Fyrir einhverju síðan fengum við góðar viðtökur hjá ykkur þegar við auglýstum nokkur skjákort á sérverði fyrir Vaktara. Nú langar mig að gefa ykkur forskot á nokkrum fartölvum á sérstaklega góðu verði áður en þær fara í almenna sölu á útsölunni hjá okkur.
Um er að ræða nokkrar Asus Zenbook fartölvur sem komu með gölluðum touchpad. Það hefur verið settur nýr touchpad í þær allar og þær yfirfarnar, prófaðar og í toppstandi. Eins og í skjákortunum fylgir eins mánaðar endurgreiðsluréttur ef einhver vandkvæði eru með touchpadinn og auðvitað full 2 ára ábyrgð á tölvunni sjálfri.
Vélarnar eru í flestum tilvikum
• Asus Zenbook (Yfirtýpurnar eru UX31 og UX32)
• 13,3" Skjár
• i5/i7
• 4GB
• 128 SSD
• Intel HD Skjákort
Erum að lækka þær mjög hraustlega.
i5 á 89.990
i7 á 99.990
Við setjum þær inn á þriðjudaginn á útsöluna en höldum þeim bakvið fyrir Vaktara þangað til. Talið við sölumenn okkar á Suðurlandsbraut ef þið hafið áhuga og þeir ná í þær til að sýna ykkur eða sendið fyrirspurnir á verslun@tl.is.
Gunnar Jónsson
Sölu- og markaðsstjóri Tölvulistans


