N1 - smurning - Svindlarar ?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af roadwarrior »

Dúlli skrifaði:Góðan dag, ég var að velta fyrir mér hver er minn réttur.

Ég fór með bílinn minn í smurningu þegar hann var komin í 45.995 km, núna er hann komin í sirka 54.000 km og það stendur að ég eigi að skipta næst í 61.000 km.

Fór í það í dag að fara í gegnum þetta basic, olia, rúðupiss og svoleiðis.

Þegar ég er búin að skoða olíuna þá sé ég að hún er næstum því kolsvört eins og sjá má á þessari mynd.

En mín spurning er sú, er N1 að skíta á sig, ég held að olíu sían sé orðin viðbjóður og þar sem ég er enginn bílakall þá sagði ég á staðnum að ætti að bara fara yfir allt sem þarf að gera, þurfti að greiða fyrir þetta eithvað í kringum 15.000 krónur.

og nú fer ég að skoða á heima síðu og þá stendur haugur af þjónustum og ekkert af því var gert. Sem á að vera innifalið. http://www.n1.is/n1/starfsemi/bilathjon ... thjonusta/

Mynd
Mynd

BTW, ég var allan tíman við hliðina á manninum sem gerði þetta og fylgdist vel með hvað hann gerði.

Á ég eithvern rétt ? ég vona að þetta sé ekki búið að gera nein skaða, þarf að fara strax á mánudaginn og láta að smyrja bílinn og skipta um þessa síu. ](*,)
VW gefur upp 15þús km á langtímaolíunni. Reyndar hefur umboðið breytt þessari reglu og er hún núna á 15þús km fresti eða á 12 mánuða fresti hvort kemur á undan. Á sjálfur Passat 2005 árgerð og þar lætur tölvan þig vita hvort kemur á undan. Fyrst þegar ég eignaðist hann (2006) var farið eftir því sem Vw sagði og þá fékk tölvan í bílnum allveg að ráða þessu. Hún var bara látin vita að olíuskifti hefðu farið fram og svo fylgdist hún með ástandi hennar (olíurnnar). Kom jafnvel fyrir að ég fór vel framúr þessum 15 þús km áður en hún byrjaði að kvarta. Allt bygðist þetta á aksturslagi, langtímakeyrslu og svo frv. Svo var þessu breytt í 15þús fast eða 12 mán.
Mælt er með að skipta um á bílum með venjulega olíu á 5000-7500km fresti.

Reyndar er ég hissa á að þú hafir fengið að vera viðstaddur smurninguna. Venjan er sú að viðskiftavinum er bannað að vera í sal á meðan vinna við bílinn fer fram. Þetta tengist tryggingamálum, ef eitthvað kemur fyrir þig meðan þú ert að fylgjast með ertu ótryggður.

Olía byrjar að verða svört strax. Eftir fyrstu 1000km er hún venjulega farinn að taka á sig býsna mikinn lit og eftir 5000km er
hún orðin kolsvört. Þetta er eðlilegt. Ef olía væri td hvít (vatnsblönduð) þá væri ástæða til að hafa áhyggjur. Ertu viss um að þeir hafi ekki skift um síu. Þegar tappað er af bílnum er venjulega skift um síu um leið. Þeir gætu hafa verið ótrúlega snöggir að því þannig að ef þú hefur litið andartak af þeim þá gætu þeir hafa gert það. Var bara einn aðili að vinna í bílnum? Stundum hjálpast þeir að þannig að einn er að vinna við að sinna efri hlutanum þá gæti einn hafa verið ofaní gryfju að tappa af og skrúfa síuna úr.

Varðandi frjókornasíuna gætu þeir hafa skoðað þjónustubókina og séð að það hafi verið skift um hana síðast þegar hann var smurður. Frjókornasíu þarf venjulega ekki að skifta um í nema annað eða þriðja hvert skifti þannig að þegar þeir sjá í bókinni að skift hafi verið um hana síðast líta þeir ekki einu sinni á hana.
Bensínsíuna er sjaldnast skipt um. Oftast eru þessar síur í bensíntankinum ellegar þær eru framí húddi pressaðar fastar með spes járnklemmum við bensínleiðsluna, rándýrar og meiri háttar mál að eiga við.
Gírkassi og drif eru sama stykkið í þessum minni bílum og þar á sama við og með frjókornasíuna. Ef skipt hefur verið um hana í smurþjónustunni á undan eða athugað er sjaldnast spáð í því ef ekki sést einhvert smit eða áberandi leki í kringum kassann. Gírkassaolía er gefin upp með býsna langan líftíma. 100þús plús held ég.
Vökvastýri, bremsuvökvi og kælivatn er venjulega hægt að sjá ástand á án þess að opna endilega forðabúrin, reyndar er spurning með að athuga frostþolið en þegar bílar eru nýlegir á það venjulega að vera i lagi.
Eru einhverjir smurkoppar á bílnum? Flestir nýrri smábílar eru án koppa.
Voru einhverjar perur farnar? Oftast sjá þessir gaurar svona lagað strax. Þeir fylgjast með þessu þegar bíllin kemur inn og þegar honum er bakkað út. Einnig kvartar tölvan ofast yfir svona löguðu þannig að þegar þeir setjast inní bílinn til að taka km stöðu sjá þeir ef tölvan kvartar og einnig held ég að þeir sjái þetta þegar þeir tengja OBD tölvuna við bílinn til að núllstilla vélartölvuna varðandi smurið.
Margt sem talað er um í þessum lista sjá vanir starfsmenn mjög fljótt án þess endilega að þeir þurfi að grandskoða allt. Varðandi slitfleti þá er þar venjulega átt við gúmífóðringar, bremsur og svo frv og þegar bíll er svona nýlegur og ekki meira keyrður eru þeir venjulega ekki grandskoðaðir.

15þús kr reikningur er ekki svo ólíklegur.
olíusía er ca 2500kr
Loftsía er ca 3500
olía er ca 5000-6000 (3-4ltr) ((Langtímaolía er dýr))
rúðuvökvi er ca 500kr
Vinna ca 3000kr (15-20min)

Ef þú átt reikninginn síðan þú lést gera þetta síðast og það stendur á honum "Smursía xxxkr" þá hefur þú mjög litla von um að reyna að sanfæra þá hjá N1 að þú haldir því fram að þeir hafi ekki skipt um hana.
Ef afturá móti ekkert stendur á reikningum um smursíu þá gæti verið eitthvað skárra að eiga við þá en þá kemur á móti að það er næstum því liðið heilt ár síðan þetta var gert og þá gætu þeir staðið á því að þú hefðir átt að koma og kvarta fyrr.

Vertu feginn að þurfa ekki að skipta um á sjálfskiptingu á Vw. Þá sæir þú háan reikning. Held að líterinn hlaupi á býsna mörgum þúsundköllum.
Held að umboðið tali um 50-70þús kr fyrir svoleiðis aðgerð.
Það var allavega ótrúlega hár reikningur sem ég fékk síðast þegar ég lét gera það

Vil taka það fram að ég tengist N1 ekkert og tengist heldur ekkert neinum smurstöðvum eða bílaverkstæðum en ég hef aftur á móti verið með hausinn ofan í vélum og tækjum síðan ég var krakki og er vanur að "troða" mér inn í verkstæðið rýmin þegar eitthvað er verið að vinna í bílum og tækjum sem eru mér tengd, er sjálfur atvinnubílstjóri. Hef sjálfur alltaf farið á viðurkennt VW verkstæði til að láta smyrja síðan ég eignaðist Passatinn nema í eitt skifti.

Mæli með því að þú spjallir við þá í Bilson uppá Kletthálsi. Þeir eru sanngjarnir, gefa sér tíma í að spjalla við þig, vita venjulega um hvað þeir eru að tala, eru viðurkenndir VW þjónustuaðilar og eru á alla kanta viðkunnalegir, allavega er það mín reynsla af þeim bæði varðandi einn af vinnubílunum mínum og svo Passatinn. Við í vinnunni allavega nenntum ekki lengur að eiga við þá í Heklu nema eitthvað spes sé í gangi. Bilson er miklu skárri.

Svo gæti náttúrulega verið að þú hafir lent á einhverjum hjá N1 sem var allveg sama hvað hann var að gera en mér finnst það mjög ótrúlegt. Þeir færu mjög fljótlega fá það í hausinn ef þeir eru eitthvað að fúska. :sleezyjoe
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af GuðjónR »

roadwarrior skrifaði:-skrifar fullt af góðu efni-
Þessi þráður og þá sérstaklega innleggið hjá roadwarrior varð kveikja að nýjum þræði þar sem við getum rætt almennt um viðhald bíla.
Ákvað að gera þetta frekar en að ræna þræðinum hans Dúlla.
Viðhaldsþráðurinn.

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

Þetta er mjög flottur texti hjá þér Roadwarrior, þarf að athuga þetta. Fer í N1 á morgun og fæ þetta hreint.

Reyndi að skoða síuna en var ekki með nægilega stóran lykill við hendi þannig það gengur ekkert.

Finnst þetta vera samt dáldið svindl að selja manni langtíma olíu og hún virkar svipað og stutt tíma þá. Það er bara helvítis rugl og ég myndi halda frékkar að sían hafi ekki verið útskipt og þetta var bara einn einstaklingur að þessu þegar hann var að dunda sér og þegar þeir töppuðu af var lift bílnum upp þannig engin séns að hann hefði getað skipt um þetta með olían var að leka út.

Svo þegar þú nefnir að olían verði strax svört ég held að það sé tómt rugl, er með annan bíll hér á heimilinu sem er með stutt tíma olíu og var skipt á honum fyrir 4-5.000 km og hún er en þá svo glær brún og sést vel í stikuna en það sést ekkert í stikuna hjá mér bara kolsvart.

Að auki skrifaði hann ekkert í bókinna, eina sem stóð er ný loftsía og ný olía ekkert meira en það.
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af roadwarrior »

Dúlli skrifaði: Svo þegar þú nefnir að olían verði strax svört ég held að það sé tómt rugl, er með annan bíll hér á heimilinu sem er með stutt tíma olíu og var skipt á honum fyrir 4-5.000 km og hún er en þá svo glær brún og sést vel í stikuna en það sést ekkert í stikuna hjá mér bara kolsvart.
Svona af forvitni, er þetta nokkuð diesel polo?
Annars getur þetta verið rosalega mismunandi milli bíla/véla hvað þær sóta í olíuna, svarti liturinn sem þú sérð er pústsót ;)

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

Þetta er bensín vél.

já var eithvað að lesa að þetta sé koltvíoxið sem olían fjarlægir úr bensin eða eithvað svoleiðis finnst þetta bara heavy svart miðað við að ég er varla búin með helming af áætluðum akstri.

Fer á morgun í N1 og fæ þessar spurningar svaraðar.
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af roadwarrior »

Dúlli skrifaði:Þetta er bensín vél.

já var eithvað að lesa að þetta sé koltvíoxið sem olían fjarlægir úr bensin eða eithvað svoleiðis finnst þetta bara heavy svart miðað við að ég er varla búin með helming af áætluðum akstri.

Fer á morgun í N1 og fæ þessar spurningar svaraðar.
Endilega láta okkur vita hvernig gengur :sleezyjoe

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

Já ég mun gera það og það er gaman að fræðast um þetta þar sem þessir gripir eiga að endast lengi og það krefst rétt viðhald.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Sallarólegur »

Ekkert óeðlilegt að olían verði svört, það þarf að finna áferðina á henni til þess að athuga hvernig ástandið er. Það er ekki hægt að gera það með því að sjá mynd af hvítu bréfi.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

Sallarólegur skrifaði:Ekkert óeðlilegt að olían verði svört, það þarf að finna áferðina á henni til þess að athuga hvernig ástandið er. Það er ekki hægt að gera það með því að sjá mynd af hvítu bréfi.
Get ég þreifað á olíuni og séð ástandið ? er eithvað spes sem á maður að finna fyrir ?

þegar ég rak puttan í þetta var þetta svo silki mjúkt engir köglar eða neitt svoleiðis.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Sallarólegur »

Dúlli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ekkert óeðlilegt að olían verði svört, það þarf að finna áferðina á henni til þess að athuga hvernig ástandið er. Það er ekki hægt að gera það með því að sjá mynd af hvítu bréfi.
Get ég þreifað á olíuni og séð ástandið ? er eithvað spes sem á maður að finna fyrir ?

þegar ég rak puttan í þetta var þetta svo silki mjúkt engir köglar eða neitt svoleiðis.
Það þarf dálitla reynslu til þess að finna það, veit bara að félagi minn sem vinnur á smurstöð gerir þetta þannig - en já, silkimjúkt og engin "korn" = olía í fínu standi.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

Þetta er allveg rosalegt.

Það hefur alltaf sagt mér að dæma olíuna út frá útliti. Ef hún er orðin svört á lit þá er þetta orðið drasl.
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af MatroX »

Dúlli skrifaði:Þetta er allveg rosalegt.

Það hefur alltaf sagt mér að dæma olíuna út frá útliti. Ef hún er orðin svört á lit þá er þetta orðið drasl.
hehe ekki alveg, hún getur verið svört en í fullkomnu lagi, ef hún er silki mjúk og þú finnur enga mótstöðu þá er ekkert að henni
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

Þegar þú segir mótstöðu meinar þú eins og óhreinindi og þess háttar ?
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af MatroX »

Dúlli skrifaði:Þegar þú segir mótstöðu meinar þú eins og óhreinindi og þess háttar ?
nei svo erfitt að lýsa þessu haha, bara ef hún er ekki silki mjúk þá finnuru fyrir smá mótstöðu eða segju í olíunni
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Frantic »

Ég myndi aldrei láta smyrja bílinn minn hjá N1.
Veit um 2 skipti þar sem fólk hafa farið með bílinn sinn uppá N1 Bíldshöfða og vélarnar eyðilagst vegna þess að þeir klúðra einhverju við smurningu.
Ég held að það sé eitthvað mikið að þarna.
Hef aldrei fengið góða þjónustu á bifreiðaverkstæðum N1.

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af kjartanbj »

Fyndin þráður.. það er ekkert að því að keyra þennan bíl, svört olía hefur ekkert að segja hvort hún sé ónýt eða ekki, Olía verður alltaf svört eftir lítin akstur og ekkert hægt að dæma útfrá því hvernig hún lítur út, mörg dæmi þess að fólk hafi keyrt tugi þúsunda á sömu oíunni og ekkert gerst.. svo er ekkert víst að þessi aðili hafi séð viðkomandi skipta um síuna , sérstaklega ef hún er neðanfrá , þessi þráður er bara stormu í vatnsglasi

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

kjartanbj skrifaði:Fyndin þráður.. það er ekkert að því að keyra þennan bíl, svört olía hefur ekkert að segja hvort hún sé ónýt eða ekki, Olía verður alltaf svört eftir lítin akstur og ekkert hægt að dæma útfrá því hvernig hún lítur út, mörg dæmi þess að fólk hafi keyrt tugi þúsunda á sömu oíunni og ekkert gerst.. svo er ekkert víst að þessi aðili hafi séð viðkomandi skipta um síuna , sérstaklega ef hún er neðanfrá , þessi þráður er bara stormu í vatnsglasi
Sían er ofan frá nálægt rúðupissinu, hann opnaði hvorugt. Eina sem hann opnaði var olíu tappinn til að hella nýrri olíu og skipti um loftsíu og hann gerði ekkert meira en það. hann var svona 10 mínútur að þessu öllu.
Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2037
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Yawnk »

Dúlli skrifaði:
kjartanbj skrifaði:Fyndin þráður.. það er ekkert að því að keyra þennan bíl, svört olía hefur ekkert að segja hvort hún sé ónýt eða ekki, Olía verður alltaf svört eftir lítin akstur og ekkert hægt að dæma útfrá því hvernig hún lítur út, mörg dæmi þess að fólk hafi keyrt tugi þúsunda á sömu oíunni og ekkert gerst.. svo er ekkert víst að þessi aðili hafi séð viðkomandi skipta um síuna , sérstaklega ef hún er neðanfrá , þessi þráður er bara stormu í vatnsglasi
Sían er ofan frá nálægt rúðupissinu, hann opnaði hvorugt. Eina sem hann opnaði var olíu tappinn til að hella nýrri olíu og skipti um loftsíu og hann gerði ekkert meira en það. hann var svona 10 mínútur að þessu öllu.
Hahaha, viltu meina að hann hafi ekki lyft bílnum upp og tappað gömlu olíunni af, bara bætt á?
Eitthvað er ég ekki að kaupa það :megasmile

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

Jú hann lyfti upp bílnum, tappaði af, með það var að renna af fór hann á bakvið og náði í einn kassa sem var loftsía. lækkaði bílinn var með eithverja skrúfvél opnaði loftsíuna skipti um hana, náði í eithverja slöngu og fór að dæla olíu og svo var þetta komið.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af jonsig »

DIY!
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Danni V8 »

Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Snorrmund »

Ég hef einu sinni farið með bíl í smurningu hjá N1, það var reyndar á Akureyri í sumar. Þeir stóðu sig allavega eins og hetjur, kíktu á það helsta í hjólabúnaðnum, smurðu læsingar og lamir og spurðu út í rafgeyminn, ég sagði þeim að það væri ekki þörf að mæla hann, bættu á rúðupissið og mældu á drifinu, og spjölluðu heilmikið um bílinn og settu rétta olíu á hann án þess að ég hafi þurft að spyrja sérstaklega um það (Mobil1 0W40) Ég var allavega mjög sáttur með þjónustuna hjá þeim, þannig að það er kannski erfitt að segja að allar smurstöðvar N1 séu fullar af vitleysingum.
Ég myndi samt ræða þetta við yfirmann á viðkomandi smurstöð ef að þeir slepptu því að skipta um síu. En annars er alveg eðlilegt að olían taki fljótt lit, nútíma olíur eins og eru notaðar á bílvélar er ekki hægt að greina með því að skoða bara litinn, og ef það á yfir höfuð að fara að greina smurhæfileika olíunnar þá er ekki hægt að gera það nema með sérhæfðum búnaði.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af rapport »

Varðandi að fara með bíl í smur, þá er ég á bíl sem er að verða 12 ára og fer alltaf á N1 uppá höfða (Inn í minni höfðana frá Dvergshöfða, ekki Bíldshöfða) og svo elska ég að fara á Shell í Öskjuhíð, þeir eru æðislegir þar...
Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af roadwarrior »

Spjallaðir þú eitthvað við þá hjá N1?

Höfundur
Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: N1 - smurning - Svindlarar ?

Póstur af Dúlli »

Er búin að spjalla við þá og fékk flott og góð svör.

Þetta er sem sagt algengt með langtíma olíu og olíur í dag á ekki að dæma út frá útliti lengur heldur og frá áferð og lykt og eithvað svoleiðis munbó jumbó.

Þeir báðust líka afsökurnar því að starfsmaðurinn skoðaði ekki rúðurþurkurnar og þess háttar hluti.
Svara