Hvað segir þú?

Svara

Hvað segir þú?

Ráter
32
73%
Rúter
10
23%
Eitthvað annað
2
5%
 
Total votes: 44

Skjámynd

Höfundur
MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Hvað segir þú?

Póstur af MezzUp »

Ég segi alltaf rúter, er það ekki þannig sem að kaninn ber þetta fram?
Skjámynd

Spirou
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:22
Staða: Ótengdur

Re: Hvað segir þú?

Póstur af Spirou »

MezzUp skrifaði:Ég segi alltaf rúter, er það ekki þannig sem að kaninn ber þetta fram?


Ég segi alltaf ráter þó að ég telji að rúter sé réttara(þar sem route er borið fram sem "rút")
Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Póstur af kemiztry »

Spurning um accent?
kemiztry
Skjámynd

Hades
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 08:43
Staðsetning: Earth(for now)
Staða: Ótengdur

Póstur af Hades »

ég segi nú bara kjánaleg skoðanakönnun :D
**fólk sem nöldrar er leiðinlegt**

valur
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 25. Okt 2002 00:52
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað segir þú?

Póstur af valur »

Spirou skrifaði:
MezzUp skrifaði:Ég segi alltaf rúter, er það ekki þannig sem að kaninn ber þetta fram?


Ég segi alltaf ráter þó að ég telji að rúter sé réttara(þar sem route er borið fram sem "rút")


veistu, ég held að þetta sé vitlaust hjá þér. Route held ég að sé borið fram rát en ekki rút...
my 2cents

kv.
Skjámynd

Atlinn
Ofur-Nörd
Póstar: 264
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 14:33
Staðsetning: Nordock Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Atlinn »

kemiztry skrifaði:Spurning um accent?


hva kanski Hjondæ(Hyundai)
hah, Davíð í herinn og herinn burt
Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Hannesinn »

bæði er rétt held ég... spurning um hvaðan þú ert. Held samt að kaninn "rátar" meira.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Tomo
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mán 19. Maí 2003 22:55
Staðsetning: Hfj
Staða: Ótengdur

Póstur af Tomo »

Ég segi alltaf róter þegar ég tala um það....vorum að fá nýjan soleiðis og er massívt mikið að tala um það aþþí með honum gæti ég verið að fá massa fyrirtækistengingu:P:P

zooxk
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Fim 01. Maí 2003 01:19
Staða: Ótengdur

Póstur af zooxk »

Beinir er besta orðið.
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

íslenska á ekki heima í neinu sem er í sambandi við tölvur... stýrikerfi á ísl ? það er bara fyrir ömmur :)
Voffinn has left the building..
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af natti »

Íslenska er alveg góð og gild á margan hátt, jafnvel varðandi tölvur.
Meinar, fyrir 15-20 árum hefðu voða fáir bílakallar vitað hvað "sveifarás" og fleiri hlutir í vélinni eru, enda alltaf vitnað í ensku heitin.

Sama er með tölvur, finna bara góð og lýsandi orð.

"Stýrikerfi" er t.d. mjög fínt orð fyrir "Operating System", og víða notað.
"Beinir" er mjög gott og lýsandi orð fyrir router, bara spurning um hvað þú venur þig á.
Fólk talar nú líka oftast um "lyklaborð" en ekki "keyboard."

(Annars ber ég router oftast fram ráter. Ráter/Rúter - framburðurinn fer eftir því hvar í heiminum þú ert. Róter - huh? Aldrei heyrt þetta áður og passar enganveginn...)
Mkay.
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

en sko, já, ég er alveg sammála þér um sumt af þessu, auðvitað segirðu stýrikerfi og lyklaborð, en ég myndi aldrei segja skjásvæfa ? eða tólastika ? wtf ? og t.d. nota ég frekar router í staðinn fyrir beini... ég meina, allt í lagi að nota ísl. í daglegu tali um tölvur, en ekki hafa stýrikerfi öll á ísl, það er glatað, en það er bara mín skoðun :)
Voffinn has left the building..

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Það er allt í lagi að halda í vinsælustu orðin sem eru komin á íslensku en í guðanna bænum ekki fara að þíða hvert einasta hugtak svo maður þurfi annaðhvort samheitaorðabók til að skilja ykkur eða til að leita á erlendum vefjum. (hverjum datt einginlega í hug að kalla hub, nöf?)
Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Staðsetning: Err Vaff Ká
Staða: Ótengdur

Póstur af halanegri »

Lol!

Nöf?

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Jámm, þetta stóð í Tölvuheimi.
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af natti »

Mér finnst allt í lagi að þýða hitt og þetta. En svo er bara spurning hvort
þetta fellur í góðan farveg eða ekki.
Nýja orðið verður að vera lýsandi og þægilegt.
Þessi nefnd sem fer yfir þetta og velur orð tekur starf sitt kannski aðeins of hátíðlega. Mér finnst þessi nefnd allavegana föst í gömlum reglum.

Nöf - hub ? Hvað er nöf? Ef þetta er eitthvað eldgamalt íslenskt orð þá veit ég ekkert hvað það þýðir. Þannig að mér finnst þetta ekki neitt sérlega lýsandi.

Ég vill líka kalla "firewall" "eldvegg", en ekki "netvörn" eða sambærilegt.

En þegar orð falla ekki í neinn farveg og enginn vill nota það, þá tekur nefndin orðið aftur fyrir og athugar hvort ekki sé hægt að finna eitthvað annað betra. Þetta er þó góður punktur.

Ég er alveg sammála því að það á ekki að vera að íslenska stýrikerfin.
Allt (gott) námsefni, allar upplýsingar og flest öll vinnuumhverfi eru á ensku. Að hafa eitt af þessu á íslensku er bara ekki að virka.

En varðandi orðaval á hinum og þessum búnaði, gefum þá íslenskunni tækifæri.

- Alltaf að vista, beibí! -
Mkay.
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

þarna er maður á ferðinni með eitthvað á milli eyranna.

Hvernig væri að við vaktarar (hvað köllum við okkur ? :P) leggðumst í það stórvirki, að gera orðabók handa njúbunum ?
Voffinn has left the building..
Svara