Er þetta gott miðað við peninginn og passar þetta allt saman?

Takk fyrir stórglæsileg svör.Klemmi skrifaði:Tek undir með Matrox, lítur ágætlega út ef litið er framhjá aflgjafanum, og já, þetta ætti allt að passa saman.
Ég hef þó einnig slæma reynslu af Mushkin SSD diskunum (há bilanatíðni), læt hér fylgja sambærilegan búnað frá Tölvutækni, kostar um 10þús krónum minna en er að mínu mati vandaðari. Athygli skal þó vakin á að móðurborðið er full ATX en ekki micro ATX, ef það er vandamál sökum kassa er lítið mál að velja annað borð.
Það skal þó taka fram að ég er fyrrum starfsmaður og er því mögulega hlutdrægur, mæli því með því að þú gerir verðsamanburð.
Þar sem GTX750Ti dregur mjög lítið rafmagn er 400W meira en nóg fyrir þetta setup. Hann myndi líka keyra GTX760 en á endanum gæti hann þó orðið takmarkandi fyrir uppfærslumöguleika og því aldrei verra að velja öflugri aflgjafa. Vinnsluminni hins vegar draga lítið rafmagn, það þarf helst að horfa á örgjörva og skjákort, hinir hlutirnir bæta nokkrum wöttum hér og þar en blikna í samanburði við þessa tvo hluti.PurePowder skrifaði:Takk fyrir stórglæsileg svör.
En er 400W aflgjafi nógu öflugur ef það verða bætt við auka 8GB vinnsluminnum seinna?