Þá fékk ég loksins Define R5 frá Fractal Design í hendurnar og er byrjaður strax að modda kassann

Byrjaði á að setja Foliatec sem er PlastiDip Sprey á valda hluti í turninum.
Planið er að custom Vatnskæla kassann og hafa hann sem Silent og vatnskældan sem er snilld ekki satt ?
Það mun taka tíma þar sem ég á bara alphacool Radiator eins og er en á eftir að fá mér restina af vökvakælingunni.
Ég er byrjaður að modda kassann og það er bara snilld og mjög gaman. Þetta verkefni verður æðislega flott þegar því lýkur og mun ég að sjálfsögðu fá mér Custom Sleeves hjá Munda Icemodz.com
Ég læt fylgja nokkrar myndir af turninum og bið afsökunar á lélegum gæðum símans míns sem er með lélega myndavél en engu að síður þá er Define R5 rosalega vel gerður í alla staði og mæli ég hiklaust með honum.



Mundi frá http://www.icemodz.com er sponsor verkefnisins. Flottur gaur með sjúklega flottar vörur
