Ég hef áhyggjur af þessu þar sem afleiðingar geta verið miklar og er ekki sáttur með þessi vinnubrögð og vill fá að vita hvað N1 hefur fyrir sig að segja.
Eins og ég segi bílinn verður ekkert notaður fyrir en á mánudag og þá beina leið til að smyrja gripinn og skipta um þessa síu, ég gæti svosem skipt um þessa síu sjálfur en það gagnast ekki neitt þar sem olían er orðin viðbjóður þannig sían mun ekkert endast.
Helvítis rugl samt ekki einu sinni 1 ár liðið síðan ég smurði og ekki nálægt því búin að keyra eins mikið og það mætti keyra.
Held að þetta séu slæm vinnubrögð en ætla ekki að ásaka nein.
Langar bara að vita hver er minn réttur og hvað ég gæti gert í þessu.
Bætt Við :
MatroX skrifaði:sko þú ert ekki að fara skemma neitt á því að hafa þetta svona til mánudags, ég myndi bara fara með bílinn þangað sem þú fórst með hann og segja þína hlið á málinu og þeir ættu að skoða síuna og skipta um hana ef þeir hafa ekki gert það,
það vill svo til að vw hefur alltaf verið þekktir fyrir að brenna olíu og ekkert ólíklegt að þú þurfir að bæta 1+líter á mótorinn á milli smurningina, þannig að olían sé svona svört er nokkuð eðlilegt en svolítið erfitt að fara eftir þessari mynd þar sem kvarðinn getur hafa verið með sóti á.
vonandi að ég hafi hjálpað þér eitthvað, hingað til þegar ég eða aðrir hafa gert mistök, við erum nú allir mennskir þannig að það kemur fyrir þá hafa hlutirnir verið lagaðir á staðnum fyrir viðskiptavininn
Akkurat, ætla að bíða, en hef heyrt slæma hluti um N1 í skeifunni, en margir mæla með N1 í kópavogi hugsa að ég fer þanngað á mánudaginn.
Ekki nýjir VW bílar er það nokkuð ? þessi er ekki einu sinni orðin 3x ára og þetta hefur ekki verið svona áður, skoðaði meira segja áðan einn renualt sem kærastan á hann var smurður á eithverjum öðrum stað og olían er örlítið brúnleit en samt mjög glær en þá þótt það var skipta á svipuðum tíma.
Já skil vel þessi mynd er ekki sú besta en ég prófaði þetta eins og maður hefur séð verið gert, taka úr þrífa, dipa og taka aftur út og skoða. levelið af olíu var samt rétt þannig ég hugsa að bæta 1 líter við yrði of mikið þetta þetta samt ekkert.
Það er sjálfsagt að við erum mennskir en manni finnst að fólk sem er að gera svona hluti sem eru dagsdaglegir eigi að vita upp á hár hvað þeir eru að gera.