Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Var að koma af Holbytlunni III
Fékk þrjá gjafamiða og ákvað að smella mér, kostaði samt 4.800 kr. að komast inn, s.s. popp og kók á línuna + 3D gleraugu.
Þurfti svo að bíða í röð í c.a. 10 mínútur eftir að vera hleypt inn, með þeim öftustu í röð sem náði inn í sjoppuna í Álfabakkanum.
Leiðin að sal 1 í Álfabakka er eins og göng inn í 80´s m.v. gólfteppið og veggina, sætin voru fín, hrein og þægileg.
Ég hljóma kannski bitur, en ég er fyrst og fremst vonsvikinn.
3D gerir ekkert fyrir mig eða upplifunina að fara í bíó (nema asnalegheit að þurfa að hafa gleraugu utanyfir mín venjulegu gleraugu), virðist bara vera e-h markaðsplott.
Verðið + biðin öll pirraði mig ekki, bara fyrirkomulagið að fólk á leið í sjoppuna væri endalaust að troða sér framhjá mér og ég alltaf að ýta mér í fólkið í kringum mig fyrr vikið.
Lookið og feelið að fara í bíó var "cheap" frá A til Ö og flest okkar þekkjum fólk sem er búið að toppa bíóin í performance ^2 í bæði hljóði, mynd og þægindum (enda ekki erfitt).
Bíó hefur ekkert nema þjónustu að bjóða og þjónustan er hreinlega bara léleg.
Það er ekki skrítið að fólk nenni ekki að stunda þetta lengur.
Fékk þrjá gjafamiða og ákvað að smella mér, kostaði samt 4.800 kr. að komast inn, s.s. popp og kók á línuna + 3D gleraugu.
Þurfti svo að bíða í röð í c.a. 10 mínútur eftir að vera hleypt inn, með þeim öftustu í röð sem náði inn í sjoppuna í Álfabakkanum.
Leiðin að sal 1 í Álfabakka er eins og göng inn í 80´s m.v. gólfteppið og veggina, sætin voru fín, hrein og þægileg.
Ég hljóma kannski bitur, en ég er fyrst og fremst vonsvikinn.
3D gerir ekkert fyrir mig eða upplifunina að fara í bíó (nema asnalegheit að þurfa að hafa gleraugu utanyfir mín venjulegu gleraugu), virðist bara vera e-h markaðsplott.
Verðið + biðin öll pirraði mig ekki, bara fyrirkomulagið að fólk á leið í sjoppuna væri endalaust að troða sér framhjá mér og ég alltaf að ýta mér í fólkið í kringum mig fyrr vikið.
Lookið og feelið að fara í bíó var "cheap" frá A til Ö og flest okkar þekkjum fólk sem er búið að toppa bíóin í performance ^2 í bæði hljóði, mynd og þægindum (enda ekki erfitt).
Bíó hefur ekkert nema þjónustu að bjóða og þjónustan er hreinlega bara léleg.
Það er ekki skrítið að fólk nenni ekki að stunda þetta lengur.
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Bíóin eru í útrýmingarhættu. Eina sem heldur lífinu í þeim er úrelt dreifingamódel Hollywood að gefa myndir fyrst út í bíóhúsum. Þegar það módel breytist þá fækkar bíóhúsum snarlega þar til þau þjóna bara ákveðnu "niche" hlutverki, þ.e. sumir vilja enn fara í bíó, en aðal-massinn og markaður fyrir útgáfu verður í streymingu heim til fólks.
Ef stúdíóin vilja ekki breytast þá koma bara nýjir aðilar á markaðinn, sbr. Netflix, og framleiða kvikmyndir til frumsýningar í streymingu.
Núna er fólk að uppfæra sjónvarpið heima hjá sér og margir eru að fara í 50-65" 4K LED tæki. Gæðin á heimaupplifun er orðin slík að bíótjaldið hefur lítið upp á að bjóða. Þetta er ekki lengur einsog var fyrir 15-20 árum síðan þegar allir voru með SD túbutæki og mono-audio sjónvarp þá klárlega var bíóupplifun mun betra, en í dag er heimaupplifun orðin alveg jafn góð ef ekki betri myndi ég segja.
Svo á næstu árum mun virtual reality headset geta boðið upp á bæði að horfa á myndir í bíósal og einnig allt öðruvísi afþreyingarupplifun, þannig að maður sér ekki hvernig svona kommúnal form sem bíóhús eru geti lifað það af.
Mér finnst fáránlegt að The Interview hafi ekki verið aðgengileg fyrir aðra en Bandaríkjamenn. Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir að gefa hana ekki út alþjóðlega. Myndin er langvinsælasta torrent efnið í dag, milljónir búnir að sækja hana ólöglega. Talandi um "missed opportunity".
Ef stúdíóin vilja ekki breytast þá koma bara nýjir aðilar á markaðinn, sbr. Netflix, og framleiða kvikmyndir til frumsýningar í streymingu.
Núna er fólk að uppfæra sjónvarpið heima hjá sér og margir eru að fara í 50-65" 4K LED tæki. Gæðin á heimaupplifun er orðin slík að bíótjaldið hefur lítið upp á að bjóða. Þetta er ekki lengur einsog var fyrir 15-20 árum síðan þegar allir voru með SD túbutæki og mono-audio sjónvarp þá klárlega var bíóupplifun mun betra, en í dag er heimaupplifun orðin alveg jafn góð ef ekki betri myndi ég segja.
Svo á næstu árum mun virtual reality headset geta boðið upp á bæði að horfa á myndir í bíósal og einnig allt öðruvísi afþreyingarupplifun, þannig að maður sér ekki hvernig svona kommúnal form sem bíóhús eru geti lifað það af.
Mér finnst fáránlegt að The Interview hafi ekki verið aðgengileg fyrir aðra en Bandaríkjamenn. Það er nákvæmlega engin ástæða fyrir að gefa hana ekki út alþjóðlega. Myndin er langvinsælasta torrent efnið í dag, milljónir búnir að sækja hana ólöglega. Talandi um "missed opportunity".
*-*
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
ég pirra mig aðalega á popp poka skrjáfinu, símunum og þessu fjandans hléi í miðri mynd svo hægt sé að selja meira overpriced nammi alveg óþolandi.
Eftir að ég fékk mér 48" tæki inní sjónvarpsherbergi ásamt öflugu DALI og yamaha hljóðkerfi þá hef ég látið bíóin eiga sig, nú getur maður horft á myndir eftir sinni hentisemi og þarft ekki að þola alla hina í salnum.
Þetta er vissulega dýrt að koma sér upp almennilegu setupi heima en með sífellt hækandi miða og nammi verði þá kostar bíóferð fyrir eina fjölskyldu ekkert grín....
Eftir að ég fékk mér 48" tæki inní sjónvarpsherbergi ásamt öflugu DALI og yamaha hljóðkerfi þá hef ég látið bíóin eiga sig, nú getur maður horft á myndir eftir sinni hentisemi og þarft ekki að þola alla hina í salnum.
Þetta er vissulega dýrt að koma sér upp almennilegu setupi heima en með sífellt hækandi miða og nammi verði þá kostar bíóferð fyrir eina fjölskyldu ekkert grín....
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1676
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
60fps er fucked up, hata það drasl meira en 3D...
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
En væri ekki líka eðlilegra að bjóað bara meira upp á VIP bíó, engin bið frammí sjoppu, endalaust popp og jafnvel litla sali með góðum skjávarpa.
Mynd að eigin vali fyrir litla hópa o.s.frv.
Alveg viss um að margar fjölskyldur mundu hittast saman og horfa á mynd fyrir jólin svoleiðis frekar en að hverfa í hítina í risa sal...
Þjónustan er "valid" ef fólk fær að ráða forsendunum og verðinu meira sjálft.
Þá væri meiri markaður fyrir afmæli, vinnustaði, saumaklúbba, karklaklúbba o.s.frv.
Mynd að eigin vali fyrir litla hópa o.s.frv.
Alveg viss um að margar fjölskyldur mundu hittast saman og horfa á mynd fyrir jólin svoleiðis frekar en að hverfa í hítina í risa sal...
Þjónustan er "valid" ef fólk fær að ráða forsendunum og verðinu meira sjálft.
Þá væri meiri markaður fyrir afmæli, vinnustaði, saumaklúbba, karklaklúbba o.s.frv.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Var að koma af Hobbit 3, HFR útgáfunni, eða High Frame Rate í Egilshöll- en það er einmitt einu skiptin að mér finnst sem 3D/stereotæknin raunverulega virkar.
Ég er bæði sammála og ósammála flestu sem er hér að ofan, þetta endar sennilega með því að bara "blockbuster" myndirnar skila sér í bíóhúsin og þá með einhverjum gimmicks, allavega spáðu George Lucas & Steven Spielberg því sameiginlega fyrir nokkrum árum í blaðaviðtali, að bíóupplifun framtíðarinnar væri einhverskonar spectacle, og bara örfáar myndir yrðu frumsýndar á ári. Persónulega finnst mér gaman að fara í bíó, það er ákveðin hátíð fyrir mig að fá útivistarleyfi frá fjölskyldunni og fara út að hitta félagana í bíó, kaupa goslaust gos og bragðlaust popp og hlusta á skrjáfið og horfa á birtuna frá símunum sem allir eru í. Grínlaust, ég hef gaman að því.
Það eina hinsvegar sem gerir mig snælduvitlausan og bókstaflega rauðan af bræði, er þegar ég fæ þessa "áminningu" á bíótjaldið frá "rétthöfum" að upptökur séu bannaðar í salnum. Pardon my french, en give me a f*****g break - eru þetta verðlaunin fyrir að borga sig inn í bíósal, að fá þessa áminningu af því að einhverntíman, var einhver 13 ára gutti sem tók þetta upp á videoupptökutæki í skítagæðum? Í alvöru? Eru Íslendingar virkilega upp til hópa að horfa á íslenskar heimagerðar bíóupptökur og valda bíóhúsunum og rétthöfum fjárhagslegu tjóni? Á þessi andskotans skjáauglýsing frá rétthöfum raunverulega rétt á sér? Ég er alltaf á leiðinni að skrifa opið bréf á Facebook eða eitthvað þar sem ég drulla hægri vinstri yfir bíóhúsin og alla sem við koma því máli, en hætti svo við þegar ég fatta að ég vinn fyrir margt af þessu liði.
Ég er bæði sammála og ósammála flestu sem er hér að ofan, þetta endar sennilega með því að bara "blockbuster" myndirnar skila sér í bíóhúsin og þá með einhverjum gimmicks, allavega spáðu George Lucas & Steven Spielberg því sameiginlega fyrir nokkrum árum í blaðaviðtali, að bíóupplifun framtíðarinnar væri einhverskonar spectacle, og bara örfáar myndir yrðu frumsýndar á ári. Persónulega finnst mér gaman að fara í bíó, það er ákveðin hátíð fyrir mig að fá útivistarleyfi frá fjölskyldunni og fara út að hitta félagana í bíó, kaupa goslaust gos og bragðlaust popp og hlusta á skrjáfið og horfa á birtuna frá símunum sem allir eru í. Grínlaust, ég hef gaman að því.
Það eina hinsvegar sem gerir mig snælduvitlausan og bókstaflega rauðan af bræði, er þegar ég fæ þessa "áminningu" á bíótjaldið frá "rétthöfum" að upptökur séu bannaðar í salnum. Pardon my french, en give me a f*****g break - eru þetta verðlaunin fyrir að borga sig inn í bíósal, að fá þessa áminningu af því að einhverntíman, var einhver 13 ára gutti sem tók þetta upp á videoupptökutæki í skítagæðum? Í alvöru? Eru Íslendingar virkilega upp til hópa að horfa á íslenskar heimagerðar bíóupptökur og valda bíóhúsunum og rétthöfum fjárhagslegu tjóni? Á þessi andskotans skjáauglýsing frá rétthöfum raunverulega rétt á sér? Ég er alltaf á leiðinni að skrifa opið bréf á Facebook eða eitthvað þar sem ég drulla hægri vinstri yfir bíóhúsin og alla sem við koma því máli, en hætti svo við þegar ég fatta að ég vinn fyrir margt af þessu liði.
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Ég er orðlaus...kiddi skrifaði:Það eina hinsvegar sem gerir mig snælduvitlausan og bókstaflega rauðan af bræði, er þegar ég fæ þessa "áminningu" á bíótjaldið frá "rétthöfum" að upptökur séu bannaðar í salnum. Pardon my french, en give me a f*****g break - eru þetta verðlaunin fyrir að borga sig inn í bíósal, að fá þessa áminningu af því að einhverntíman, var einhver 13 ára gutti sem tók þetta upp á videoupptökutæki í skítagæðum? Í alvöru? Eru Íslendingar virkilega upp til hópa að horfa á íslenskar heimagerðar bíóupptökur og valda bíóhúsunum og rétthöfum fjárhagslegu tjóni? Á þessi andskotans skjáauglýsing frá rétthöfum raunverulega rétt á sér? Ég er alltaf á leiðinni að skrifa opið bréf á Facebook eða eitthvað þar sem ég drulla hægri vinstri yfir bíóhúsin og alla sem við koma því máli, en hætti svo við þegar ég fatta að ég vinn fyrir margt af þessu liði.
Afhverju ertu svona pirraður yfir því að það sé réttilega bent á að það er bannað að taka myndina upp? Ég efast um að þetta nái að lifa í 10 sekúndur á tjaldinu.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1064
- Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
- Staðsetning: 108 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Það er samt án djóks "ekki hægt að gera neitt annað á Íslandi" annað en að fara í bíó og ég hef actually gaman að því. Skil vel að sumir finnst betra að horfa á myndir heima hjá sér en ég persónulega hef ekki þolinmæðina í að bíða nokkrar mánuðir til að sjá nýja mynd í góðum gæðum.
Hins vegar er fátt sem ég hata meira en þegar fólk klappar eftir bíómynd.. WTF! stuuup iit
Hins vegar er fátt sem ég hata meira en þegar fólk klappar eftir bíómynd.. WTF! stuuup iit
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Grínlaust, þetta er að eyðileggja það að fara í bíó. Og jafnvel út að borða stundum. Getið þið ekki látið þessa anskotans fjandans síma í friði í fjandan klukkutíma *GAMLI BITRI KALLINN*.kiddi skrifaði:horfa á birtuna frá símunum sem allir eru í. Grínlaust, ég hef gaman að því.
En samt án gríns þetta er að gera okkur alveg félagslega þroskaheft.
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
kiddi skrifaði: Það eina hinsvegar sem gerir mig snælduvitlausan og bókstaflega rauðan af bræði, er þegar ég fæ þessa "áminningu" á bíótjaldið frá "rétthöfum" að upptökur séu bannaðar í salnum. Pardon my french, en give me a f*****g break -
Uss, það er nú ekkert miðað við viðbjóðinn sem þeir troða í byrjun DVD mynda sem maður kaupir..... YOU WOULD NOT STEAL A CAR dum dum dum. Það er það allra ömurlegasta þar sem að maður er þá búinn að KAUPA hana til að nota heiðarlega HEIMA hjá sér.
Skamm skamm rétthafar
En annars fíla ég ágætlega að fara í bíó. Búinn að sjá fjórar ágætis myndir í þessum mánuði. Það sem fer þó í taugarnar á mér er það að ég þurfi að kaupa mér gosið áður en ég fer í flest bióin í dag þar sem að þau selja bara uppþvottalög
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2569
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Talandi um þessi innskot í DVD... maður getur ekki sett teiknimyndir í dvd/blueray tækið nema sonurinn þurfi að horfa á 8 mínútur af auglýsingum og rétthafakjaftæðið. Svo eru öll function bönnuð. Það er alveg pirrandi!:)
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Þetta er svolítið preaching to the choir, meira táknrænt frekar en annað. Það myndi pirra mig alveg jafn mikið þó skiltið lifði bara í 2sek. 99,9999% allra sem fara í bíó hafa engan áhuga á því að dröslast með upptökuvél og halda henni stöðugri í tvo klukkutíma svo þeir geti náð sér í download kvóta á Deildu.net. Að mínu mati ætti frekar að standa á þessu skilti: "Takk fyrir að koma og borga fyrir bíómiða frekar en að downloada myndinni heima hjá þér!". Eins og CendenZ benti réttilega á, þá varð ég sömuleiðis pirraður þegar ég sá þessi no-skip "þú myndir ekki stela" video á DVD diskum, það er einmitt til þess fallið að hvetja til ólöglegs niðurhals frekar en hitt, þegar ólöglega niðurhalið hleypir þér beint í myndina með engum auglýsingum, á meðan DVD diskar sem kostuðu 2-3þús píndu þig með nokkrum mínútum af auglýsingum, m.a. þessu forvarnameistarastykki.KermitTheFrog skrifaði:Afhverju ertu svona pirraður yfir því að það sé réttilega bent á að það er bannað að taka myndina upp? Ég efast um að þetta nái að lifa í 10 sekúndur á tjaldinu.
Þetta er semsagt í mínum huga, algjört og absolút virðingarleysi í minn garð sem neytanda/kaupanda, að troða þessum skilaboðum framan í mig, þegar ég er nýbúinn að borga 1350-2600kr fyrir bíómiðann.
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Sammála Kidda hér að ofan og dettur þessi mynd í hug:
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Prófiði að fara í bíó uppi á Akranesi, fullkomin sýningarvél og kósý andrúmsloft
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
-
- Fiktari
- Póstar: 78
- Skráði sig: Mán 25. Júl 2011 21:44
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Þetta er úrelt fyrirbæri.
á öllum svona úreltum sviðum er til fólk sem á mikla hagsmuni að gæta og ætlar að troða hlutunum ofaní kokið á neytendum.
Ég hef engann áhuga á að kaupa dvd myndir. Nenni ekki að vera með 100 dvd hulstur útum alla íbúð, enda bý ég í lítilli íbúð. Nenni ekki að vera neyddur til að horfa á auglýsingar á efni sem ég kaupi.
Mér hefur alltaf fundist hrikalega leiðinlegt að fara í bíó. Meira að segja þegar ég var krakki. Fyrir utan hversu dýrt þetta er orðið. Þetta er ca 3þ kall á mann í venjulegann sal.
Var með netflix í sirka ár og fannst það frábært. Ekki nægilega mikið af nýju efni að mínu mati en aftur á móti hræódýrt 6-800kr ef ég man rétt. Ég myndi hreinskilningslega eyða um 3þkr á mán í svona þjónustu sem væri mjög góð.
Fékk símtal frá stöð 2 um daginn sem var að reyna að selja mér áskrift. Verðið var bara brandari, mér fannst þetta eiginlega bara fyndið.
á öllum svona úreltum sviðum er til fólk sem á mikla hagsmuni að gæta og ætlar að troða hlutunum ofaní kokið á neytendum.
Ég hef engann áhuga á að kaupa dvd myndir. Nenni ekki að vera með 100 dvd hulstur útum alla íbúð, enda bý ég í lítilli íbúð. Nenni ekki að vera neyddur til að horfa á auglýsingar á efni sem ég kaupi.
Mér hefur alltaf fundist hrikalega leiðinlegt að fara í bíó. Meira að segja þegar ég var krakki. Fyrir utan hversu dýrt þetta er orðið. Þetta er ca 3þ kall á mann í venjulegann sal.
Var með netflix í sirka ár og fannst það frábært. Ekki nægilega mikið af nýju efni að mínu mati en aftur á móti hræódýrt 6-800kr ef ég man rétt. Ég myndi hreinskilningslega eyða um 3þkr á mán í svona þjónustu sem væri mjög góð.
Fékk símtal frá stöð 2 um daginn sem var að reyna að selja mér áskrift. Verðið var bara brandari, mér fannst þetta eiginlega bara fyndið.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Hot tip:CendenZ skrifaði:Talandi um þessi innskot í DVD... maður getur ekki sett teiknimyndir í dvd/blueray tækið nema sonurinn þurfi að horfa á 8 mínútur af auglýsingum og rétthafakjaftæðið. Svo eru öll function bönnuð. Það er alveg pirrandi!:)
Prófaðu að ýta á STOP-STOP-PLAY (eða STOP-STOP-STOP-PLAY, eða ef þú ert klikk, STOP-STOP-STOP-STOP-PLAY) um leið og auglýsingarnar byrja. Virkar hjá mér
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Fyrir mitt leyti sé ég takmarkaðan ávinning af því að horfa á dvd diska heima hjá mér vegna, more or less, þess sem hefur komið fram hér fyrir ofan. Mér þykir hins vegar ennþá gaman að því að fara í bíó. Það kemur að mestu til þar sem ég hef ekki haft efni á að koma mér upp glápsgræjum sem komast nálægt gæðunum eða upplifuninni af bíóferð. Ég sé heldur ekki fram á að hafa efni á því í náinni framtíð (já, jafnvel þrátt fyrir niðurfellingu vörugjalda).
Það eru ekki allir sem hafa efni á 60" tv (eða skjávarpa) og heimabíókerfi. Ég myndi hins vegar líklega reyna að koma upp einhverju slíku setup-i ef ég væri með stóra fjölskyldu sem hefði þá hefð að fjölmenna í bíó 1-2 í mánuði. Í því scenario-i væri kostnaðurinn við mánaðarlegu bíóferðina farin að slaga upp í afborgun af almennilegu heimabíókerfi.
Það eru ekki allir sem hafa efni á 60" tv (eða skjávarpa) og heimabíókerfi. Ég myndi hins vegar líklega reyna að koma upp einhverju slíku setup-i ef ég væri með stóra fjölskyldu sem hefði þá hefð að fjölmenna í bíó 1-2 í mánuði. Í því scenario-i væri kostnaðurinn við mánaðarlegu bíóferðina farin að slaga upp í afborgun af almennilegu heimabíókerfi.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Ég fer bara í bíó ef þetta eru einhverjar stórmyndir sem mér finnst þurfa að upplifa það í bíó eins og t.d. Interstellar sem var um daginn.
Fer heldur ekki í neitt bíó nema Egilshöll en ég gæti hugsanlega farið í Bíó Paradís en ég er ekki að leitast eftir neinni "upplifun" ef ég færi í það bíó nema bara myndin sjálf og andrúmsloftið í húsinu.
Fer heldur ekki í neitt bíó nema Egilshöll en ég gæti hugsanlega farið í Bíó Paradís en ég er ekki að leitast eftir neinni "upplifun" ef ég færi í það bíó nema bara myndin sjálf og andrúmsloftið í húsinu.
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Ég er með semi félagsfælni
Finnst oftast mjög óþæginleg tilhugsun að fara í bíó. NEMA það sé Egilshöllin, Personal space þar er svo gott.
Lenti í Álfabakka einu sinni í stóra salnum í kjallaranum að fara á mynd um sumar þegar 160kg+ gæi sest hliðina á mér í hlýrabol með svitalykt dauðans.
Áunnin félagsfælni þar
Finnst oftast mjög óþæginleg tilhugsun að fara í bíó. NEMA það sé Egilshöllin, Personal space þar er svo gott.
Lenti í Álfabakka einu sinni í stóra salnum í kjallaranum að fara á mynd um sumar þegar 160kg+ gæi sest hliðina á mér í hlýrabol með svitalykt dauðans.
Áunnin félagsfælni þar
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Hvað er að því?ZiRiuS skrifaði:60fps er fucked up, hata það drasl meira en 3D...
Sjálfur spila ég til dæmis alla mína leiki á 144hz skjánum mínum og finnst fleiri fps alltaf vera betra. Þetta truflar mig einmitt stundum í hröðum myndum að sjá hvað framerateið er ótrúlega lágt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1478
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Ertu búinn að fara samt nýlega. Ég fór fyrir 2- 3 mánuðum og sætin eru orðin ekkert smá rifin/slitin. Annað er samt gott þarnaJón Ragnar skrifaði: Finnst oftast mjög óþæginleg tilhugsun að fara í bíó. NEMA það sé Egilshöllin, Personal space þar er svo gott.
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Fór einmitt í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma í Egilshöllina um daginn, var leiður að sjá hversu ljót sætin voru orðin (Salur 1)
En fyrir utan það er þetta by-far besta bíóið á landinu. En þeir ættu þá líka að dreyna drullast til að halda í þá sérstöðu og ekki leyfa þessu að grotna svona fljótt niður.
En fyrir utan það er þetta by-far besta bíóið á landinu. En þeir ættu þá líka að dreyna drullast til að halda í þá sérstöðu og ekki leyfa þessu að grotna svona fljótt niður.
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
depill skrifaði:Ertu búinn að fara samt nýlega. Ég fór fyrir 2- 3 mánuðum og sætin eru orðin ekkert smá rifin/slitin. Annað er samt gott þarnaJón Ragnar skrifaði: Finnst oftast mjög óþæginleg tilhugsun að fara í bíó. NEMA það sé Egilshöllin, Personal space þar er svo gott.
Var í Sal 1 á Interstellar
Tók ekki eftir neinu, Var reyndar frekar ofarlega.
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
Hef ekki farið í bíó sl 3 ár, mér finnst myndin einfaldlega betri í sjónavarpinu heima hjá mér, lenti líka í því síðast þegar ég fór í bíó voru krakkar á fyllerí fyrir aftan okkur
og þögnuðu ekki allan tímann svo ég missti alveg af myndinni, þoli ekki hléið og auglýsingarnar fyrir myndina og skráfið í poppinu, nei takk ég fer aldrei aftur í bíó.
og þögnuðu ekki allan tímann svo ég missti alveg af myndinni, þoli ekki hléið og auglýsingarnar fyrir myndina og skráfið í poppinu, nei takk ég fer aldrei aftur í bíó.
Last edited by Arena77 on Þri 30. Des 2014 12:13, edited 1 time in total.
-
- Kóngur
- Póstar: 6079
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Að fara í bíó v.s. önnur miðlun
ég fer einstakasinnum í bíó en ég geri það þá aðeins ef að einhverjir vinir mínir nenna að draga mig með.
Annars er ég búinn að vera að safna smá dvd og blu-ray. ég kaupi nú orðið mikið að utan og nánast eingöngu Steelbook.
Núna í þessum mánuði fékk ég mér Jumanji, iron sky, they live, guardians of the galaxy og clerks á steelbook blu-ray.
Margar af þessum myndum sem ég kaupi eru gefnar út í mjög takmörkuðu upplagi og ég sé smá verðmæti í því persónulega.
Á orðið ágætis safn af blu-ray steelbooks og er hæst ánægður með það.
safnið mitt.
http://www.blu-ray.com/community/collec ... p?u=258182" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars er ég búinn að vera að safna smá dvd og blu-ray. ég kaupi nú orðið mikið að utan og nánast eingöngu Steelbook.
Núna í þessum mánuði fékk ég mér Jumanji, iron sky, they live, guardians of the galaxy og clerks á steelbook blu-ray.
Margar af þessum myndum sem ég kaupi eru gefnar út í mjög takmörkuðu upplagi og ég sé smá verðmæti í því persónulega.
Á orðið ágætis safn af blu-ray steelbooks og er hæst ánægður með það.
safnið mitt.
http://www.blu-ray.com/community/collec ... p?u=258182" onclick="window.open(this.href);return false;
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL