Eftir marg-ítrekaðar uppflettingar á því hvort von sé á lagningu ljósleiðara í götunni hjá mér, þá fæ ég nú, mér til mikillar gleði, upp eftirfarandi þegar ég slæ inn götuheiti og númer auk póstnúmers:
"Það styttist í að gatan þín verði ein hraðasta gata í heimi. Við verðum í bandi þegar að því kemur. "
Ég veit að ég ætti að sjálfsögðu að hafa samband beint við GR til að fá nánari upplýsingar, en þar sem að þjónustuver þeirra verður ekki opið fyrr en eftir gríðarlega langan tíma - eða á mánudaginn (

Ef einhver ykkar snúllanna minna getur eitthvað uppfrætt mig, þá væri það virkilega vel þegið!
Með fyrirfram þökkum,
- ASUSit