GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu


Höfundur
einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af einarth »

Nei - við sækjum ekki netaðgangstæki sem hafa verið sett upp.

Við sköffum tækið og setjum það upp ókeypis ásamt basic innanhúslögnum þegar fyrsta pöntun berst. Þetta er þó aðeins gert einusinni.

Það er talsverð fjárfesting að setja tækin upp og ef viðkomandi vill ekki nota það þá er best að hann láti það í friði og að það sé þá bara tilbúið þegar vilji er til að nota það (annar eigandi down the road t.d.) Ef það er rifið niður þá mun sá sem vill fá þjónustu seinna þurfa að borga fyrir að fá nýtt tæki uppsett.

Kv, Einar.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af Gúrú »

einarth skrifaði:Nei - við sækjum ekki netaðgangstæki sem hafa verið sett upp.
Við sköffum tækið og setjum það upp ókeypis ásamt basic innanhúslögnum þegar fyrsta pöntun berst. Þetta er þó aðeins gert einusinni.
Það er talsverð fjárfesting að setja tækin upp og ef viðkomandi vill ekki nota það þá er best að hann láti það í friði og að það sé þá bara tilbúið þegar vilji er til að nota það (annar eigandi down the road t.d.) Ef það er rifið niður þá mun sá sem vill fá þjónustu seinna þurfa að borga fyrir að fá nýtt tæki uppsett.
Kv, Einar.
Akkúrat það sem ég hélt. Það sem lét mig efast var:
Niðurtekt netaðgangstækis: 19.076 kr.
Þá held ég mig bara við almenna gagnrýni á skoðanir 'rango'.
Þú ert að heimta fría uppfærslu á dýrum búnaði sem kostar líka mannafl að setja upp fyrir þig. Absúrd.
Modus ponens
Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af rango »

Gúrú skrifaði: Þú ert að heimta fría uppfærslu á dýrum búnaði sem kostar líka mannafl að setja upp fyrir þig. Absúrd.
Nei ég vill að það sé gert ráð fyrir slíkum kostnaði í almennu verði þar sem það eru ekki allir sem eiga húsnæðið sem þetta er sett í.
Nema þið séuð tilbúnir að rukka féló fyrir þessa aðgerð, annars er ég að kosta þessa aðgerð sjálfur.

Líka finst mér þetta svoldið þröngsýni að ætla að rukka næsta fyrir uppsetningu á tæki ef sá sem leigir tækið á undan hafði það með sér.
Þetta buisness módel virkar kanski ef þetta er einhvað spes fyrir þá sem eiga húsnæði, Enn alls ekki á almennum íslenskum markaði.

Þetta er það sem mér finst,
Og ísland er svo fallegt sjáðu til að þú mátt vera ósammála mér og það er ekkert að því <3
Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af rango »

Reyndar fæ ég á tilfinningunni eins og þessi ljósleiðari sé bara glorified switch. t.d. mac address authentication ferlið. Þarf að sannreyna það hjá nágrana með ljósleiðara líka.

Er einhvað sem kemur í veg fyrir að ég tengi mig bara beint í ljósið og svissi út frá því inn á router og tölvu?
Minnir að ég hafi í den náð að aftengja random vodafhone internet tengingu í gegnum minn GR reikning, Ég auðvitað lét ykkur vita.
Rámar í að þar hafi þið talað um nýjan vef fyrir þetta. Eru þau plön enn standandi?

toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af toybonzi »

Ég lét setja upp fjórðu kynslóð hjá mér um leið og ég breytti húsnæðinu....sá ekki eftir krónu. Að sjálfsögðu hefði mér fundist það best að þurfa ekki að borga neitt.

Svo er spurning hvort að maður krefjist ekki ókeypis uppfærslu á sjónvarpinu frá stöð2 og rúv ef þeir fara í 4k útsendingu...sem ég get ekki nýtt mér með gen2 sjónvarpstækið mitt :)

hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af hkr »

toybonzi skrifaði:Ég lét setja upp fjórðu kynslóð hjá mér um leið og ég breytti húsnæðinu....sá ekki eftir krónu. Að sjálfsögðu hefði mér fundist það best að þurfa ekki að borga neitt.

Svo er spurning hvort að maður krefjist ekki ókeypis uppfærslu á sjónvarpinu frá stöð2 og rúv ef þeir fara í 4k útsendingu...sem ég get ekki nýtt mér með gen2 sjónvarpstækið mitt :)
Ekki á rúv/stöð2 2nd gen sjónvarpið þitt?
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af Gúrú »

rango skrifaði:
Gúrú skrifaði: Þú ert að heimta fría uppfærslu á dýrum búnaði sem kostar líka mannafl að setja upp fyrir þig. Absúrd.
Nei ég vill að það sé gert ráð fyrir slíkum kostnaði í almennu verði þar sem það eru ekki allir sem eiga húsnæðið sem þetta er sett í.
Fyrirtækið sem þú ert í viðskiptum við vill ekki gera það þannig. Fólk er í staðinn að borga fyrir það sem það gerir sem er mun sniðugra og sanngjarnara að mínu mati.
rango skrifaði:Nema þið séuð tilbúnir að rukka féló fyrir þessa aðgerð, annars er ég að kosta þessa aðgerð sjálfur.
"Þú ert að heimta fría uppfærslu á dýrum búnaði sem kostar líka mannafl að setja upp fyrir þig. Absúrd."
rango skrifaði:Líka finst mér þetta svoldið þröngsýni að ætla að rukka næsta fyrir uppsetningu á tæki ef sá sem leigir tækið á undan hafði það með sér.
Hann "hafði það ekki með sér" nema hann hafi stolið því, í því tilfelli skuldar hann GR fúlgur fjár.
Ef einhver borgar fyrir það að láta taka ljósleiðaraboxið úr húsnæðinu sínu þá er hann bara að borga fyrir það að lækka virði fasteignarinnar sem er hans réttur.

Hvað nákvæmlega er líka "þröngsýnt" við það að rukka einstakling fyrir mannafl og varanlega geymslu á dýrum búnaði? Í hvaða iðnaði sérðu fyrirtæki senda iðnaðarmann til fólks frítt að vinna fyrir það?
rango skrifaði:Þetta buisness módel virkar kanski ef þetta er einhvað spes fyrir þá sem eiga húsnæði, Enn alls ekki á almennum íslenskum markaði.
Það er ekkert spes við það. Borgar fyrir það að setja upp ljósleiðarabox = fasteignin er verðmætari því það er þá fjárfesting sem er búið að greiða fyrir og er álitin verðmæt.

Ég veit t.d. til þess að stórfyrirtæki úti á landi borgaði fyrir uppsetningu á ljósleiðara í öllum starfsmannahúsunum sínum þegar þeim bauðst að gera það
því þetta er jú þeirra húsnæði og þeir vissu að þetta væri fjárfesting sem borgaði sig klárlega ásamt því að starfsmennirnir höfðu gott af.

Þegar maður er hins vegar nú þegar með búnað sem veitir manni aðgang að 1ms 100Mbit tengingu þá er gjald bara til að geta gerst áskrifandi að 200/400Mbit ekki jafn góð fjárfesting.

Langar þig að greiða 12.000+2.500=14500 fyrir nettengingu mánaðarlega? Mig langar þess ekki og sit hér sæll og glaður með allra elstu tegund Telsey boxanna.
Modus ponens
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af Xovius »

Nú er ég að fara að fá ljósleiðara leiddann inn hjá mér bráðum. Eruð þið þá hættir að setja upp gamla búnaðinn eða þarf ég að láta vita sérstaklega að ég vilji nýja búnaðinn?
Kudos to Gr fyrir að svara hérna, væri æðislegt ef fleiri fyrirtæki færu að þessu fordæmi.
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af Gúrú »

Xovius skrifaði:Nú er ég að fara að fá ljósleiðara leiddann inn hjá mér bráðum. Eruð þið þá hættir að setja upp gamla búnaðinn eða þarf ég að láta vita sérstaklega að ég vilji nýja búnaðinn?
Kudos to Gr fyrir að svara hérna, væri æðislegt ef fleiri fyrirtæki færu að þessu fordæmi.
Nýti tækifærið og þakka Einari líka. Hann er búinn að vera hérna í fjögur ár að hjálpa fólki innan sem utan vinnutíma. :)
Modus ponens
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af hagur »

Xovius skrifaði:Nú er ég að fara að fá ljósleiðara leiddann inn hjá mér bráðum. Eruð þið þá hættir að setja upp gamla búnaðinn eða þarf ég að láta vita sérstaklega að ég vilji nýja búnaðinn?
Kudos to Gr fyrir að svara hérna, væri æðislegt ef fleiri fyrirtæki færu að þessu fordæmi.
Þú munt fá aðgangstæki af nýjustu kynslóð sett upp hjá þér. Þannig var það a.m.k hjá mér í sumar þegar ég lét virkja ljósleiðarann í nýja húsinu (það var bara búið að tengja hann inn fyrir vegg en fyrri eigendur keyptu ekki aðgang að honum).

PandaWorker
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Mið 10. Okt 2012 15:22
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af PandaWorker »

Er það einungis Hringiðan sem býður upp á 400 Mbps í dag?

Höfundur
einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af einarth »

Þakka þakkirnar :8)

Varðandi hvaða tæki er sett upp við fyrstu pöntun - þá er þetta ca. svona:

Allstaðar þar sem við erum nýlega (síðustu 5 ár) búin að grafa ljósleiðarann inn og ekki er búið að setja netaðgangstæki: Nýjasta tækið sett upp (4. kynslóð).

Fyrir 2010 - þá var úti á landi notast við dual-fiber kerfi. Ef verið er að setja tæki upp í fyrsta skipti í þessum tilfellum þá er sett upp eldra tæki nema um sé að ræða 200/400 pöntun - þá er sett upp nýjasta tækið.

Kv, Einar.

Höfundur
einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af einarth »

PandaWorker skrifaði:Er það einungis Hringiðan sem býður upp á 400 Mbps í dag?
Í dag er það 365 og Hringiðan sem bjóða 200/400.

Kv, Einar.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af Icarus »

Þetta er alveg frábært!

Verðið á 400Mb ljósleiðara lækkar um 2.000 krónur hjá okkur (Hringiðunni) núna um áramótin. Líklegt að það haldi eitthvað áfram að lækka þegar líður á árið.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af dori »

Ég tékkaði á Símafélaginu og samkvæmt þjónustufulltrúanum þeirra sem ég talaði við áðan eru þeir að skoða hvernig þeir ætla að gera þetta sín megin og koma svo með eitthvað í janúar.

berteh
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fim 06. Maí 2010 15:21
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af berteh »

Þetta gjald sem rukkað er er það fyrir tækið sjálft eða vinnuna hjá rafverktakanum fyrir að koma og skipta út tækinu fyrir þig ? ég hef alltaf skilið þetta sem gjald fyrir verktakan og því ekki þótt neitt óeðlilegt við þetta O:)

sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af sigurfr »

Allt laukrétt sem Einar hefur sagt í þessum þræði.

Augljóslega finnst einhverjum ósanngjarnt að þurfa greiða gjald fyrir útskiptin.

Það hefur alla tíð verið mikilvægt fyrir okkur hjá GR að sýna sanngirni í ljósleiðaravæðingunni og að öllum íbúum í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbindingu til að tengja, bjóðist að fá ljósleiðaratengingu. Við erum ekki alveg búin með okkar skuldbindingar, en það gerist á næsta ári (2015).
Í gegnum árin þá höfum við endrum og sinnum lent í að íbúar eru reið út í okkur því þeirra heimili hefur verið aftarlega á framkvæmdaráætluninni okkar, verkmörkin hafa legið akkúrat við þeirra götu eða einhver flytur inn í hús þar sem ljósleiðaratengingu var hafnað á sínum tíma og þeir lenda í að greiða gjald eftir á.
Þannig er erfitt að hafa alla glaða og um leið tryggja framvindu og hagkvæmni ljósleiðaravæðingunnar.

Varðandi útskiptigjaldið þá má mögulega vera einhver ósanngirni í að þeir sem vilja þessa þjónustu borgi kostnað sem það veldur, þar sem aðstæður og kostnaður er mismunandi. Öllu jöfnu eru þetta þó heimilin sem fengu fyrst ljósleiðaratengingu og hafa notið hennar lengi. Ég get líka auðveldlega séð ósanngirnina í því að þeir sem eru í standi til að taka á móti 200/400 án framkvæmdarvinnu, þurfi að greiða niður kostnað fyrir aðra. En sitt sýnist hverjum.

Einhver kvartar yfir að við séum að ljósleiðaravæða Þorlákshöfn, Hveragerði og Ölfuss á meðan við framkvæmum ekki mikið í Hafnarfirði. Við erum að ljúka okkar skuldbindingum á næsta ári og ég vona og geri ráð fyrir að við höldum áfram á svæðum þar sem við höfum ekki skuldbindingu hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Satt að segja hafa forsvarsmenn Hafnarfjarðar, mér vitandi, aldrei sýnt ljósleiðaravæðingunni áhuga og haft samband við okkur um mögulegt samstarf.

Bestu kveðjur
Sigurður
Starfsmaður GR

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af steinarorri »

sigurfr skrifaði:Allt laukrétt sem Einar hefur sagt í þessum þræði.

Augljóslega finnst einhverjum ósanngjarnt að þurfa greiða gjald fyrir útskiptin.

Það hefur alla tíð verið mikilvægt fyrir okkur hjá GR að sýna sanngirni í ljósleiðaravæðingunni og að öllum íbúum í þeim sveitarfélögum sem við höfum skuldbindingu til að tengja, bjóðist að fá ljósleiðaratengingu. Við erum ekki alveg búin með okkar skuldbindingar, en það gerist á næsta ári (2015).
Í gegnum árin þá höfum við endrum og sinnum lent í að íbúar eru reið út í okkur því þeirra heimili hefur verið aftarlega á framkvæmdaráætluninni okkar, verkmörkin hafa legið akkúrat við þeirra götu eða einhver flytur inn í hús þar sem ljósleiðaratengingu var hafnað á sínum tíma og þeir lenda í að greiða gjald eftir á.
Þannig er erfitt að hafa alla glaða og um leið tryggja framvindu og hagkvæmni ljósleiðaravæðingunnar.

Varðandi útskiptigjaldið þá má mögulega vera einhver ósanngirni í að þeir sem vilja þessa þjónustu borgi kostnað sem það veldur, þar sem aðstæður og kostnaður er mismunandi. Öllu jöfnu eru þetta þó heimilin sem fengu fyrst ljósleiðaratengingu og hafa notið hennar lengi. Ég get líka auðveldlega séð ósanngirnina í því að þeir sem eru í standi til að taka á móti 200/400 án framkvæmdarvinnu, þurfi að greiða niður kostnað fyrir aðra. En sitt sýnist hverjum.

Einhver kvartar yfir að við séum að ljósleiðaravæða Þorlákshöfn, Hveragerði og Ölfuss á meðan við framkvæmum ekki mikið í Hafnarfirði. Við erum að ljúka okkar skuldbindingum á næsta ári og ég vona og geri ráð fyrir að við höldum áfram á svæðum þar sem við höfum ekki skuldbindingu hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Satt að segja hafa forsvarsmenn Hafnarfjarðar, mér vitandi, aldrei sýnt ljósleiðaravæðingunni áhuga og haft samband við okkur um mögulegt samstarf.

Bestu kveðjur
Sigurður
Starfsmaður GR
Sæll, við hvaða sveitarfélög hafið þið skuldbundið ykkur til að veita þessa þjónustu?
Er Kópavogur þar á meðal?

Kv Steinar Orri

sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af sigurfr »

steinarorri skrifaði:
Sæll, við hvaða sveitarfélög hafið þið skuldbundið ykkur til að veita þessa þjónustu?
Er Kópavogur þar á meðal?

Kv Steinar Orri
Þessi sveitarfélög höfum við skuldbindingu sem er lokið:
- Seltjarnarnes
- Akranes
- Hella
- Hvolsvöllur

Þessi erum við ennþá að tengja og klárast 2015:
- Reykjavík (98% lokið)
- Ölfus (Þorlákshöfn og dreifbýli)
- Hveragerði

Nei, við erum ekki með neina skuldbindingu gagnvart Kópavogi.

benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af benediktkr »

Ef eg borga uppfærslugjaldið, get eg lætið setja upp boxið annars staðar en þar sem gamla er (eg vill fa það að rafmagnstöfluni, ljosleiðarinn liggur þar i gegn)?
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af Gúrú »

benediktkr skrifaði:Ef eg borga uppfærslugjaldið, get eg lætið setja upp boxið annars staðar en þar sem gamla er (eg vill fa það að rafmagnstöfluni, ljosleiðarinn liggur þar i gegn)?
Það er sér 31.375 króna gjald fyrir að færa boxin á verðskránni þeirra.
Modus ponens
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af Hargo »

Eruð þið að tengja ljósleiðarann alla leið inn í hús í Hveragerði og Ölfusi eða bara í skápana í götunni (ljósnet) ?

sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af sigurfr »

Gagnaveitan leggur alltaf ljósleiðara alla leið inn í íbúð.

benediktkr
Ofur-Nörd
Póstar: 279
Skráði sig: Fim 16. Feb 2012 20:41
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af benediktkr »

Ég var nú að beina spurniguni minni að starfsmönnum GR sem hafa verið hér að svara :)

Ef ég uppfæri ljósleiðaraboxið hjá mér, þarf þá nýja boxið að fara upp á sama stað og það gamla? Að því gefnu að það þurfi ekki að fara nýjar lagnaleiðir, má ekki alveg eins setja það annars staðar?
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: GR býður 200/400 Mbps hraða á öllu þjónustusvæðinu

Póstur af hfwf »

Er ekki gróft að segja 98%, þegar ég í vinnunni þarf að sitja undir ADSL-i, sem er bara enganveginn nægilega gott fyrir fyrirtækið.
Svara