Næ ekki sambandi við harða diskinn

Svara

Höfundur
toivido
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Lau 01. Ágú 2009 01:36
Staða: Ótengdur

Næ ekki sambandi við harða diskinn

Póstur af toivido »

Sælir
Ég er með Imac (mid 2010) og ég lenti í því um daginn að tölvan varð verulega hæg og þurfti ég nokkrum sinnum að halda on/off takkanum niðri til að ná að slökkva á henni. Ég byrjaði á því að taka afrit af gögnunum mínum og náði slatta út en svo gerðist það að ég komst bara engan veginn í tölvuna aftur. Diskurinn sem var í var 1TB Seagate og keypti ég mér 4TB Seagate disk og skipti um. Málið er hins vegar að ég á ennþá nokkur mikilvæg gögn í gamla disknum sem ég hefði viljað ná í. Ég á græju til að tengja við diskinn og tengja svo við USB en tölvan mín finnur ekki þennan harða disk með "Disk Utility". Eruð þið með einhverjar ráðleggingar hvað ég get gert til að ná gögnunum. Ég bý útá landi og nenni ekki að senda diskinn suður í gagnabjörgun og að auki finnst mér það dýr aðgerð, allavega þar sem ég hef séð þetta auglýst.
Að neðan er smá linkur á hljóðbút sem ég gerði þannig að þið heyrið hvað gerist þegar ég kveiki á honum. Hann virðist fara í smá vinnslu í upphafi en hættir svo.

http://www.wikiupload.com/IN3KE19CU0BVEKK
Svara