Langar líka að bæta einu við sem er mjög sérkennilegt.Xovius skrifaði:Segir þeim bara að gefa þér þá þjónustu sem þú borgar fyrir eða missa viðskiptin. Þú myndir ekki sætta þig við það ef að heita vatnið heima hjá þér dytti út nokkrum sinnum á dag.Elisviktor skrifaði:Jæja núna er ég búinn að vera með nýja routerinn í nokkra klukkutíma og netið er einungis búið að detta út 2 sinnum...
Þetta er bara orðið fyndið.
Ég hringdi í 1414 (þjónustuver vodafone). Svarið sem ég fékk var "já heyrðu ég ætla að reyna að breyta einni stillingu, ef það virkar ekki þá er þessi gallaður, þeir eiga það til að vera soldið leiðinlegir þessi týpa. Ef hann heldur áfram að detta út, farðu þá aftur og fáðu þriðja routerinn".
Ætti maður að nenna að eltast við þetta?
Routerinn sem ég var með í fyrsta skipti studdi aðeins 50mbps. Mér var nú ekki sagt það fyrr en löngu eftir að ég fékk routerinn, Hélt ég væri að leigja router sem myndi nú styðja tenginguna sem ég var að kaupa.
Nóg um það. Þegar ég fæ svo router númer 2, sem á semsagt að styðja 100mbps. Þá fer ég á speedtest.net og mæli bæði beint til vodafone og svo til nova.
Ég fæ aldrei meira en 53mbps. Stoppar alltaf á puntinum þar.
Þegar ég tala við þessa í þjónustuverinu þá sagði hún "ég ætla að prufa að hækka hraðann hjá þér, ef þetta lagast ekki við það þá þarftu að fara og fá router nr 3".
Eftir það þá fer ég á speedtest.net og þá fæ ég bullandi 96mbps.
Er ég þá að kaupa 50mbps tengingu en það stendur 100mbps á umbúðunum?