Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Við fyrstu sýn hljómar það kjánalega skal ég viðurkenna en svo rakst ég á þessa ágætu grein og þetta hljómar ekki svo galið: http://www.frjalshyggja.is/index.php/hu ... mgoengumal
"Einfaldast er að rukka veggjald með rafrænum hætti. Skynjarar geta numið hver keyrir hvar og hægt er að safna öllum upplýsingum saman og senda reikning. Hugsanlega verður fyrirkomulagið þannig að veggjald er fyrirframgreitt, þannig að menn gangi á inneign með akstri sínum. Kostnaður við rekstur bíls á ekki að aukast, enda verða skattar á eldsneyti lagðir niður.
Deilur um hagkvæmni jarðgangnagerðar munu ekki lengur verða á vettvangi stjórnmálanna. Fólk mun kjósa jarðgöng með því að keyra um þau. Fólk mun hafa meira á milli handanna til að greiða veggjöld við göngin, meðal annars vegna afnáms eldsneytisskatta."
Jamm þetta hljómar nú bara ágætlega. Sjálfur keyri ég mjög lítið og myndi ekki kvarta yfir þessu. Hver er ykkar skoðun á þessari hugmynd?
"Einfaldast er að rukka veggjald með rafrænum hætti. Skynjarar geta numið hver keyrir hvar og hægt er að safna öllum upplýsingum saman og senda reikning. Hugsanlega verður fyrirkomulagið þannig að veggjald er fyrirframgreitt, þannig að menn gangi á inneign með akstri sínum. Kostnaður við rekstur bíls á ekki að aukast, enda verða skattar á eldsneyti lagðir niður.
Deilur um hagkvæmni jarðgangnagerðar munu ekki lengur verða á vettvangi stjórnmálanna. Fólk mun kjósa jarðgöng með því að keyra um þau. Fólk mun hafa meira á milli handanna til að greiða veggjöld við göngin, meðal annars vegna afnáms eldsneytisskatta."
Jamm þetta hljómar nú bara ágætlega. Sjálfur keyri ég mjög lítið og myndi ekki kvarta yfir þessu. Hver er ykkar skoðun á þessari hugmynd?
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Æji, þetta er samt einn af þeim hlutum sem verða að vera í lagi. Það má ekki alltaf horfa á alla hluti með "þeir greiða sem nýta".
Fyrir mig, eins og er, væri líklega ódýrast að einkavæða heilbrigðiskerfið, enda á góðum aldri og hraustur. En mér dettur það ekki í hug.
Sama skapi væri ódýrast fyrir mig ef skólakerfið væri einkavætt, enda búinn með nám og barnlaus. En mér dettur það ekki í hug.
Svona mætti lengi telja. Það er þó önnur umræða um hvort það megi ekki skapa meira gegnsæi svo að fólk gæti séð í hvað peningarnir sem fara til Vegagerðarinnar fara, hvert er kostnaðurinn við overheadið, hver einustu göng, viðhald á hvaða vegaköflum o.s.frv. Þetta er almannafé, við lifum á 21. öldinni, það á ekki að vera mikið mál að skapa meira gegnsæi í ríkisútgjöld eða ríkisfjármálin í heild.
Fyrir mig, eins og er, væri líklega ódýrast að einkavæða heilbrigðiskerfið, enda á góðum aldri og hraustur. En mér dettur það ekki í hug.
Sama skapi væri ódýrast fyrir mig ef skólakerfið væri einkavætt, enda búinn með nám og barnlaus. En mér dettur það ekki í hug.
Svona mætti lengi telja. Það er þó önnur umræða um hvort það megi ekki skapa meira gegnsæi svo að fólk gæti séð í hvað peningarnir sem fara til Vegagerðarinnar fara, hvert er kostnaðurinn við overheadið, hver einustu göng, viðhald á hvaða vegaköflum o.s.frv. Þetta er almannafé, við lifum á 21. öldinni, það á ekki að vera mikið mál að skapa meira gegnsæi í ríkisútgjöld eða ríkisfjármálin í heild.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Af hverju viltu þá að ríkið sjái um þettaKlemmi skrifaði:Æji, þetta er samt einn af þeim hlutum sem verða að vera í lagi.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Æi þó ég viti að ég borgi örugglega meira í gatnakerfið heldur en ég fæ út úr því. Þá vill ég að þetta sé partur af samneyslunni. Annars munum við bara endanlega leggja restina af landinu í eyði.
Þú keppir ekkert með vegi og þess vegna á þetta að vera partur af ríkinu ( samneyslunni ) það er enginn fara leggja tvo vegi út úr Grafarvogi og ég vakna um morgunin og það kostar mig 100 kr að keyra eina leið og 200 kr að keyra hina. Nei ef þetta verður einkavætt mun það bara kosta mig 2000 kr að keyra sama hvora áttina ég keyri þar sem þú hefur ekkert val.
Þú keppir ekkert með vegi og þess vegna á þetta að vera partur af ríkinu ( samneyslunni ) það er enginn fara leggja tvo vegi út úr Grafarvogi og ég vakna um morgunin og það kostar mig 100 kr að keyra eina leið og 200 kr að keyra hina. Nei ef þetta verður einkavætt mun það bara kosta mig 2000 kr að keyra sama hvora áttina ég keyri þar sem þú hefur ekkert val.
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Af hverju ætti byggðir að leggjast í eyði?depill skrifaði: Annars munum við bara endanlega leggja restina af landinu í eyði.
Hér er annars ágæt myndband.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
On September 21, 2014, ITRCC filed for Chapter 11 bankruptcy. Vegna þess að vegir sem eru sjaldan farið yfir munu ekki vera viðhaldið ef allt er einkavætt.hakkarin skrifaði:Af hverju ætti byggðir að leggjast í eyði?depill skrifaði: Annars munum við bara endanlega leggja restina af landinu í eyði.
Hér er annars ágæt myndband.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Þar sem að 2 möguleikar verða alltaf til staðar og ríkið sér um hinn, þá má alveg skoða það.
(svipað og með hvalfjarðargöngin, nema að vegurinn um hvalfjörð væri almennilegur)
Annars er þetta alltaf NEI
(svipað og með hvalfjarðargöngin, nema að vegurinn um hvalfjörð væri almennilegur)
Annars er þetta alltaf NEI
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Það væri alveg ágæt að byrja á blönduðu kerfi. Þá væri það líka ok að hafa ríkisrekna vegi fyrir afar ákveðna staði (eins og til dæmis þá sem að koma okkur til þingvallar og á aðra svipaða þjóðlega staði), en almennt væri hægt að láta einkaaðila sjá um þetta.urban skrifaði:Þar sem að 2 möguleikar verða alltaf til staðar og ríkið sér um hinn, þá má alveg skoða það.
(svipað og með hvalfjarðargöngin, nema að vegurinn um hvalfjörð væri almennilegur)
Annars er þetta alltaf NEI
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Nei.
Nauðsynleg grunnþjónusta á að vera á höndum ríkisins.
Nauðsynleg grunnþjónusta á að vera á höndum ríkisins.
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Nei, ég hef keyrt á einkavædd vegi í Asíu, og það er alveg fáránleg, 10 min fresti er tollað, þó að veiginnar eru flottar og með 5 akreinar báðum megin þá er það ekki nog til þess að rettlegga svona mikið af vegagjöld, finst mér.
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Málið er að hér er um samgæði að ræða sem að mega ekki klikka og flestir vegir hérlendis eru ólíklegir til að vera arðbærir nema með gígantískri gjaldtöku. Og þú getur ekki valið annan veg sem að tekur lengri tíma til að keyra.
Flestir tollvegir sem að ég hef keyrt erlendis eru express dæmi. Þú ert að borga fyrir þægindi og hraða en það er alltaf valkostur. Æ
Annað mál er það að einkafyrirtæki eru að reyna að hagnast, það er þeirra thing og þau reyna að spara allstaðar. Og reynslan af einkavæddum samgæðum eins og í Bretlandi með járnbrautirnar hræðir. Þar leiddi sparnaður á viðhaldi lestarspora til slysa og fòlk dó. Þetta endaði með því að breska ríkið leysti aftur til sín lestarbrautirnar þó að einkafyrirtækin reki lestirnar.
Þannig að ég er nokkuð viss um að hér séu einungis fáir takmarkaðir staðir þar sem þetta virkar, verulega fáir.
Flestir tollvegir sem að ég hef keyrt erlendis eru express dæmi. Þú ert að borga fyrir þægindi og hraða en það er alltaf valkostur. Æ
Annað mál er það að einkafyrirtæki eru að reyna að hagnast, það er þeirra thing og þau reyna að spara allstaðar. Og reynslan af einkavæddum samgæðum eins og í Bretlandi með járnbrautirnar hræðir. Þar leiddi sparnaður á viðhaldi lestarspora til slysa og fòlk dó. Þetta endaði með því að breska ríkið leysti aftur til sín lestarbrautirnar þó að einkafyrirtækin reki lestirnar.
Þannig að ég er nokkuð viss um að hér séu einungis fáir takmarkaðir staðir þar sem þetta virkar, verulega fáir.
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Ég er ekki á móti einkaframvæmdum í vegakerfinu, Hvalfjarðargöng eru gott dæmi um einkaframkvæmd sem heppnaðist vel.
En ég held að þetta ætti að vera í undantekningartilvikum frekar en almenna reglan.
Hvað með t.d. suðurlandsveg, á að selja hann til einkaaðila og láta hann tvöfalda hann? Hví ætti einkaaðili að tvöfalda veg eingöngu vegna umferðaröryggis? Reykjanesbrautin var tvöfölduð, ekki útaf því að hann var full-lestaður og umferðarteppum, heldur útaf umferðaröryggi.
Svo eru jarðgöng úti á landi þar sem innan við 1 þúsund bílar fara um á hverjum degi, það klárlega borgar sig ekki.
Svo er líka spurning með þann rétt mann að fara um land sitt.
Ríkið á bara að hækka álögur á bíla til að sinna vegakerfinu, svo einfalt er það. Ef það kostar að leggja vegi og viðhalda þeim þá á að borga fyrir það. Kannski er bensínið alltof ódýrt.
En ég held að þetta ætti að vera í undantekningartilvikum frekar en almenna reglan.
Hvað með t.d. suðurlandsveg, á að selja hann til einkaaðila og láta hann tvöfalda hann? Hví ætti einkaaðili að tvöfalda veg eingöngu vegna umferðaröryggis? Reykjanesbrautin var tvöfölduð, ekki útaf því að hann var full-lestaður og umferðarteppum, heldur útaf umferðaröryggi.
Svo eru jarðgöng úti á landi þar sem innan við 1 þúsund bílar fara um á hverjum degi, það klárlega borgar sig ekki.
Svo er líka spurning með þann rétt mann að fara um land sitt.
Ríkið á bara að hækka álögur á bíla til að sinna vegakerfinu, svo einfalt er það. Ef það kostar að leggja vegi og viðhalda þeim þá á að borga fyrir það. Kannski er bensínið alltof ódýrt.
*-*
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
appel skrifaði: Ríkið á bara að hækka álögur á bíla til að sinna vegakerfinu, svo einfalt er það. Ef það kostar að leggja vegi og viðhalda þeim þá á að borga fyrir það. Kannski er bensínið alltof ódýrt.
Mjög ósammála þessu, álögurnar eru NÓGU háar fyrir.
Málið er bara að þessir peningar eru ekki að skila sér í gatnakerfið og til vegagerðarinnar.
Þetta fer bara í einn stórann drullupoll sem heitir ríkissjóður og hann er eins og hann er.
Það ætti að skipta upp ríkissjóði og nota fjármagnið öðruvísi.
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
En mér finst samt alt i lagi að sum vegkerfi td göngum og aðalvegir verði lagt á vegagjöld, eins og i hvalfjörðurinn og mundi finnast alt i lagi ef það væri sett upp eitt hlið á Hellisheiði til þess að fjármagna sá vegur betur. En það má ekki ofgera þetta.
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Ef ríkið myndi ákveða að selja vegakerfið í heild sinni eða hlutum, en selja að öllu leyti, þá væri vandamálið að feitustu bitarnir myndu eingöngu seljast, þ.e. þar sem umferðin er mest og þar af leiðandi tekjumöguleikar mestir. Það myndi enginn bjóða í einhvern afdalaveg sem fáir fara um, og fá þá kvöð á sig að halda honum úti.
Samkeppni í vegakerfi er eitthvað sem meikar engan sense fyrir mig heldur. Á að vera hægt að leggja marga vegi austur fyrir fjall? Hvaða hagkvæmni er í því? Getur Vegafyrirtækið HF. lagt nýjan vesturlandsveg í samkeppni við Vesturlandsveg HF.? Svo maður tali nú ekki um náttúruspjöllin að malbika yfir hraunbreiðuna.
Ég sé enga ástæðu að gera þetta að almennri reglu, frekar gera þetta að undtekningu, sbr. Hvalfjarðargöngin, þar sem vegasamgöngur voru ekki til fyrir.
Samkeppni í vegakerfi er eitthvað sem meikar engan sense fyrir mig heldur. Á að vera hægt að leggja marga vegi austur fyrir fjall? Hvaða hagkvæmni er í því? Getur Vegafyrirtækið HF. lagt nýjan vesturlandsveg í samkeppni við Vesturlandsveg HF.? Svo maður tali nú ekki um náttúruspjöllin að malbika yfir hraunbreiðuna.
Ég sé enga ástæðu að gera þetta að almennri reglu, frekar gera þetta að undtekningu, sbr. Hvalfjarðargöngin, þar sem vegasamgöngur voru ekki til fyrir.
*-*
-
- FanBoy
- Póstar: 785
- Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
- Staðsetning: 404 - Location Not found.
- Staða: Ótengdur
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Er ekki hægt að halda núvernadi fyrirkomulagi með gjaldtökuna enn einkavæða hluta af framkvæmdini?
S.s. áfram skattar enn að einkaaðilar geta tekið að sér viðhald á vegum?
Þannig er hægt að ná samkepni, Á sama tíma heldur ríkið í taumana uppá að hlutirnir séu ekki gerðir ílla.
Væntanlega verður vegagerðin áfram batterý enn töluvert minna batterý.
Eða er það líka afleit hugmynd?
S.s. áfram skattar enn að einkaaðilar geta tekið að sér viðhald á vegum?
Þannig er hægt að ná samkepni, Á sama tíma heldur ríkið í taumana uppá að hlutirnir séu ekki gerðir ílla.
Væntanlega verður vegagerðin áfram batterý enn töluvert minna batterý.
Eða er það líka afleit hugmynd?
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Ok ég get tekið undir það sem að þið segið um að sumir vegir yrðu ekki gróðalegir undir venjulegum ástæðum, en erum við þá ekki eiglega bara að tala um landsbyggðarvegi? Væri ekki bara hægt að niðurgreiða hluta af viðhaldinu svo að raunhæft væri að græða á þeim? Þá væri raunhæfara að einkaaðilar sýni því áhuga að eiga þá.
EDIT: Vill benda á eitt í sambandi við það sem að sumir hafa sagt um tilraunir breta til að einkavæða lestakerfin. Mér skilst að japanir hafi gert þetta líka og gengið betur en bretunum.
EDIT: Vill benda á eitt í sambandi við það sem að sumir hafa sagt um tilraunir breta til að einkavæða lestakerfin. Mér skilst að japanir hafi gert þetta líka og gengið betur en bretunum.
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Það á auðvitað ekki að einkavæða þar sem samkeppni er ómöguleg. Það er samt eðlilegt og æskilegt að framkvæmdir séu boðnar út til verktaka.
Ungt fólk sem er heiðarlegt, hrekklaust og vel upp alið, telur oft að ríkisumsvif og ríkisrekstur sé góð hugmynd. NOT - því miður!!!
Reyndin er sú að ríkisrekstur sogar til sín óvandað fólk af ýmsu tagi, allt frá því að nenna ekki að vinna til þess að stela og svíkja sem mest.
Ungt fólk sem er heiðarlegt, hrekklaust og vel upp alið, telur oft að ríkisumsvif og ríkisrekstur sé góð hugmynd. NOT - því miður!!!
Reyndin er sú að ríkisrekstur sogar til sín óvandað fólk af ýmsu tagi, allt frá því að nenna ekki að vinna til þess að stela og svíkja sem mest.
Re: Ættum við að einkavæða vegakerfið?
Ríkisrekstur+ógegnsæi er alltaf vond hugmynd. En eru gatnaframkvæmdir ekki boðnar út eins og er? Er ekki bara málið að það eru félög í eigu fólksins sem tekur ákvarðanir (eða tengdra aðila) um hver er valinn sem vinna öll útboð?
Sbr. http://www.ruv.is/frett/vissu-af-brotum ... ar-i-fyrra
Sbr. http://www.ruv.is/frett/vissu-af-brotum ... ar-i-fyrra