Hluti af pointinu með þessu var að útrýma því sem kalla má "hefndarklám." Ef það er ekkert að því að kona sé ber að ofan, þá er enginn ávinningur í því fyrir menn að deila sín á milli brjóstamyndum. Ekki frekar en myndum af olnbogum eða eyrum.J1nX skrifaði:ég skil þessa baráttu og allt það.. en mér finnst þetta bara engan vegin vera rétta leiðin til að berjast fyrir þessu..
það er líka svo mikil æronía í þessu.. fyrir nokkrum dögum voru haldnir fundir í skólum þar sem var verið að tala um að passa sig hverjum þú værir að senda myndir á netinu (bæði nektar og venjulegar) svo kemur þetta og stelpurnar setja topless myndir af sér á twitter og eins og við allir vitum, það sem lendir á netinu, verður á netinu.. örugglega HELLINGUR af stelpum sem eiga eftir að sjá eftir því að setja þessar myndir á netið eftir nokkra daga/vikur
Auðvitað eru og munu alltaf vera perrar, en það eitt ætti ekki að skerða frelsi kvenna til að vera topless þar sem það er viðeigandi. Og svo eru ekkert allar konur sem vilja bera sig. Sumar vilja bara halda þessu fyrir sig og sinn mann, en aðrar ættu samt að hafa möguleikann á því.
Eitt sem mér fannst samt kjánalegt við þetta voru allar stelpurnar sem slepptu því að vera í brjóstahaldara og fannst það alveg geðveikt og blabla. Ég skildi það ekki alveg. Það neyðir enginn neinn til að vera í brjóstahaldara. Sumar einfaldlega þurfa brjóstahaldara og öðrum finnst það bara þægilegra. Ekki ósvipað því að vera með innlegg í skónum.
Auðvitað má deila um aðferðina en það þarf að vekja athygli á svona og þessu tókst það svo sannarlega. Þetta kom kannski meira út eins og "ég má pósta mynd af tits ef ég vil" heldur en "afhverju má hann vera ber að ofan en ekki ég?" Það þarf að koma þessum íhaldssama hugsunarhætti út og það mun gerast með næstu kynslóðum.