http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... gjandi_is/
"Í dómi Hæstaréttar segir að maðurinn hafi sýnt af sér hegðun sem gefi til kynna að af honum stafi hætta. Hins vegar hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ekki reynt vægari úrræði en gæsluvarðhald og sé því kröfu hans hafnað. Ekki megi beita útlending varðhaldi nema að það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði, sem að er stefnt, og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti."
"Samkvæmt framburði starfsmanns útlendingastofnunar og túlki á fundinum viðhafði maðurinn hótanir um að sprengja þúsund manns í loft upp ef hann yrði sendur frá Íslandi."
Semsagt, þetta er maður sem að hefur gefið það upp opinberlega að hann sé aðdáandi ISIS, vilji fara í stríð fyrir guð og að hann muni drepa okkur öll ef að við förum í tauganar á honum. En það er víst ekki nóg og góð ástæða til þess að halda þeim ófrjálsum?

Veit að það á núna að fara að senda þá burt en það gerist ekki strax. Hvernig vitum við að þeir verða ekki bara horfnir eitthvað áður en það gerist?
Mér finnst það líka vera spes að DV er eini netfjölmiðillinn sem að ég veit um sem að ákvað að banna komment undir fréttunum um þetta mál, enda sá fjölmiðill vanur að sleikja þetta fólk upp og blaðra um vondu hægri-rasistana...
En já ég held að þetta mál sýni það vel hversu mikið kjaftæði þetta er orðið. Finnst fólki þetta vera í lagi???