[Unboxing] CoolerMaster Seidon 120V V2 Vökvakæling

Svara
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

[Unboxing] CoolerMaster Seidon 120V V2 Vökvakæling

Póstur af Njall_L »

Fór í dag og verslaði mér þessa CoolerMaster Seidon 120V V2 vökvakælingu hjá Tölvulistanum. Hún er alveg glæný á markaðnum og lenti hér í verslunum í gær. Eflaust kannast margir við V1 sem hefur verið á markaðnum frekar lengi og hérna er um að ræða update til að halda sér í takt við tímann.


Það fyrsta er auðvitað kassinn sjálfur, ekkert sérstakt þar heldur bara einfaldur kassi með góðum upplýsingum um vöruna
20150224_214606.jpg
20150224_214606.jpg (2.2 MiB) Skoðað 2861 sinnum
Þegar kassinn er opnaður tekur við snöggt yfirlit. Poki með aukahlutum, kælingin sjálf, leiðbeiningar og að lokum viftan og vatnskassinn
20150224_214619.jpg
20150224_214619.jpg (2.24 MiB) Skoðað 2861 sinnum
Það fyrsta sem kemur upp er pokinn með aukahlutunum. Þar eru grindur fyrir AMD/Intel socket, skrúfur fyrir mismunandi móðurborð og kælikrem
20150224_215102.jpg
20150224_215102.jpg (2.28 MiB) Skoðað 2861 sinnum
Næst eru það leiðbeiningar og viftan en það er í raun sá hluti sem fékk mig til að kaupa þessa kælingu en ekki einhverja aðra. Þessi vifta heitir Silencio FP 120 PWM og er glæný úr smiðju CoolerMaster. Það sem sker hana frá öðrum viftum á markaðnum er að hávaðinn í henni er 6.5dB - 15dB sem er gífurlega lágt miðað við fyrirfari sína, vel gert CoolerMaster \:D/ . Hún keirir á 800-1400rpm sem er bara innan meðaltalsins og flæðið er 27.8 - 74.7 m3/h sem er líka innan meðaltalsins. Þarna er því kominn vifta sem performar vel og er hljóðlát
20150224_214752.jpg
20150224_214752.jpg (2.19 MiB) Skoðað 2861 sinnum
Svo að lokum eru það vatnskassin og sjálf kælingin. Vatnskassinn og pípurnar á milli eru þær sömu og í V1 og pumpan er í grunnin sú sama en notar núna mun minna afl heldur en fyrirfari sinn. Hún er líka með bláu LED ljósi sem fer í gang þegar pumpan er í gangi, lookar ágætlega en hefði að mínu mati mátt sleppa 8-[
20150224_215340.jpg
20150224_215340.jpg (1.93 MiB) Skoðað 2861 sinnum
20150224_215352.jpg
20150224_215352.jpg (2.11 MiB) Skoðað 2861 sinnum
All over er lýtur þessi kæling virkilega vel út performancelega og útlitslega séð. Án efa mest spennandi vökvakæling sem ég hef notað í mjög langan tíma og ég hvet alla sem eru í þessum pælingum að skoða Seidon 120V V2 sérstaklega

Yfir og út
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1025
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] CoolerMaster Seidon 120V V2 Vökvakæling

Póstur af Nördaklessa »

hvernig eru svo hitatölurnar?
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] CoolerMaster Seidon 120V V2 Vökvakæling

Póstur af methylman »

Mín reynsla af þessum kælingum er ekkert góð, sambyggða dælan/hitaplatan var mjög hávaðasöm og hjóðin frá dælunni fóru sífellt vaxandi þótt vifturnar væru ágætar og hlóðlátar. Góð hitapípukæling með hljóðlátri viftu er einfaldara dæmi fyrir mig og betra að halda hreinu.
Ekki treysta því að fólk skilji þig þó að það setji upp gáfulegan svip og segji já.
Svara