.

Það sem flestir eru að klikka á er að HD útsending á Íslandi er bara 720 punkta en ekki 1080. Þetta veldur því að 4K tækin þurfa að búa til mikið magn punkta.
En ég er svo heppinn að vera með disk þannig að öll HD útsending sem ég næ er í 1080 og þá er myndin ótrulega flott.

Talar um að þetta sé ekki rétt og bendir á 1080p útsendingu sem þú ert að nota fyrir 4K sjónvarpið þitt ? :lol:

Sé ekki hvernig munurinn ætti að vera ef upplausnin á útsendingunni er sú sama fyrir sjónvörpin.
massabon.is

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af Tbot »

vesley skrifaði:
Tbot skrifaði:Þetta er ekki rétt hjá hjalti8,
er með 48" Panasonic 4K tæki og það er ótrúlega skýrt. og er einmitt í 2m fjarlægð þegar horft er á það.

Það sem flestir eru að klikka á er að HD útsending á Íslandi er bara 720 punkta en ekki 1080. Þetta veldur því að 4K tækin þurfa að búa til mikið magn punkta.
En ég er svo heppinn að vera með disk þannig að öll HD útsending sem ég næ er í 1080 og þá er myndin ótrulega flott.

Talar um að þetta sé ekki rétt og bendir á 1080p útsendingu sem þú ert að nota fyrir 4K sjónvarpið þitt ? :lol:

Sé ekki hvernig munurinn ætti að vera ef upplausnin á útsendingunni er sú sama fyrir sjónvörpin.

Þú ert kominn með fleiri punkta (punktaupplausn) á sama flöt sem þéttir myndina og eykur þar með skerpuna.

Þó er smá hængur á þessu:

Eftir því sem þú þarft að búa til meira af punktum þarf vélbúnaðurinn að vera öflugi til að geta ráðið við snöggar hreyfingar á myndavélinni.
Gott dæmi er útsending frá fótboltaleik. Þegar ég var að skoða gripinn í verslun(720punkta) þá átti myndin það til að frjósa augnablik og ekki halda skerpunni.
Hef aldrei haft þetta vandamál tengdur við diskinn(1080punkta).

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af machinefart »

Fleiri punkta? Mér er alveg sama, sourcinn þinn var bara með 1/4 af þeim. Sjónvarpið er að geta sér til um hina punktana, eða hreinlega setja sama punktinn fjórum sinnum. Þetta er í mesta lagi eitthvað smoothing sem þú færð þarna. Þetta er alveg jafn fáránlegt og að uppskala 128kbps mp3 lag í FLAC og telja sig vera með eitthvað betra í höndunum eftir það. Eða það er það allavega fyrir mér - ef sourcinn þinn er ekki að fara að vera 4k, þá þarftu ekki 4k.

Þegar það kemur að hljóð og myndgæðum er auðvelt að sökkva miklu fé í betri græju og oftar en ekki er sterkur bias til að validera kaup sín. Ætla nú ekkert að vera leiðinlegur en er það sennilega bara án þess að reyna en mér finnst það að réttlæta kaup á 4k sjónvarpi með því að 2k efni líti svo vel út uppskalað vera virkilega þunnt og líklega dæmi um expectational bias. Ég er ekki einu sinni viss um að 2 sambærileg sjónvörp að spila 1080 source, annað 2k og hitt 4k með uppskölun að þú gætir einu sinni bent með vissu á annað og sagt að það væri 4k sjónvarpið en ekki hitt þegar þú ert kominn í þetta 2 metrar frá 48 tommu sjónvarpi. Hef reyndar ekki hugmynd um það en segi bara svona - ég held líka að þú sért að bera glænýtt tæki við gamalt sjónvarpstæki og gefa því of mikið credit fyrir að vera 4k.

TL;DR ég held ýmislegt en veit ekkert

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af Tbot »

machinefart skrifaði:Fleiri punkta? Mér er alveg sama, sourcinn þinn var bara með 1/4 af þeim. Sjónvarpið er að geta sér til um hina punktana, eða hreinlega setja sama punktinn fjórum sinnum. Þetta er í mesta lagi eitthvað smoothing sem þú færð þarna. Þetta er alveg jafn fáránlegt og að uppskala 128kbps mp3 lag í FLAC og telja sig vera með eitthvað betra í höndunum eftir það. Eða það er það allavega fyrir mér - ef sourcinn þinn er ekki að fara að vera 4k, þá þarftu ekki 4k.

Þegar það kemur að hljóð og myndgæðum er auðvelt að sökkva miklu fé í betri græju og oftar en ekki er sterkur bias til að validera kaup sín. Ætla nú ekkert að vera leiðinlegur en er það sennilega bara án þess að reyna en mér finnst það að réttlæta kaup á 4k sjónvarpi með því að 2k efni líti svo vel út uppskalað vera virkilega þunnt og líklega dæmi um expectational bias. Ég er ekki einu sinni viss um að 2 sambærileg sjónvörp að spila 1080 source, annað 2k og hitt 4k með uppskölun að þú gætir einu sinni bent með vissu á annað og sagt að það væri 4k sjónvarpið en ekki hitt þegar þú ert kominn í þetta 2 metrar frá 48 tommu sjónvarpi. Hef reyndar ekki hugmynd um það en segi bara svona - ég held líka að þú sért að bera glænýtt tæki við gamalt sjónvarpstæki og gefa því of mikið credit fyrir að vera 4k.

TL;DR ég held ýmislegt en veit ekkert
Það sem ég hef fyrir mér er að nýja tækið kom í staðinn fyrir annað Panasonic tæki (42") og hef þar með beinan samanburð.
Lét mér duga að bíða eftir að gripurinn kom á tilboð. Þannig að ég þurfti ekkert að réttlæta neitt.
Þegar ég var að bera nokkur saman í versluninni sást munur á myndgæðum.
Það er alveg rétt tækið er að uppskala myndina, því punktafjöldinn í FHD er 2 milljónir en í 4K er hann orðinn 8 milljónir. Getur sjálfur reiknað hver hann er í 720.

Svona til að benda á smá til að gera þetta enn skemmtilegra, hvers vegna eru menn að taka tölvuskjái sem eru 144 rið þegar 60 duga.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af Tbot »

Svona til að svara upphafsinnleggi, þá er yfirleitt best að fara og skoða tækin í búðinni og fá þá smá hugmynd.
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af svanur08 »

Tbot skrifaði:Þetta er ekki rétt hjá hjalti8,
er með 48" Panasonic 4K tæki og það er ótrúlega skýrt. og er einmitt í 2m fjarlægð þegar horft er á það.

Það sem flestir eru að klikka á er að HD útsending á Íslandi er bara 720 punkta en ekki 1080. Þetta veldur því að 4K tækin þurfa að búa til mikið magn punkta.
En ég er svo heppinn að vera með disk þannig að öll HD útsending sem ég næ er í 1080 og þá er myndin ótrulega flott.
Er þetta ekki rétt? Hvernig veistu það, þú ert ekki með efni í 4K til að sjá það. Það er ekki til nein mynd í 4K ennþá.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af svanur08 »

svanur08 skrifaði:
Tbot skrifaði:Þetta er ekki rétt hjá hjalti8,
er með 48" Panasonic 4K tæki og það er ótrúlega skýrt. og er einmitt í 2m fjarlægð þegar horft er á það.

Það sem flestir eru að klikka á er að HD útsending á Íslandi er bara 720 punkta en ekki 1080. Þetta veldur því að 4K tækin þurfa að búa til mikið magn punkta.
En ég er svo heppinn að vera með disk þannig að öll HD útsending sem ég næ er í 1080 og þá er myndin ótrulega flott.
Er þetta ekki rétt? Hvernig veistu það, þú ert ekki með efni í 4K til að sjá það. Það er ekki til nein mynd í 4K ennþá.
Getur séð þetta hér ---> http://www.rtings.com/info/television-s ... lationship
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af Tbot »

svanur08 skrifaði:
Tbot skrifaði:Þetta er ekki rétt hjá hjalti8,
er með 48" Panasonic 4K tæki og það er ótrúlega skýrt. og er einmitt í 2m fjarlægð þegar horft er á það.

Það sem flestir eru að klikka á er að HD útsending á Íslandi er bara 720 punkta en ekki 1080. Þetta veldur því að 4K tækin þurfa að búa til mikið magn punkta.
En ég er svo heppinn að vera með disk þannig að öll HD útsending sem ég næ er í 1080 og þá er myndin ótrulega flott.
Er þetta ekki rétt? Hvernig veistu það, þú ert ekki með efni í 4K til að sjá það. Það er ekki til nein mynd í 4K ennþá.

Ég bar þau saman með 1080 upplausninni og þar sást munur.

Svona til að benda þér á einn einfaldan hlut, þá byrjaði netflix að streyma 4K efni í apríl 2014 (að vísu bara "house of cards" í byrjun).

Einnig hafa núna dyrari myndavélar möguleika á 4K videó upptöku og þetta eru margar síður að nota til þess að sýna muninn á milli tækja og upplausna.

http://www.digitaltrends.com/home-theat ... yes-video/
http://www.extremetech.com/extreme/1742 ... same-thing

http://4k.com/camera/

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af machinefart »

Þú ert ítrekað að ganga út frá því að uppskalað efni sé að einhverju leiti sambærilegt source 4k efni. Ég sagði aldrei að þú sæjir ekki mun á source 4k efni, ég sagði að það myndi ekki breyta neinu í uppsköluðu efni. Auðvitað gildir to each his own, ég læt sennilega skynsemina ráða - enda sit ég 4 metra frá mínu sjónvarpi, þarf framar öllu bara stærra sjónvarp. Varist einnig að gera samanburð í búðum þar sem þið standið meter frá sjónvarpinu, það er ekki sambærilegt því að vera í stofunni. Auðvitað er ekkert issue að vera með of gott sjónvarp - ef það er raunverulega betri panill (með betra contrast ratio litum etc) og nóg er til af peningum.
At the end of the day, Ultra HD is noticeably more detailed than 1080p HD, even when viewing compressed Netflix content. We anticipate the difference being much more stark when 4K Blu-ray comes available. We also found that 60-inches is about as small a screen as you’ll want to go with 4K, as anything smaller from a typical viewing distance has a much lower payoff. Conversely, the bigger the screen the more obvious the improvement in resolution is.
Þetta kemur nú úr því sem þú sendir... Erum í 48 tommunum hér, langt undir þessum 60
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af GuðjónR »

machinefart skrifaði:Þú ert ítrekað að ganga út frá því að uppskalað efni sé að einhverju leiti sambærilegt source 4k efni. Ég sagði aldrei að þú sæjir ekki mun á source 4k efni, ég sagði að það myndi ekki breyta neinu í uppsköluðu efni. Auðvitað gildir to each his own, ég læt sennilega skynsemina ráða - enda sit ég 4 metra frá mínu sjónvarpi, þarf framar öllu bara stærra sjónvarp. Varist einnig að gera samanburð í búðum þar sem þið standið meter frá sjónvarpinu, það er ekki sambærilegt því að vera í stofunni. Auðvitað er ekkert issue að vera með of gott sjónvarp - ef það er raunverulega betri panill (með betra contrast ratio litum etc) og nóg er til af peningum.
Ég sit líka í 4 metra fjarlægð með mitt "litla" 42" sjónvarp, ef ég væri að uppæra núna þá yrði það lágmark 65" og þá stæði hugsanlega valið á milli þessara tækja:
1080 á 390k
eða
3804 á 499k
Fyrir mig sem endurnýjar sjónvarpið að meðaltali á 10 ára fresti þá er það no-brainer að borga 110k meira og vera "future-proof" með 4k tæki.
Annars eru 2015 modelin að detta inn bráðum og þess vegna sniðugt að bíða og sjá hvað kemur, 65"+ OLED 4k væri toppurinn auðvitað, en þetta bogna drasl myndi ég ekki vilja þó það færi á 70% afslátt.

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af machinefart »

Já, þetta er áhugavert, jú "future proofing" er að sjálfsögðu eitthvað sem kemur alltaf upp - myndi persónulega ráðleggja þér að uppfæra aðeins oftar og kaupa ódýrara tæki, þá ertu bara einfaldlega stærri hluta af tímanum með mjög næs græju vs geðveika græju í stuttan tíma.

Það sem stendur í vegi fyrir að ég geti selst á future proofing argumentið er það að ef ég sé ekki muninn, þá þarf ég ekki fídusinn. Hvorki núna né eftir 10 ár - er nefnilega ekki viss um að skynfærin verið mikið uppfærð á næstu 10 árum. En ég ætla hinsvegar að viðurkenna það að þarna gæti mér actually alveg skjátlast :D (jafnvel maður ætti bara að vona það).

Blu-ray í dag styður upplausnir alveg niður í 480p þannig ég hef ekki áhyggjur af því að missa af neinu með mín 1080p. Bæti þó við að ég uppfæri á 5 ára fresti og horfi í 150-300 þúsundin.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af GuðjónR »

machinefart skrifaði:Já, þetta er áhugavert, jú "future proofing" er að sjálfsögðu eitthvað sem kemur alltaf upp - myndi persónulega ráðleggja þér að uppfæra aðeins oftar og kaupa ódýrara tæki, þá ertu bara einfaldlega stærri hluta af tímanum með mjög næs græju vs geðveika græju í stuttan tíma.

Það sem stendur í vegi fyrir að ég geti selst á future proofing argumentið er það að ef ég sé ekki muninn, þá þarf ég ekki fídusinn. Hvorki núna né eftir 10 ár - er nefnilega ekki viss um að skynfærin verið mikið uppfærð á næstu 10 árum. En ég ætla hinsvegar að viðurkenna það að þarna gæti mér actually alveg skjátlast :D (jafnvel maður ætti bara að vona það).

Blu-ray í dag styður upplausnir alveg niður í 480p þannig ég hef ekki áhyggjur af því að missa af neinu með mín 1080p. Bæti þó við að ég uppfæri á 5 ára fresti og horfi í 150-300 þúsundin.
Góðir punktar hjá þér, sjálfsagt sniðugra að setja markið aðeins lægra og uppfæra oftar. Sama lögmál og þegar maður uppfærir tölvubúnaðinn.
Líklega er maður ennþá með gamalt 42" sjónvarp af því að þetta er hugsunarhátturinn. :)
Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af hjalti8 »

SvavarBerg skrifaði:Þannig að það er algjört waste að fá sér þetta 4k tæki? Tækið yrði í 1,5-2 metra fjarlægð
Í 1,5 metrum ertu líklega farinn að sjá ágætis mun á 48" tæki. Í 2 metrum er munurinn hins vegar orðinn það lítill að 4k tæki er ekki worth it imo, sérstaklega ekki þegar það hefur neikvæð áhrif á myndgæði(í þínu tilviki hefur það áhrif á contrast).

Höfundur
SvavarBerg
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 26. Mar 2015 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af SvavarBerg »

Mæliði þá með e-u sérstökum sjónvörpum? Allar hugmyndir væru vel þegnar :)
Skjámynd

hjalti8
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:03
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á sjónvarpi

Póstur af hjalti8 »

SvavarBerg skrifaði:Mæliði þá með e-u sérstökum sjónvörpum? Allar hugmyndir væru vel þegnar :)
öll 1080p samsung tæki úr h6000 línunni eða h7000 línunni eru mjög góð. Þau ættu öll að hafa mjög svipaða panela(nota flest öll sama panelinn) en mismunandi fídusa. Einnig er þetta sony tæki sem ég benti þér á hér að ofan með mjög góðan panel frá samsung og ætti að vera sambærilegt við h6000 línuna frá samsung en er heldur ódýrara(amk í elko á íslandi).

sem dæmi tók rtings.com macro myndir af þessum tækjum:

55" samsung h6200:
Mynd

55" samsung 7150:
Mynd

48" sony w600:
Mynd

Eins og þú sérð þá nota þau öll sömu gerð af VA-panel sem er framleiddur af samsung(mjög góður panell btw!).
Framleiðendur nota samt oft mismunandi panela fyrir mismunandi stærðir þó svo að línu-númer er það sama. Sem dæmi þá framleiða samsung ekki 60" panela sjálfir svo þeir notuðu t.d. panel frá sharp í 60" H7000 tækið.
Svara