Sælir vaktarar,
Er í vandamálum með uppsetningu á Ubuntu, þegar ég reyni að installa Ubuntu þá fæ ég bara svartann skjá og hef googlað mig til um það og það er vegna þess að Secure boot er enabled.
Vandamálið er það að þegar ég fer í "Advanced Startup" þá er ekki valmöguleiki þar fyrir UEFI settings.
læt fylgja mynd af því hér fyrir neðan.
Svo hef ég lésið að maður á að geta slökkt á "secure boot" í gegnum biosinn en þar fæ ég einga valmöguleika fyrir það heldur... læt fylgja myndir af því líka.
Er búinn að vera í nokkra klukkutíma að leyta af svörum á ýmsum forums og hef ekki enn fundið neitt.
Er hægt að slökkva á secure boot á eitthvern annan hátt? ef þið hafið eitthverjar upplýsingar um hvernig mér getur tekist þetta þá er ég "all ears"
Secure boot vandamál Acer Aspire 5750G
Re: Secure boot vandamál Acer Aspire 5750G
Ertu með Windows 8.1 ? Ef svo er þá er getur verið vesen að dual boota Ubuntu með win 8.1 en ég henti Win 8.1 alveg út bara og setti upp Ubuntu í staðinn.
Svartur skjár getur líka verið útaf Nvidia kortinu sem þú ert líklegast með (Geforce GT 540M?) því installerinn hefur ekki drivera til að keyra það. Þá þarftu að googla þig til um hvernig þú setur NOMODESET, þetta hér fyrir neðan gæti hjálpað þér á rétta braut.
http://askubuntu.com/questions/162075/m ... 076#162076
Á líka Acer Aspire 5750G tölvu og hef lent í þessu sem þú nefnir, þá dugði að setja NOMODESET og svo installa driverunum fyrir Nvidia kortið um leið og ég gat. Allt virkað fínt eftir það.
Svartur skjár getur líka verið útaf Nvidia kortinu sem þú ert líklegast með (Geforce GT 540M?) því installerinn hefur ekki drivera til að keyra það. Þá þarftu að googla þig til um hvernig þú setur NOMODESET, þetta hér fyrir neðan gæti hjálpað þér á rétta braut.
http://askubuntu.com/questions/162075/m ... 076#162076
Á líka Acer Aspire 5750G tölvu og hef lent í þessu sem þú nefnir, þá dugði að setja NOMODESET og svo installa driverunum fyrir Nvidia kortið um leið og ég gat. Allt virkað fínt eftir það.
Re: Secure boot vandamál Acer Aspire 5750G
Snilld! kíki á þetta núna, en kortið sem er í henni er GT520M,Er ekki að reyna dual-boota heldur henda því allveg út og setja inn Ubuntu.
En ætla kíkja á þetta og vona að þetta virki takk takk.
En ætla kíkja á þetta og vona að þetta virki takk takk.
Re: Secure boot vandamál Acer Aspire 5750G
Hvernig gekk þetta hjá þér? Komstu upp Ubuntu eða?
Re: Secure boot vandamál Acer Aspire 5750G
Já nomodeset virkaði fyrir lappann er samt ennþá í vandamálið með drivera fyrir skjákortið, annaðhvort virkar það eða ekki og þegar það virkar ekki kemst ég ekki inní "Grafíska Ubuntu" heldur bara tty1-6, s.s unity loadar ekki, Gafst upp á því á endanum og setti upp Ubuntu aftur uppá nýtt og hef ekki snert drivers fyrir kortið aftur.
Þakka þér fyrir hjálpina
Þakka þér fyrir hjálpina
Re: Secure boot vandamál Acer Aspire 5750G
Það eru tvær skjástýringar í tölvunni. Skoðaðu Bumblebee.