[TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð - ATH. verð samsk. nýrra hl. komin inn

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Svara

Höfundur
ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Staða: Ótengdur

[TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð - ATH. verð samsk. nýrra hl. komin inn

Póstur af ASUSit »

ATH. verð fyrir nýja sams konar íhluti komin inn til hliðsjónar og etv. til að "hugsanlega áhugasamir" geti betur glöggvað sig á hvað sanngjarnt er að bjóða mögulega í vélina.

Er með til sölu mjög öfluga og góða borðtölvu sem upphaflega er keypt í Kísildal fyrir rétt um ári síðan***. Síðan þá hefur töluvert mikið af uppfærslum á vélbúnaði verið bætt við og má sjá nákvæma útlistun á þessu öllu hér að neðan:
***Nótan fyrir vélbúnaðinum úr Kísildal fylgir að sjálfsögðu, sem og nótur fyrir allflestum þeim íhlutum sem bætt hefur verið við vélina síðan.

Turnkassi: Cooler Master Dominator 690 III
- Nákvæmur specifications listi, sjá: http://www.coolermaster.com/case/mid-tower/cm693/
Kostar nýr í tölvulistanum 21.990 kr. http://tl.is/product/dominator-690-iii

Móðurborð: ASRock Z87 Extreme6 (1150) - gríðarlega stabílt og þægilegt móðurborð
- Specifications: Sjá vef ASRock: http://www.asrock.com/mb/intel/z87%20extreme6/
Kostar nýtt í Kísildal 37.500 kr. https://kisildalur.is/?p=2&id=2340

CPU/Örgjörvi: Intel Core i5 4440 @ 3.10GHz (Haswell 22nm Technology)
- Nákvæmari specs: Sjá http://www.newegg.ca/Product/Product.as ... 6819116942
Kostar nýr í Tölvutækni 29.900 kr.

Örgjörvakæling: XIGMATEK Gaia II
- Nánari uppl.: Sjá: http://www.xigmatek.com/product.php?pro ... cification
Kostar ný í Kísildal 6.500 kr. https://kisildalur.is/?p=2&id=2474

Vinnsluminni: 24 GB RAM ddr3 @ 1600 MHz. Um er að ræða 2x8 GB (CL11) kubba sem eru af gerðinni Corsair Value Select og svo 2x4 GB (CL11) af gerðinni G.SKILL Ares
- Frekari uppl. um Corsair (16 GB, 2x8 GB) vinnsluminnin má finna á vef Tölvulistans: http://www.tl.is/product/16gb-2x8gb-ddr ... lue-select
- G.SKILL Ares (8 GB, 2x4 GB) vinnsluminnin eru úr Kísildal.

Aflgjafi: XIGMATEK X-Calibre 600W
- Specs, sjá vefsíðu xigmatek: http://www.xigmatek.com/product.php?pro ... cification
Kostar nýr í Kísildal 10.500 kr. https://kisildalur.is/?p=2&id=2456

Skjákort: ASUS GeForce® GTX 760 DirectCU II 2GB GDDR5 (GTX760-DC2OC-2GD5)
- Specs má sjá á vefsíðu ASUS: http://www.asus.com/Graphics_Cards/GTX7 ... fications/
Kostaði nýtt í verslun Start.is um 42.000 kr.

HDD:

1. Stýrikerfisdiskur: 120 GB Corsair Force 3 solid state diskur (ég hef eingöngu notað hann sem stýrikerfisdisk og ekkert annað, og hefur hann ekki brugðist mér ennþá!).

2. Til öryggis læt ég einnig fylgja 60 GB Kingston SSD disk sem nota má sem stýrikerfisdisk EF (og aðeins EF) Corsair diskurinn myndi taka upp á því að fara að láta leiðinlega. Á alls ekki von á að það muni gerast á næstunni, en læt þennan disk a.m.k. fylgja með svo kaupandi geti a.m.k. áfram notast við SSD stýrikerfisdisk án þess að þurfa að fara í frekari útlát.

Diskar 3-5, geymsludiskar (storage):
Um er að ræða 2x 1 TB Seagate Barracuda 7200 RPM og 1x 500 GB disk sömu gerðar, eða samtals 2.5 TB geymslupláss.

BitFenix Recon fan controller ("viftustjóri"): í vélina er ég einnig búinn að smella einu stk. fan controller sem getur stjórnað hraða allt að fimm vifta í vélinni. Býr hann jafnframt yfir hitanemum til að koma fyrir á þeim stöðum þar sem þú vilt sérstaklega fylgjast með hvort hitinn sé í lagi (sbr. cpu einkum í mínu tilviki).
- Sjá allar upplýsingar um fan controllerinn: http://www.bitfenix.com/global/en/produ ... ies/recon/
Kostar nýr 7.500 kr. í Start.is

Og að sjálfsögðu er að finna eitt stk. geisladrif, n.t.t. TSSTcorp CDDVDW SH-224DB.

Netkort(ethernet/wifi): Tvö "ethernet-kort" eru innbyggð á móðurborðinu og til viðbótar er 1x 150 GB CNET þráðlaust kort í vélinni.

Í kassann er ég búinn að bæta við tveimur öflugum viftum í "toppinn" á henni (sjá mynd af turnkassa) sem og einni viftu í botninn til þess að hámarka loftflæðið um vélina og viðhalda sem allra bestri kælingu. En í meðfylgjandi viðhengi má sjá hitastig skv. Speccy forritinu (CPU, MB, skjákort og þeir HDD sem eru í notkun í vélinni þegar skjáskotið er tekið).


Svo er rétt að taka fram að með vélinni fylgir Windows 8.1 PRO (bæði diskur fyrir 32bit og 64bit) ásamt að sjálfsögðu "valid" leyfi (sum sé með key ef ég er eitthvað óskýr hérna að framan). Ef viðkomandi hefur áhuga að þá er hægt að uppfæra í Windows 10 án endurgjalds.


Held að ég sé búinn að taka allt fram sem í vélinni er, en ef ég hef gleymt að telja eitthvað upp að þá uppfæri ég auglýsinguna við fyrsta tækifæri. Bæti því jafnframt við strax á eftir hvaða hlutir það eru sem voru í vélinni þegar hún var keypt í Kísildal (þarf að sækja nótuna heim), skjákortið er keypt í Start.is um miðjan apríl 2014 en hefur aðeins verið í notkun síðan um jól (nóta fylgir). Ætti einnig að geta grafið upp nótuna fyrir fan controllernum í bókhaldinu, eða þá í versta falli fengið staðfestingu hjá þeim í Start þar sem hann var einnig keyptur á svipuðum tíma og skjákortið, um miðjan apríl 2014.


Áhugasamir endilega sendi PM :happy

Bestu kveðjur,
- ASUSit
Viðhengi
Turnkassi, m1
Turnkassi, m1
Cooler_Master_CM_690_III_copertina.png (254.04 KiB) Skoðað 1937 sinnum
Turnkassi, m2
Turnkassi, m2
img_9217.jpg (42.03 KiB) Skoðað 1937 sinnum
Móðurborð1
Móðurborð1
Capture.JPG (50.02 KiB) Skoðað 1937 sinnum
Móðurborð2
Móðurborð2
Capture2.JPG (51.69 KiB) Skoðað 1937 sinnum
CPU kæling1
CPU kæling1
GaiaII-p2.jpg (82.81 KiB) Skoðað 1937 sinnum
CPU kæling2
CPU kæling2
GaiaII-p8.jpg (104.19 KiB) Skoðað 1937 sinnum
Aflgjafi
Aflgjafi
xigmatek xcalibre 600W.jpg (68.98 KiB) Skoðað 1937 sinnum
Hitastig örgjörva
Hitastig örgjörva
temp CPU.JPG (83.73 KiB) Skoðað 1937 sinnum
Hitastig geymsludisks
Hitastig geymsludisks
temp HDD.JPG (17.31 KiB) Skoðað 1937 sinnum
Hitastig MB
Hitastig MB
temp MB.JPG (24.52 KiB) Skoðað 1937 sinnum
Last edited by ASUSit on Fim 23. Apr 2015 21:02, edited 2 times in total.

SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð

Póstur af SolviKarlsson »

Hvað hefurðu hugsað þér að fá fyrir hana?
No bullshit hljóðkall

Höfundur
ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð

Póstur af ASUSit »

Sæll og takk fyrir svarið.
Ég var reyndar ekki búinn að fara nógu vel yfir það sem í vélinni er og finna út hvað mér þætti vera sanngjarnt verð. Ég mun gera það eftir vinnu í dag og setja inn verðhugmynd - en annars er ég að sjálfsögðu opinn fyrir sanngjörnum tilboðum. Þarf bara að ná að skoða þetta aðeins betur til að geta byggt verðhugmyndina á einhverju sem er raunsætt. Vil ekki koma með einhverja tölu sem er síðan alveg út í bláinn (alltof lág eða há).

Kkv.,
- ASUSit

Höfundur
ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð

Póstur af ASUSit »

Ætla að prófa eitt UP á þetta.

Vil samt taka fram að ég nenni tæplega að svara einhverjum algjörum rugl tilboðum líkt og nokkrum þeim sem mér hafa borist. Takk fyrir það!

Bestu kveðjur,
- ASUSit
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð

Póstur af Tiger »

ASUSit skrifaði:Ætla að prófa eitt UP á þetta.

Vil samt taka fram að ég nenni tæplega að svara einhverjum algjörum rugl tilboðum líkt og nokkrum þeim sem mér hafa borist. Takk fyrir það!

Bestu kveðjur,
- ASUSit
Ef þú setur ekki neinar verðhugmyndir eða gefur þær upp þegar þú ert spurður þá er nú erfitt að dissa "rugl boð".
Just my 2cent's
Mynd

Höfundur
ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð

Póstur af ASUSit »

Tiger skrifaði:
ASUSit skrifaði:Ætla að prófa eitt UP á þetta.

Vil samt taka fram að ég nenni tæplega að svara einhverjum algjörum rugl tilboðum líkt og nokkrum þeim sem mér hafa borist. Takk fyrir það!

Bestu kveðjur,
- ASUSit
Ef þú setur ekki neinar verðhugmyndir eða gefur þær upp þegar þú ert spurður þá er nú erfitt að dissa "rugl boð".
Just my 2cent's
Ég er þér algjörlega sammála um það að seljendur ættu sem oftast að koma með verðhugmyndir - líkt og ég ætlaði að gera strax í gær. Sökum þess að ég hef ekki getað farið almennilega yfir vélbúnaðinn o.fl. (vegna nánast samfelldrar vinnu) að þá er verðhugmyndin ekki komin inn.

HINS VEGAR: Þá tel ég að lang flestir hérna geri sér grein fyrir því að tilboð upp á 10.000 kr. og 15.000 kr í þessa vél er RUGL. Ég var ekki að dissa eitt eða neitt, hvernig sem þú færð það út, en tilboð sem þessi eru kjaftæði og það vita (svo gott sem) allir sem þennan póst lesa. Ég bað einfaldlega fólk að senda ekki "rugl-tilboð" líkt og þessi tilboð klárlega falla undir. Mér persónulega finnst eina dissið sem komið hefur hér fram vera frá þér, en það er hins vegar bara mín skoðun.

- ASUSit

arnigrim
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 22:45
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð

Póstur af arnigrim »

synist verðið vera einhverstaðar á milli 80 til 110 þúsund krónur . Er samt ekki aðbjóða , er svona bara að value meta þetta nokkurnveginn .
leiðréttið mig if iam wrong .

Höfundur
ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð - ATH. verð samsk. nýrra hl. komin inn

Póstur af ASUSit »

Upp. Upp. Upp á fjall.

Höfundur
ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð - ATH. verð samsk. nýrra hl. komin inn

Póstur af ASUSit »

Jæja, ætla að prófa að auglýsa þessa vél aftur hérna. Skápaplássið er takmarkað og ég ætla ekki, allavega helst ekki, að láta þessa elsku daga uppi ónotaða inni í skáp. Áhugasamir endilega sendi mér PM.

Takk fyrir takk,
-ASUSit
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð - ATH. verð samsk. nýrra hl. komin inn

Póstur af CendenZ »

Ég býð fyrsta boð 80.000 kr

Höfundur
ASUSit
Fiktari
Póstar: 81
Skráði sig: Sun 15. Jún 2014 02:26
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð - ATH. verð samsk. nýrra hl. komin inn

Póstur af ASUSit »

Jæja, mér virðist loksins ætla að takast að svara hérna núna.. kerfið hefur ekki viljað birta það sem ég hef skrifað hérna einhverra hluta vegna :'(

Þakka þér fyrir boðið Cendenz, ef að ekkert hærra boð fæst í þessa vél í dag og þú hefur ennþá áhuga að þá er hún þín á þessu verði.

Annars selst vélin hæstbjóðanda í dag - nenni ekki að spá í einhverja "þúsundkalla" til eða frá.. svo áhugasamir endilega sendi mér skilaboð eða svari hérna í þessum pósti.

Bestu kveðjur.

xerxez
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Mið 09. Nóv 2011 19:55
Staða: Ótengdur

Re: [TS] Mjög öflug og góð borðtölva, spec details: sjá þráð - ATH. verð samsk. nýrra hl. komin inn

Póstur af xerxez »

Þú átt einkaskilaboð
Svara