Langaði aðeins að sýna breytingar sem ég er búinn að vera að gera á fyrirkomulagi netbúnaðar og servera á heimilinu. Ég byrjaði að nota rekkabúnað árið 2011 þegar ég smíðaði einfaldan rekka og 2U kassa utanum innvols úr Dell Optiplex GX50. Þessa vél notaði ég, og nota en, sem router.
Rack, Gen.1
Router og sviss
Það bætti í búnaðinn á næstu árum og var hann farinn að líta svona út fyrir nokkrum dögum.
Að ofan: Router, 24 porta procurve 10/100/1000, 28 porta procurve 10/100, VM host, tómur kassi og fileserver.
Í febrúar áskotnaðist mér forláta Rittal 800x600mm skápur úr vinnunni sem átti að henda ásamt fleira góssi. Ég setti LED borða í sitthvora hliðina á skápnum.
Byrjað að raða í skápinn, kominn skjár, lyklaborð og KVM sviss
Sé aftanfrá
Cable "management"
Langt komið.
Á eftir að ganga frá netköplum og krosstengibrettum, einnig vantar POE búnað sem kemur á plötu í hliðina hægra megin við skjáinn.
Rackmount blæti
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 507
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Staða: Ótengdur
Re: Rackmount blæti
Næs.
Ég er einmitt með heimasmíðaðan "rekka" í kjallaranum heima þar sem allur tölvubúnaður, A/V búnaður og tengdir hlutir eru. Stefni á að skipta honum út fyrir alvöru skáp.
Kannski að maður ætti að pósta myndum af þessu.
Ég er einmitt með heimasmíðaðan "rekka" í kjallaranum heima þar sem allur tölvubúnaður, A/V búnaður og tengdir hlutir eru. Stefni á að skipta honum út fyrir alvöru skáp.
Kannski að maður ætti að pósta myndum af þessu.
Re: Rackmount blæti
Flott setup.. Ýtir aðeins á mann að fara nú að nota þennan blessaða skáp sem hangir tómur inní geymslu.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.