Ég var að skipta um skjákort hjá mér en nú næ ég ekki að kveikja á 144Hz stillingunni á skjánum hjá mér. Hvort sem ég fer í Screen Resolution settings í windows eða nvidia control panel fæ ég bara 60hz upp með 1080p. Ég er að nota DVI-D dual link snúru sem ætti að virka og hún er í DVI-D dual link innstungunni á skjákortinu hjá mér (GTX970 SLI).
Hræðilegt að fara aftur í 60Hz þegar ég er búinn að vera í 144Hz svona lengi
Mögulega eru skjárinn/skjákortið að reyna keyra ósambærilegar stillingar.
Prufaðu að resetta skjáinn, og sjáðu hvort skjákortið fær ekki aftur stjórnina yfir þessu, ætti vera óþarfi stilla þetta á skjánum.
Gætir þurft restart til að hreinsa EDID töfluna.
Ég resettaði skjáinn og restartaði. Eftir fyrsta restart var eins og driverarnir virkuðu ekki og bara einn skjárinn minn virkaði og það á 800x600. Ég restartaði aftur og þá fór allt í lag og 144Hz er farið að virka
Takk fyrir hjálpina