40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Ég get einfaldlega ekki setið á mér með það að skrifa þennan þráð hérna eftir að það var leitað til mín og ég spurður að því hvort ég gæti mögulega sett upp Windows stýrikerfi á fjögurra ára gamla Dell borðtölvu fyrir lítið.
Eins og málavöxtum er lýst fyrir mér, að þá átti þessi kona Dell borðtölvu sem er um fjögurra ára gömul. Eins og gengur og gerist í sumum tilvikum að þá var stýrikerfið orðið ansi "illa farið" með tilheyrandi bluescreens, villum (errors) þegar reynt var að nota hana ásamt því sem hún endurræsti sig í tíma og ótíma. Til að fá tölvuna í lag að þá leitaði viðkomandi kona til Tölvuvirkni og ætlaði að fá þá til að gera einfaldlega þetta: "Formatta C drifið (sem er eini diskurinn í vélinni svo það komi fram) og setja síðan aftur upp Windows XP". Hún er með gilt leyfi (= key) fyrir stýrikerfið og ekkert annað átti að gera en að formatta C drifið og henda stýrikerfinu upp aftur - engin gagnabjörgun eða neitt slíkt var til umræðu. Þegar hún mætir með tölvuna til þeirra í Tölvuvirkni að þá tilkynna þeir henni það að þetta sé viðgerð sem kosti 40.000 kr.. 40.000 kr.!!!! Þar sem hún hefur lítið sem ekkert vit á tölvum yfir höfuð að þá hefur hún að sama skapi u.þ.b. ekkert vit á því hvað gæti talist eðlilegt verð fyrir þá þjónustu sem hún óskaði eftir. Sem betur fer fannst henni verðið heldur hátt og ákvað að bíða með viðgerðina. Nokkrum dögum síðar var hún í sambandi við mig og bað mig um að sjá um að gera þetta - og viti menn! --> Það tók mig samtals u.þ.b. 30 mínútur að koma vélinni í lag með "fresh Win. XP" instölluðu. Ég ætti ekki að þurfa að taka það fram, en ég gerði þetta að sjálfsögðu fyrir ekki neitt - enda afar lítil vinna sem fólst í þessu og um leið mjög lítill tími sem þetta tók. Hverju og einu tölvuverkstæði er að sjálfsögðu frjálst ákvarða hvaða gjald beri að greiða fyrir þeirra þjónustu - en er eitthvað eðlilegt við það að ætla að rukka 40.000 kr. fyrir verk sem þetta sbr. það sem Tölvuvirkni vildi fá greitt fyrir verkið? Hvað finnst ykkur, langar endilega að heyra ykkar skoðanir á þessu.
Þessi þráður er með engu móti til þess ætlaður til þess að reyna að valda Tölvuvirkni nokkrum skaða með einum eða öðrum hætti. Þetta dæmi kom mér hins vegar verulega á óvart þar sem að ég hef, að því er ég best man, ekki heyrt mikið annað en mjög góða hluti af Tölvuvirkni og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á.
En eins og áður hefur komið fram, að þá langar mig að heyra ykkar álit á þessu ákveðna dæmi. Er þetta óeðlilegt eða eðlilegt að ykkar mati? Var verið að reyna að hafa peninga af einstaklingi í skjóli þekkingarleysis hans? Endilega látið gamminn geysa!
Bestu kveðjur,
- ASUSit
Eins og málavöxtum er lýst fyrir mér, að þá átti þessi kona Dell borðtölvu sem er um fjögurra ára gömul. Eins og gengur og gerist í sumum tilvikum að þá var stýrikerfið orðið ansi "illa farið" með tilheyrandi bluescreens, villum (errors) þegar reynt var að nota hana ásamt því sem hún endurræsti sig í tíma og ótíma. Til að fá tölvuna í lag að þá leitaði viðkomandi kona til Tölvuvirkni og ætlaði að fá þá til að gera einfaldlega þetta: "Formatta C drifið (sem er eini diskurinn í vélinni svo það komi fram) og setja síðan aftur upp Windows XP". Hún er með gilt leyfi (= key) fyrir stýrikerfið og ekkert annað átti að gera en að formatta C drifið og henda stýrikerfinu upp aftur - engin gagnabjörgun eða neitt slíkt var til umræðu. Þegar hún mætir með tölvuna til þeirra í Tölvuvirkni að þá tilkynna þeir henni það að þetta sé viðgerð sem kosti 40.000 kr.. 40.000 kr.!!!! Þar sem hún hefur lítið sem ekkert vit á tölvum yfir höfuð að þá hefur hún að sama skapi u.þ.b. ekkert vit á því hvað gæti talist eðlilegt verð fyrir þá þjónustu sem hún óskaði eftir. Sem betur fer fannst henni verðið heldur hátt og ákvað að bíða með viðgerðina. Nokkrum dögum síðar var hún í sambandi við mig og bað mig um að sjá um að gera þetta - og viti menn! --> Það tók mig samtals u.þ.b. 30 mínútur að koma vélinni í lag með "fresh Win. XP" instölluðu. Ég ætti ekki að þurfa að taka það fram, en ég gerði þetta að sjálfsögðu fyrir ekki neitt - enda afar lítil vinna sem fólst í þessu og um leið mjög lítill tími sem þetta tók. Hverju og einu tölvuverkstæði er að sjálfsögðu frjálst ákvarða hvaða gjald beri að greiða fyrir þeirra þjónustu - en er eitthvað eðlilegt við það að ætla að rukka 40.000 kr. fyrir verk sem þetta sbr. það sem Tölvuvirkni vildi fá greitt fyrir verkið? Hvað finnst ykkur, langar endilega að heyra ykkar skoðanir á þessu.
Þessi þráður er með engu móti til þess ætlaður til þess að reyna að valda Tölvuvirkni nokkrum skaða með einum eða öðrum hætti. Þetta dæmi kom mér hins vegar verulega á óvart þar sem að ég hef, að því er ég best man, ekki heyrt mikið annað en mjög góða hluti af Tölvuvirkni og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á.
En eins og áður hefur komið fram, að þá langar mig að heyra ykkar álit á þessu ákveðna dæmi. Er þetta óeðlilegt eða eðlilegt að ykkar mati? Var verið að reyna að hafa peninga af einstaklingi í skjóli þekkingarleysis hans? Endilega látið gamminn geysa!
Bestu kveðjur,
- ASUSit
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Mér finnst 40 þús fyrir þetta vera vægast sagt hrottalegt! Eru þeir með þetta á skrá eða
setja þeir bara mishátt eftir því hvort þeir geri ráð fyrir að viðskiptavinurinn viti nokkuð?
FÁRÁNLEGT!
setja þeir bara mishátt eftir því hvort þeir geri ráð fyrir að viðskiptavinurinn viti nokkuð?
FÁRÁNLEGT!
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Ég er algjörlega sammála þér um þetta verðlag! Tölvuvirkni er með verðskrá fyrir þjónustu á verkstæði sínu á vefsíðunni hjá sér, sjá: http://www.tolvuvirkni.is/page/thjonusta - en með því að skoða þessa verðskrá get ég með engu móti áttað mig á hvernig þeir fengu út að rétt væri að rukka 40.000 kr. í þessu tilviki
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Mæli með Kísildal, þeir eru algjörir snillingar
En er nokkuð vit í því að vera með Windows XP þar sem það er hætt að uppfæra það ?
Það hlýtur samt að vera einhvað meira bakvið þetta, ég trúi ekki öðru
En er nokkuð vit í því að vera með Windows XP þar sem það er hætt að uppfæra það ?
Það hlýtur samt að vera einhvað meira bakvið þetta, ég trúi ekki öðru
MSI GF 960GTX Tiger 2048MB || Intel Core i5-4690K 3.5GHz || Asus Z97-K || G.Skill 8GB (4x4GB) Ares 2133MHz DDR3 || Antec P280 White || Corsair AX860 || 500GB 850 EVO + 1TB Seagate Sata 3
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Tæknimanninum hefur eflaust fundist eitthvað meira vera að en bara stýrikerfið og það gæti verið að hann hafi verið að tala um rykhreinsun, einhvern nýjan vélbúnað eða eitthvað þvíumlíkt inni í þessu. Ég veit allavega að þeir eru ekki venjulega að rukka 40þ fyrir stýrikerfisuppsetningu.
i7 2600K @ 4,5 GHz 1,3v | NH-D14 | Asus P8P67 Pro | 8GB 1600MHz | Asus GTX980 | Asus Xonar DX & Yulong U100 DAC | Samsung 840 PRO 256 GB | 10 TB HDDs| Seasonic SS-760XP Platinum | Fractal Design Define R4 | Sennheiser HD595 & Grado SR325e | Logitech G710 & G502 | BenQ XL2420T | Microsoft Surface Pro 3 i5 | LG G3 |
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Sælir og kærar þakkir fyrir svörin!
Þetta var akkúrat það sem ég hugsaði: "Það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið 40.000 kr. reikning heldur en bara format C + Windows XP setup". En eftir að spyrja manneskjuna ítarlega út í þetta að þá fékk ég ekki betur séð en að þetta gjald væri eingöngu fyrir þessa tilteknu þjónustu sem áður hefur verið nefnd. Er vissulega sammála því að mér finnst eitthvað hér alls ekki geta passað, þetta gjald feli t.d. í sér mögulega rykhreinsun, einhvern viðbættan ódýran vélbúnað... o.s.frv. En þar sem að ég gat ekki skilið þetta betur en ég lýsti hér í fyrsta póstinum mínum í þessum þræði að þá langaði mig að fá álit annarra hér á Vaktinni á þessu dæmi.
Og ég þakka aftur kærlega fyrir svörin!
Þetta var akkúrat það sem ég hugsaði: "Það hlýtur að vera eitthvað meira á bakvið 40.000 kr. reikning heldur en bara format C + Windows XP setup". En eftir að spyrja manneskjuna ítarlega út í þetta að þá fékk ég ekki betur séð en að þetta gjald væri eingöngu fyrir þessa tilteknu þjónustu sem áður hefur verið nefnd. Er vissulega sammála því að mér finnst eitthvað hér alls ekki geta passað, þetta gjald feli t.d. í sér mögulega rykhreinsun, einhvern viðbættan ódýran vélbúnað... o.s.frv. En þar sem að ég gat ekki skilið þetta betur en ég lýsti hér í fyrsta póstinum mínum í þessum þræði að þá langaði mig að fá álit annarra hér á Vaktinni á þessu dæmi.
Og ég þakka aftur kærlega fyrir svörin!
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Hafa þeir ekki bara verið að bjóða henni uppfærslu á stýrikerfinu þar sem XP er orðið non-support. Windows 8.1 leyfi kostar hjá þeim 20k og fyrir gamla tölvu, þá er einhver 20k ofan á það fyrir uppsetningu + jafnvel rykhreinsun og kannski stækkun á vinnsluminni eða eitthvað þvíumlíkt ekkert óeðlilegt.
Ég myndi allavega giska að þetta hafi verið einhver svoleiðis pakki sem um var að ræða, án þess að vita neitt um það :/
Ég myndi allavega giska að þetta hafi verið einhver svoleiðis pakki sem um var að ræða, án þess að vita neitt um það :/
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Það er það sem mér datt fyrst í hug.SteiniP skrifaði:Hafa þeir ekki bara verið að bjóða henni uppfærslu á stýrikerfinu þar sem XP er orðið non-support. Windows 8.1 leyfi kostar hjá þeim 20k og fyrir gamla tölvu, þá er einhver 20k ofan á það fyrir uppsetningu + jafnvel rykhreinsun og kannski stækkun á vinnsluminni eða eitthvað þvíumlíkt ekkert óeðlilegt.
Ég myndi allavega giska að þetta hafi verið einhver svoleiðis pakki sem um var að ræða, án þess að vita neitt um það :/
Þegar ég var lítill snáði og fékk fyrstu tölvuna þá vissi ég ekkert um tölvur. Ég var búinn að spreyja kassann rauðan fyrir FPS gainz og var búinn að rífa serial kóðann af kassanum sem fylgdi stýrikerfinu, Síðan lenti ég í því að einn daginn gat ég ekki bootað í Windows og þurfti að gera system repair en ég átti ekki diskinn.
Fór með tölvuna í Tölvuvirkni (þar sem hún var keypt). Þeir sögðu ekkert mál og ég skildi tölvuna eftir hjá þeim. Fékk símtal seinna um að það var lítið hægt að gera þar sem serial kóðinn var ekki á kassanum og mér boðið að kaupa nýtt leyfi sem eg endaði á að gera og borgaði síðan fyrir vinnuna + leyfið. Lærði það "the hard way" að serial kóðinn er mikilvægur
Þetta er örugglega eitthvað svipað sem var í verðinu, leyfi á nýju Windows með vinnu,
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Mér finnst ótrúlegt að þú hafir verið 30 mín með allt ferlið. Kannski 30 mín að setja upp og boota í desktop en að setja upp drivera og Windows update tekur mun meiri tíma en það. Sérstaklega á xp.ASUSit skrifaði:og viti menn! --> Það tók mig samtals u.þ.b. 30 mínútur að koma vélinni í lag með "fresh Win. XP" instölluðu.
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Margt þarna sem passar ekki inní hjá þér, Windows XP á 4 ára gamalli Dell vél? Það hef ég ekki séð hingað til.
Sýnist þetta bara vera ein hlið á málinu og að vanti talsvert inní þetta.
Sýnist þetta bara vera ein hlið á málinu og að vanti talsvert inní þetta.
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Vandamálið hérna er að við erum að fá söguna frá aðila, sem talaði við aðila sem hefur lítið sem ekkert vit á tölvum. Tæknimaðurinn í Tölvuvirkni gæti hafa sagt ýmislegt sem er ekki að skila sér hingað.
Það rukkar enginn 40k fyrir uppsetningu á OS, ekki einu sinni Nýherji/Advania/OK.
Það rukkar enginn 40k fyrir uppsetningu á OS, ekki einu sinni Nýherji/Advania/OK.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Væri ekki eðlilegra að hafa samband við Tölvuvirkni og kanna þeirra hlið áður en þú ferð að skrifa svona þráð?
Að öllum líkindum er hér eitthver misskilningur á ferð.
Að öllum líkindum er hér eitthver misskilningur á ferð.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Er það ekki bara sölumennska/fagmennska að bjóða kúnna sem vill XP enduruppsett að fá nýtt OS og rykhreinsun ?
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Ekki spurning. Tæknimaður hefur líklegast boðið henni Win8.1, rykhreinsun, uppsetningu og líklega minnisstækkun. Trúi ekki öðru en að það sé mikill misskylningur í gangi á milli tæknimanns og þessa aðila.rapport skrifaði:Er það ekki bara sölumennska/fagmennska að bjóða kúnna sem vill XP enduruppsett að fá nýtt OS og rykhreinsun ?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Staða: Ótengdur
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Fyi smá off topic en ef þið viljið fletta upp serial á windows eða einhverjum forritum hjá ykkur mæli ég sterklega með Belarc Advisor.Frost skrifaði:Það er það sem mér datt fyrst í hug.SteiniP skrifaði:Hafa þeir ekki bara verið að bjóða henni uppfærslu á stýrikerfinu þar sem XP er orðið non-support. Windows 8.1 leyfi kostar hjá þeim 20k og fyrir gamla tölvu, þá er einhver 20k ofan á það fyrir uppsetningu + jafnvel rykhreinsun og kannski stækkun á vinnsluminni eða eitthvað þvíumlíkt ekkert óeðlilegt.
Ég myndi allavega giska að þetta hafi verið einhver svoleiðis pakki sem um var að ræða, án þess að vita neitt um það :/
Þegar ég var lítill snáði og fékk fyrstu tölvuna þá vissi ég ekkert um tölvur. Ég var búinn að spreyja kassann rauðan fyrir FPS gainz og var búinn að rífa serial kóðann af kassanum sem fylgdi stýrikerfinu, Síðan lenti ég í því að einn daginn gat ég ekki bootað í Windows og þurfti að gera system repair en ég átti ekki diskinn.
Fór með tölvuna í Tölvuvirkni (þar sem hún var keypt). Þeir sögðu ekkert mál og ég skildi tölvuna eftir hjá þeim. Fékk símtal seinna um að það var lítið hægt að gera þar sem serial kóðinn var ekki á kassanum og mér boðið að kaupa nýtt leyfi sem eg endaði á að gera og borgaði síðan fyrir vinnuna + leyfið. Lærði það "the hard way" að serial kóðinn er mikilvægur
Þetta er örugglega eitthvað svipað sem var í verðinu, leyfi á nýju Windows með vinnu,
Annars fór móðir mín með fartölvuna sína sem hún var nýbúin að kaupa hjá þeim í viðgerð því skjárinn vildi ekki fara í gang. Þeir rukkuðu hana um minnir mig 15 þús fyrir að mér sýnist hard resetta tölvuna. Þetta kom aftur fyrir stuttu seinna og þá hringdi hún fyrst í mig og ég kom og lokaði skjánum og opnaði aftur og ýtti á bilstöng og skjárinn kom aftur inn.
Mæli ekki með Tölvuvirkni eftir þetta ripoff sem hún lenti í. Ég veit að þetta kemur frá einni hlið en ég get ekki séð að þeir hafi gert neitt við tölvuna þegar hún fór með hana til þeirra því vandamálið hefur komið aftur fyrir eftir "viðgerðina" hjá þeim, gerðist meira að segja í gærkvöldi og það er örugglega í 3-4 sinn sem þetta gerist.
Ég á reyndar eftir að fá sundurliðun hjá þeim hvað þeir gerðu, ætla að checka á því fyrst ég er að sjá annan hérna með slæma sögu af viðgerð hjá þeim.
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Þeir hjá Tölvuvirkni voru með ágæta þjónusta hérna á árum áður,Mig minnir að Björgvin hafi selt fyrirtækið, ég veit ekki hver rekur þetta núna.
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Jæja, þónokkur svör komin hérna inn síðan ég leit við síðast og þakka ég öllum kærlega fyrir að segja sinn hug, álit og þess háttar!
KermitTheFrog:
Algjörlega off topic hjá þér finnst mér, og hreinlega algjört óþarfa innlegg!
Burtséð frá því hversu ótrúlegt þér finnst að það hafi tekið 30 mínútur að klára allt ferlið, að þá var það nú samt þannig að heildar-ferlið tók mig 30 mínútur, um það bil - segjum +/- 5 til 10 mínútur max. Windows XP boot-up + installation tók mjög lítinn tíma og hvað drivera varðar að þá er driver installation ekki lengi gert ef maður hefur jafnvel bara örlítið vit á hvernig er best að fara að í þeim efnum. Ég taldi Windows update ekki inn í þessar 30 mínútur, svo að ef þú vilt mjög gjarnan telja það með að þá færumst við aðeins nær því að þú hafir rétt fyrir þér með það að þetta hafi tekið mig lengri tíma en 30 mín.
En ég endurtek - furðulegt innlegg í umræðuna með efasemdum um að ég sé að segja rétt frá mínum hluta í málinu.
Maniax:
Hvaða "mörgu" hlutir eru þetta sem ekki passa inn í hjá --mér--? Þessi Dell borðtölva kom "stock" með Windows XP stýrikerfi, jafnvel þó svo að þú hafir verið að sjá það í fyrsta skipti núna. En hvað varðar atriði sem ekki passa hjá mér að þá er ég bara að segja frá þessu dæmi eins og mér var sagt að atburðarrásin hefði verið - og breytti þar engu þó svo að ég spyrði út í hina og þessa hluti og hvort að þeir gætu hafa verið innifaldir í þessu verði - og það væri því um að ræða meiri vinnu við uppsetningu tölvunnar og jafnvel kaup á einhverjum "smá-vélbúnaði".
-- Það er algjörlega rétt hjá þér að hérna kemur bara fram önnur hliðin á málinu, en að talsvert vanti inn í þetta finnst mér ólíklegt - ég veit að ekki lýgur manneskjan sem fór með umrædda tölvu í Tölvuvirkni. Það má hins vegar vera að misskilningur hafi orðið í samskiptum hennar við viðgerðarmann/tæknimann í Tölvuvirkni sem hefur valdið því að hún taldi að Tölvuvirkni ætlaði að rukka sig um þessa áðurnefndu 40.000 kr. upphæð fyrir þessa einföldu verkstæðisvinnu sem var allt sem þurfti til að koma tölvunni í gott stand aftur.
AntiTrust:
Þarna er ég þér algjörlega sammála! Ég skrifa þetta bara upp hérna nákvæmlega eins og þessu var lýst fyrir mér, en ég að sjálfsögðu spurði að miklum fjölda spurninga, m.a. ítrekað hvort að þetta hefði verið verðmiðinn fyrir format + setup eingöngu og hvort engin frekari verkstæðisvinna væri inni í verðinu, sbr. rykhreinsun, einhvers konar uppfærslur á vélbúnaði eða öðru, keypt vírusvörn og/eða önnur slík 'forrit'. Sama hversu aggressívur ég varð og hversu sterkt ég gaf í skyn að mér fyndist þetta ekki passa að þá stóð hún á sínu. En hvort allar upplýsingarnar sem Tölvuvirkni kom á framfæri við hana hafi náð lengra en inn um annað eyrað og svo beint út um hitt er hlutur sem ég get með engu móti svarað með vissu.
-- Eins og þú segir í lokin, þá er þetta já alveg déskoti hár verðmiði fyrir að formatta C drifið og skella upp Windows XP OS (og teldist jafnvel hátt verð þó það tæki tæknimanninn 1 klst. að koma tölvunni í stand, en ákveðnir efasemdamenn draga það mjög í efa að mér hafi tekist þetta á 30 mín ).
beggi90:
Í tilviki sem þessu er það mitt mat að það hvað er eðlilegt, rétt, óeðlilegt og rangt að gera o.s.frv. að mestu leyti háð skoðun hvers einstaklings fyrir sig. Ég ætla samt að byrja á að benda þér á að þó svo að ég hafi stofnað þennan þráð að þá tek ég það skýrt fram að hér skrifa ég einungis þær staðreyndir sem haldið hefur verið fram við mig, auk þess sem ég hef sett fram ýmsar spurningar fyrir viðkomandi sem eru til þess fallnar, tja já eða ættu að gefa til kynna að ég er ekki alveg að gleypa við því að hlutirnir hafi verið nákvæmlega eins og mér var sagt í þessu umrædda dæmi. En að sjálfsögðu skrifaði ég einnig bréf til að senda á Tölvuvirkni og óska eftir þeirra viðbrögðum og hugsanlegum útskýringum á því hvað hér átti sér stað. Þar er þess jafnframt getið að ég muni birta þennan þráð á þessu spjallsvæði svo þeir hafi þá að öllu leyti kost á að fylgjast með því sem hér er skrifað og þá svara fyrir sig og/eða koma með leiðréttingar jafn óðum.
-- Mér þætti þessi þráður ekki eiga neinn rétt á sér nema að viðkomandi aðili sem liggur hér undir gagnrýni (ef svo má segja) væri ekki látinn vita af birtingu hans. Þar sem að ég birti aðeins aðra hlið málsins hér eins og tíðrætt hefur verið að þá gerði ég allar þær ráðstafanir sem ég taldi nauðsynlegar svo að viðkomandi fyrirtæki gæti komið SINNI HLIÐ á þessu máli á framfæri. Ef hér er misskilningur á ferð líkt og þú allar líkur vera á, þá er það glæsilegt ef að þeir taka mark á bréfinu sem ég hef sent þeim - þar sem að með því móti hefur þeim verið gefinn kostur á að "verjast/svara fyrir sig og leiðrétta" rangar upplýsingar o.fl. þess háttar. Þess er þó að geta að bréfið var sent á aðal tölvupóstfang þeirra um mjög svipað leyti og ég stofnaði þennan þráð upphaflega, en ég hef enn ekki fengið nein svör eða annað slíkt.
Held að ég láti þessi skrif mín og svör núna duga í bili að minnsta kosti. Um leið vil ég þakka öllum fyrir að stíga fram með sínar skoðanir og jafnvel einnig kenningar um það hvers vegna einföld og fljótleg verkstæðisvinna sem þessi fékk á sig þann ótrúlega verðmiða sem áður er tilgreindur.
Bestu þakkir eina ferðina enn kæru Vaktarar!
- ASUSit
KermitTheFrog:
Algjörlega off topic hjá þér finnst mér, og hreinlega algjört óþarfa innlegg!
Burtséð frá því hversu ótrúlegt þér finnst að það hafi tekið 30 mínútur að klára allt ferlið, að þá var það nú samt þannig að heildar-ferlið tók mig 30 mínútur, um það bil - segjum +/- 5 til 10 mínútur max. Windows XP boot-up + installation tók mjög lítinn tíma og hvað drivera varðar að þá er driver installation ekki lengi gert ef maður hefur jafnvel bara örlítið vit á hvernig er best að fara að í þeim efnum. Ég taldi Windows update ekki inn í þessar 30 mínútur, svo að ef þú vilt mjög gjarnan telja það með að þá færumst við aðeins nær því að þú hafir rétt fyrir þér með það að þetta hafi tekið mig lengri tíma en 30 mín.
En ég endurtek - furðulegt innlegg í umræðuna með efasemdum um að ég sé að segja rétt frá mínum hluta í málinu.
Maniax:
Hvaða "mörgu" hlutir eru þetta sem ekki passa inn í hjá --mér--? Þessi Dell borðtölva kom "stock" með Windows XP stýrikerfi, jafnvel þó svo að þú hafir verið að sjá það í fyrsta skipti núna. En hvað varðar atriði sem ekki passa hjá mér að þá er ég bara að segja frá þessu dæmi eins og mér var sagt að atburðarrásin hefði verið - og breytti þar engu þó svo að ég spyrði út í hina og þessa hluti og hvort að þeir gætu hafa verið innifaldir í þessu verði - og það væri því um að ræða meiri vinnu við uppsetningu tölvunnar og jafnvel kaup á einhverjum "smá-vélbúnaði".
-- Það er algjörlega rétt hjá þér að hérna kemur bara fram önnur hliðin á málinu, en að talsvert vanti inn í þetta finnst mér ólíklegt - ég veit að ekki lýgur manneskjan sem fór með umrædda tölvu í Tölvuvirkni. Það má hins vegar vera að misskilningur hafi orðið í samskiptum hennar við viðgerðarmann/tæknimann í Tölvuvirkni sem hefur valdið því að hún taldi að Tölvuvirkni ætlaði að rukka sig um þessa áðurnefndu 40.000 kr. upphæð fyrir þessa einföldu verkstæðisvinnu sem var allt sem þurfti til að koma tölvunni í gott stand aftur.
AntiTrust:
Þarna er ég þér algjörlega sammála! Ég skrifa þetta bara upp hérna nákvæmlega eins og þessu var lýst fyrir mér, en ég að sjálfsögðu spurði að miklum fjölda spurninga, m.a. ítrekað hvort að þetta hefði verið verðmiðinn fyrir format + setup eingöngu og hvort engin frekari verkstæðisvinna væri inni í verðinu, sbr. rykhreinsun, einhvers konar uppfærslur á vélbúnaði eða öðru, keypt vírusvörn og/eða önnur slík 'forrit'. Sama hversu aggressívur ég varð og hversu sterkt ég gaf í skyn að mér fyndist þetta ekki passa að þá stóð hún á sínu. En hvort allar upplýsingarnar sem Tölvuvirkni kom á framfæri við hana hafi náð lengra en inn um annað eyrað og svo beint út um hitt er hlutur sem ég get með engu móti svarað með vissu.
-- Eins og þú segir í lokin, þá er þetta já alveg déskoti hár verðmiði fyrir að formatta C drifið og skella upp Windows XP OS (og teldist jafnvel hátt verð þó það tæki tæknimanninn 1 klst. að koma tölvunni í stand, en ákveðnir efasemdamenn draga það mjög í efa að mér hafi tekist þetta á 30 mín ).
beggi90:
Í tilviki sem þessu er það mitt mat að það hvað er eðlilegt, rétt, óeðlilegt og rangt að gera o.s.frv. að mestu leyti háð skoðun hvers einstaklings fyrir sig. Ég ætla samt að byrja á að benda þér á að þó svo að ég hafi stofnað þennan þráð að þá tek ég það skýrt fram að hér skrifa ég einungis þær staðreyndir sem haldið hefur verið fram við mig, auk þess sem ég hef sett fram ýmsar spurningar fyrir viðkomandi sem eru til þess fallnar, tja já eða ættu að gefa til kynna að ég er ekki alveg að gleypa við því að hlutirnir hafi verið nákvæmlega eins og mér var sagt í þessu umrædda dæmi. En að sjálfsögðu skrifaði ég einnig bréf til að senda á Tölvuvirkni og óska eftir þeirra viðbrögðum og hugsanlegum útskýringum á því hvað hér átti sér stað. Þar er þess jafnframt getið að ég muni birta þennan þráð á þessu spjallsvæði svo þeir hafi þá að öllu leyti kost á að fylgjast með því sem hér er skrifað og þá svara fyrir sig og/eða koma með leiðréttingar jafn óðum.
-- Mér þætti þessi þráður ekki eiga neinn rétt á sér nema að viðkomandi aðili sem liggur hér undir gagnrýni (ef svo má segja) væri ekki látinn vita af birtingu hans. Þar sem að ég birti aðeins aðra hlið málsins hér eins og tíðrætt hefur verið að þá gerði ég allar þær ráðstafanir sem ég taldi nauðsynlegar svo að viðkomandi fyrirtæki gæti komið SINNI HLIÐ á þessu máli á framfæri. Ef hér er misskilningur á ferð líkt og þú allar líkur vera á, þá er það glæsilegt ef að þeir taka mark á bréfinu sem ég hef sent þeim - þar sem að með því móti hefur þeim verið gefinn kostur á að "verjast/svara fyrir sig og leiðrétta" rangar upplýsingar o.fl. þess háttar. Þess er þó að geta að bréfið var sent á aðal tölvupóstfang þeirra um mjög svipað leyti og ég stofnaði þennan þráð upphaflega, en ég hef enn ekki fengið nein svör eða annað slíkt.
Held að ég láti þessi skrif mín og svör núna duga í bili að minnsta kosti. Um leið vil ég þakka öllum fyrir að stíga fram með sínar skoðanir og jafnvel einnig kenningar um það hvers vegna einföld og fljótleg verkstæðisvinna sem þessi fékk á sig þann ótrúlega verðmiða sem áður er tilgreindur.
Bestu þakkir eina ferðina enn kæru Vaktarar!
- ASUSit
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
það eru litlar líkur á að það hafi staðið til að nota XP
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1591
- Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
- Staðsetning: Cicada - 3301
- Staða: Ótengdur
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
sælir ,
málið sem er hér verið að ræða um er ekki alveg rétt gefið fram í byrjun,
konan var með tölvu sem bluescreenaði,fór með hana í tölvuvirkni til að fá þetta í lag,
það sem þau í Tölvuvirkni gera er ALLTAF að prófa hvort harðadiskurinn sé í lagi,ef diskurinn kemur ekki næstum 100% út,þá gera þau fleiri test til að komast að hvað valdar þessi bluescreen,
(þetta er það sem var gert í þessu tilfelli)[Bílunargreining kostar líka]
þvi það gæti ordið vandamál með sectorum á disknum að þau halda ekki gögnum rétt,
svo konunni var bodið annan disk og windows 8 í uppsettningu (í stað win xp)
þetta er það sem valdar nokkud veginn 40 þúsund krónur.
og áður en þið farið núna að ráðast á mig þá TEK ÉG ÞAÐ FRAM AÐ ÞETTA ERU ORÐ FRÁ BJÖRGVIN HÓLM (starfsmaður Tölvuvirkni)
Venjulega rukka þau 14.000 (rukkað er fyrir 2 tíma vinnu ) krónur fyrir Uppsettning af styrikerfi (Sem mér finnst full mikið fyrir bara setja og biða )
Vonandi skýrir þetta samt málið örlítið betra:)
[Afsakið stafsetningarvillur]
málið sem er hér verið að ræða um er ekki alveg rétt gefið fram í byrjun,
konan var með tölvu sem bluescreenaði,fór með hana í tölvuvirkni til að fá þetta í lag,
það sem þau í Tölvuvirkni gera er ALLTAF að prófa hvort harðadiskurinn sé í lagi,ef diskurinn kemur ekki næstum 100% út,þá gera þau fleiri test til að komast að hvað valdar þessi bluescreen,
(þetta er það sem var gert í þessu tilfelli)[Bílunargreining kostar líka]
þvi það gæti ordið vandamál með sectorum á disknum að þau halda ekki gögnum rétt,
svo konunni var bodið annan disk og windows 8 í uppsettningu (í stað win xp)
þetta er það sem valdar nokkud veginn 40 þúsund krónur.
og áður en þið farið núna að ráðast á mig þá TEK ÉG ÞAÐ FRAM AÐ ÞETTA ERU ORÐ FRÁ BJÖRGVIN HÓLM (starfsmaður Tölvuvirkni)
Venjulega rukka þau 14.000 (rukkað er fyrir 2 tíma vinnu ) krónur fyrir Uppsettning af styrikerfi (Sem mér finnst full mikið fyrir bara setja og biða )
Vonandi skýrir þetta samt málið örlítið betra:)
[Afsakið stafsetningarvillur]
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Þú veist ekki einu sinni hvort það hafi orðið misskilningur og stofnar hér þráð án þess að heyra hina hliðina. Þannig skaparðu neikvæða ímynd fyrir fyrirtækið, sem á ekkert endilega rétt á sér.ASUSit skrifaði:Ef hér er misskilningur á ferð líkt og þú allar líkur vera á, þá er það glæsilegt ef að þeir taka mark á bréfinu sem ég hef sent þeim - þar sem að með því móti hefur þeim verið gefinn kostur á að "verjast/svara fyrir sig og leiðrétta" rangar upplýsingar o.fl. þess háttar.
Mér finnst þessi þráður (m.v. upplýsingarnar sem lágu fyrir) alveg jafn óþarfur og þér þótti kommentið mitt hér að ofan.
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Frábært innlegg í þennan þráð, þarna er komið eitthvað sem allavega á uppruna sinn frá "hinni hliðinni". Innilegustu þakkir fyrir að koma þessu hérna áleiðis!!!jojoharalds skrifaði:sælir ,
málið sem er hér verið að ræða um er ekki alveg rétt gefið fram í byrjun,
konan var með tölvu sem bluescreenaði,fór með hana í tölvuvirkni til að fá þetta í lag,
það sem þau í Tölvuvirkni gera er ALLTAF að prófa hvort harðadiskurinn sé í lagi,ef diskurinn kemur ekki næstum 100% út,þá gera þau fleiri test til að komast að hvað valdar þessi bluescreen,
(þetta er það sem var gert í þessu tilfelli)[Bílunargreining kostar líka]
þvi það gæti ordið vandamál með sectorum á disknum að þau halda ekki gögnum rétt,
svo konunni var bodið annan disk og windows 8 í uppsettningu (í stað win xp)
þetta er það sem valdar nokkud veginn 40 þúsund krónur.
og áður en þið farið núna að ráðast á mig þá TEK ÉG ÞAÐ FRAM AÐ ÞETTA ERU ORÐ FRÁ BJÖRGVIN HÓLM (starfsmaður Tölvuvirkni)
Venjulega rukka þau 14.000 (rukkað er fyrir 2 tíma vinnu ) krónur fyrir Uppsettning af styrikerfi (Sem mér finnst full mikið fyrir bara setja og biða )
Vonandi skýrir þetta samt málið örlítið betra:)
[Afsakið stafsetningarvillur]
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Það er enginn 4 ára gömul tölva frá Dell með Windows XP
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Bað hún um bilanagreiningu ?jojoharalds skrifaði:sælir ,
málið sem er hér verið að ræða um er ekki alveg rétt gefið fram í byrjun,
konan var með tölvu sem bluescreenaði,fór með hana í tölvuvirkni til að fá þetta í lag,
það sem þau í Tölvuvirkni gera er ALLTAF að prófa hvort harðadiskurinn sé í lagi,ef diskurinn kemur ekki næstum 100% út,þá gera þau fleiri test til að komast að hvað valdar þessi bluescreen,
(þetta er það sem var gert í þessu tilfelli)[Bílunargreining kostar líka]
þvi það gæti ordið vandamál með sectorum á disknum að þau halda ekki gögnum rétt,
svo konunni var bodið annan disk og windows 8 í uppsettningu (í stað win xp)
þetta er það sem valdar nokkud veginn 40 þúsund krónur.
og áður en þið farið núna að ráðast á mig þá TEK ÉG ÞAÐ FRAM AÐ ÞETTA ERU ORÐ FRÁ BJÖRGVIN HÓLM (starfsmaður Tölvuvirkni)
Venjulega rukka þau 14.000 (rukkað er fyrir 2 tíma vinnu ) krónur fyrir Uppsettning af styrikerfi (Sem mér finnst full mikið fyrir bara setja og biða )
Vonandi skýrir þetta samt málið örlítið betra:)
[Afsakið stafsetningarvillur]
Er þetta þá lýgi ?
Bætt Við :
Ertu ekki að F****** grínast í mér ? 14.000 fyrir uppsetningu og 20.000 fyrir stýrikerfi Fylgir sleipiefni með ? annars þarftu púða undir rassgatið á þér næstu mánuði.
Þetta er bara rán, er ánægður að kunna þetta og geri þetta frítt fyrir alla sem ég þekki og eru í kringum mig.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 645
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Auðvitað þyrftiru að taka það fram, ég er nú að senda contact upplýsingarnar þínar á alla sem ég veit um að eru með bilað stýrikerfiASUSit skrifaði:Ég ætti ekki að þurfa að taka það fram, en ég gerði þetta að sjálfsögðu fyrir ekki neitt - enda afar lítil vinna sem fólst í þessu
Það eru ekki allir í þessari vinnu af hugsjón einni saman. Ægilega gott að vita af þér
Það sem þú klikkar algjörlega á hér er að leyfa þeim að svara þér og birta SVO þráðinn. Auðvitað væri hann ekki jafn "júsí" en hvað er smá nöldur um okur (sem átti svo ekki rétt á sér) og lélega þjónustu (sem átti svo ekki rétt á sér) milli vina þegar orðspor þjónustufyrirtækis í bullandi samkeppni við aðra er um að ræða.ASUSit skrifaði: En að sjálfsögðu skrifaði ég einnig bréf til að senda á Tölvuvirkni og óska eftir þeirra viðbrögðum og hugsanlegum útskýringum á því hvað hér átti sér stað. Þar er þess jafnframt getið að ég muni birta þennan þráð á þessu spjallsvæði svo þeir hafi þá að öllu leyti kost á að fylgjast með því sem hér er skrifað og þá svara fyrir sig og/eða koma með leiðréttingar jafn óðum.
-- Mér þætti þessi þráður ekki eiga neinn rétt á sér nema að viðkomandi aðili sem liggur hér undir gagnrýni (ef svo má segja) væri ekki látinn vita af birtingu hans. Þar sem að ég birti aðeins aðra hlið málsins hér eins og tíðrætt hefur verið að þá gerði ég allar þær ráðstafanir sem ég taldi nauðsynlegar svo að viðkomandi fyrirtæki gæti komið SINNI HLIÐ á þessu máli á framfæri.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1591
- Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
- Staðsetning: Cicada - 3301
- Staða: Ótengdur
Re: 40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Hvað áttu við 20.000 kr fyrir styrikerfi (sleipiefni) ?Dúlli skrifaði:Bað hún um bilanagreiningu ?jojoharalds skrifaði:sælir ,
málið sem er hér verið að ræða um er ekki alveg rétt gefið fram í byrjun,
konan var með tölvu sem bluescreenaði,fór með hana í tölvuvirkni til að fá þetta í lag,
það sem þau í Tölvuvirkni gera er ALLTAF að prófa hvort harðadiskurinn sé í lagi,ef diskurinn kemur ekki næstum 100% út,þá gera þau fleiri test til að komast að hvað valdar þessi bluescreen,
(þetta er það sem var gert í þessu tilfelli)[Bílunargreining kostar líka]
þvi það gæti ordið vandamál með sectorum á disknum að þau halda ekki gögnum rétt,
svo konunni var bodið annan disk og windows 8 í uppsettningu (í stað win xp)
þetta er það sem valdar nokkud veginn 40 þúsund krónur.
og áður en þið farið núna að ráðast á mig þá TEK ÉG ÞAÐ FRAM AÐ ÞETTA ERU ORÐ FRÁ BJÖRGVIN HÓLM (starfsmaður Tölvuvirkni)
Venjulega rukka þau 14.000 (rukkað er fyrir 2 tíma vinnu ) krónur fyrir Uppsettning af styrikerfi (Sem mér finnst full mikið fyrir bara setja og biða )
Vonandi skýrir þetta samt málið örlítið betra:)
[Afsakið stafsetningarvillur]
Er þetta þá lýgi ?
Bætt Við :
Ertu ekki að F****** grínast í mér ? 14.000 fyrir uppsetningu og 20.000 fyrir stýrikerfi Fylgir sleipiefni með ? annars þarftu púða undir rassgatið á þér næstu mánuði.
Þetta er bara rán, er ánægður að kunna þetta og geri þetta frítt fyrir alla sem ég þekki og eru í kringum mig.
19.900 er ódyrasta kerfi HJÁ ÖLLUM BÚÐUM Á LANDINU
[Nei þetta er ekki lygi það er visst frí bílunargreining,Taktu þá uppsetning 2 tíma vinnu 14.000 + 19.000 Windows + Harðadískur 9.900kr = 42.900 [það er að segja með ódyrasta dísknum.] ]
Nei hún bað líklegast ekki um Bílunargreining [þar sem hún væntanlega hefur ekki vít á svoleiðis,enda ekki hennar]hún bað líklegast bara um það að koma þessu í lag
Last edited by jojoharalds on Þri 17. Feb 2015 21:00, edited 1 time in total.
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S