Ég skil ekki af hverju einhver mundi segja:
Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði 2014 um 3,7%, vísitala neysluverðs um 1,5% og vístala launa um 6,6%...„Það sem skýrir þær fyrst og fremst er að ástandið er að skána. Kaupmáttur er að aukast, atvinnustig er að aukast fólk er að komast úr óvissu sem það var í út af hruninu“
Af hverju er þá eðlilegt að fólk eyði 8,5% meira í húsnæði og hvernig getur það verið vísbending um að eitthvað gott sé að gerast?
Sérstaklega þegar það ætti að vera offramboð af eignum en markaðinum hefur verið handstýrt t.d. með því að láta ÍLS halda hundruðum ef ekki þúsund íbúðum af markaðinum...