Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
kubbur
/dev/null
Póstar: 1388
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Staða: Ótengdur

Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af kubbur »

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær. Í fjarlagafrumvarpinu var kveðið á um styttingu bótaréttar í 30 mánuði (2,5 ár) og því munu þeir atvinnuleitendur sem búnir eru með 30 mánuði eða meira af bótarétti falla af atvinnuleysisskrá eftir greiðslu bóta 1.janúar.

þannig fyrir ykkur sem lendið utan við þennan 30 mánaða ramma, þið hafið rétt rúman mánuð til að redda ykkur
Kubbur.Digital

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af capteinninn »

What? Fer þetta bara strax í gang?

Djöfull er það stórfurðulegt, hlýtur að vera allt frá áramótum byrja þeir að telja eða eitthvað svipað.

Snertir ekki mig eða mína neitt en mér finnst þetta algert rugl
Skjámynd

Höfundur
kubbur
/dev/null
Póstar: 1388
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af kubbur »

neibb, tekur strax gildi, 1 jan, ef það er mánuður nr 30, þá ertu fucked
Kubbur.Digital

Tesli
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Tesli »

Er það ekki sjálfsagt að hætta að borga vinnuhæfu fólki atvinnuleysisbætur eftir 30 mánuði?

haywood
Ofur-Nörd
Póstar: 262
Skráði sig: Fös 03. Sep 2010 12:55
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af haywood »

Með þessu bömpast fólk af atvinnuleysisskrá, atvinnulausum á skrá fækkar og ríkistjórnin lítur vel út =D> Hins vegar er aldrei talað um fólkið sem þarf að fá styrki frá féló hvernig þeim fjölgar á hverju ári.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Gislinn »

laemingi skrifaði:Er það ekki sjálfsagt að hætta að borga vinnuhæfu fólki atvinnuleysisbætur eftir 30 mánuði?
Ég er svo sammála þessu, einstaklingur ætti ekki að þurfa að vera 30 mánuði eða meira á atvinnuleysisskrá. Ef menn eru með vott af sjálfsbjargarviðleitni þá ættu þeir að finna einhverja vinnu innan þess tíma, það er kannski ekki akkurat það sem þeir vildu vinna við en það er samt vinna.

Tíminn var áður 36 mánuðir.
kubbur skrifaði:þannig fyrir ykkur sem lendið utan við þennan 30 mánaða ramma, þið hafið rétt rúman mánuð til að redda ykkur
Þetta er mesta þvæla ever, þessir einstaklingar hafa þá haft 30+ mánuði til að redda sér hingað til.
common sense is not so common.
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af oskar9 »

Já þannig að nú er kominn tími til að taka puttann úr rassgatinu og slökkva á tölvunni ef þessir 30 mánuðir eru að verða búnir ??

Miðað við allan þann fjölda atvinnuauglýsinga sem maður sér í dagblöðum og á netinu þá er ekki mikið mál að finna vinnur í RVk
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af hagur »

Besta mál bara.
Skjámynd

Höfundur
kubbur
/dev/null
Póstar: 1388
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af kubbur »

en í litlum bæarfélögum þar sem litla/enga vinnu er að hafa?
Kubbur.Digital

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Gislinn »

kubbur skrifaði:en í litlum bæarfélögum þar sem litla/enga vinnu er að hafa?
Það myndi þá væntanlega ekki breyta miklu hvort þessi tími er 30 eða 36 mánuðir ef enga vinnu er að hafa á annað borð.
common sense is not so common.
Skjámynd

tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1015
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af tanketom »

Gislinn skrifaði:
kubbur skrifaði:en í litlum bæarfélögum þar sem litla/enga vinnu er að hafa?
Það myndi þá væntanlega ekki breyta miklu hvort þessi tími er 30 eða 36 mánuðir ef enga vinnu er að hafa á annað borð.
jebb eða þá að vera búinn átta sig á því fyrir 20 mánuðum og koma sér úr holuni og fara til rvk
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af depill »

Þið áttið ykkur á því að ríkisstjórnin er bara að færa vandan frá atvinnuleysistryggingarsjóði ( en samt ekki lækka tryggingagjaldið nærðum því nógu mikið heldur notar það í aðra stofna ) yfir á bæjarfélög.

Fólk sem er atvinnulaust og er kominn fram yfir þennan tíma fara á félagslegar bætur hjá sveitarfélögunum.

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Bjosep »

Menn átta sig vonandi á því að það er eflaust mikið af fólki í eldri kantinum (50+) sem hefur verið atvinnulaust svona lengi og hreinlega fær ekki vinnu því það vill enginn ráða það alveg óháð því hversu mikið það er að leita.
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af upg8 »

Á sama tíma er rústað allri endurhæfingu hjá Virk. Ætlunin virðist vera að búa til sem mest af örykjum. Lausnin til að fækka öryrkjum verður svo líklega að gera sem flesta ósjálfbjarga útigangsmenn. Lausnin við útigansmönnum verður svo annaðhvort að slátra þeim eða senda þá úr landi í þrælkunarbúðir.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

DabbiGj
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af DabbiGj »

Ef að það er enga vinnu að fá að þá skapið þið ykkur vinnu.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af rapport »

Framfærsla þessa fólks flyst yfir á sveitafélögin s.s. þetta mun mest bitna á Reykjavík og Reykjanesbæ (ágiskun)

Sveitafélög eins og Garðabær þar sem félagsþjónustan snýst um að koma fólki úr sveitafélaginu, munu ekki lenda í miklum hremmingum vegna þessa.

Þetta er gert til að koma höggi á samkeppnina í pólitíkinni og mun líklega kosta sveitafélögin helling.


Rétt eins og sparnaðurinn með framhaldsskólana, sem reknir eru af ríkinu...

Að útiloka eldra fólk frá námi í framhaldsskólum = stórt "fuck you" og notaðu bara tímann til að sætta þig við þitt hlutskipti í lífinu...


Og að núna má semja í læknadeilunni, því að það fer þá á "aukafjárlög" og skekkti ekki reikinginn þegar þessi "endurreisnarfjárlög" voru sdamþykkt...



Það er svo mikil skömm af þessu fólki að fólk sem ég spila með frá USA er farið að stríða manni af fréttunum sem berast héðan.

Það er langt síðan fólk frá UK, Hollandi og Scandinaviu taldi nóg komið og hætti að gera grín í manni, núna flissar það bara ef talað er um pólitík.

Einn af þessum frá USA er strákur sem er að læra hjúkrun og hafði planað að koma hingað til að klára starfsnám og ætlaði að taka vin sinn með.

Þegar hann sá launin sagði hann "Hell yeah", þegar hann sá hvaða leiga á stúdentagörðum kostaði og kippa af bjór, þá hætti hann strax við.
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Hrotti »

Þessi stjórn hefur klúðrað helvíti mörgu, þetta er samt ekki eitt af því. En að einhver er ekki kominn með vinnu eftir 30 mánuði þá er eitthvað allt annað að hrjá viðkomandi en atvinnuleysi.
Verðlöggur alltaf velkomnar.

Gislinn
FanBoy
Póstar: 763
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Gislinn »

Bjosep skrifaði:Menn átta sig vonandi á því að það er eflaust mikið af fólki í eldri kantinum (50+) sem hefur verið atvinnulaust svona lengi og hreinlega fær ekki vinnu því það vill enginn ráða það alveg óháð því hversu mikið það er að leita.
Í ljósi þess að atvinnuleysi frá mars 2009 (atvinnuleysi mest eftir hrun) til júní 2014 (nýjustu gögn sem ég fann eftir stutta leit) hefur fólki undir 50 ára minnkað um 65% á atvinnuleysis skrá og fólk 50 ára og eldri fækkað um 60% þá held ég að hlutirnir séu ekkert svo svartir fyrri hópinn 50+. Einnig er fólk 50 ára og eldri um 23% af heildarfjölda á atvinnuleysisskrá en sú tala hefur haldist nokkuð stöðug frá hruni. Aftur á móti er ekki tekið með inní gagnasettið sem ég hef hversu lengi einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá.

Ég skil þó vel hvað þú ert að fara með þetta og geri mér vel grein fyrir að þetta er fluttningur á vandanum yfir á sveitarfélögin, hinsvegar þá er mér hulið að sumt ungt fólk (<35 ára) geti verið atvinnulaust til lengri tima.
common sense is not so common.

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Bjosep »

Gislinn skrifaði:
Bjosep skrifaði:Menn átta sig vonandi á því að það er eflaust mikið af fólki í eldri kantinum (50+) sem hefur verið atvinnulaust svona lengi og hreinlega fær ekki vinnu því það vill enginn ráða það alveg óháð því hversu mikið það er að leita.
Í ljósi þess að atvinnuleysi frá mars 2009 (atvinnuleysi mest eftir hrun) til júní 2014 (nýjustu gögn sem ég fann eftir stutta leit) hefur fólki undir 50 ára minnkað um 65% á atvinnuleysis skrá og fólk 50 ára og eldri fækkað um 60% þá held ég að hlutirnir séu ekkert svo svartir fyrri hópinn 50+. Einnig er fólk 50 ára og eldri um 23% af heildarfjölda á atvinnuleysisskrá en sú tala hefur haldist nokkuð stöðug frá hruni. Aftur á móti er ekki tekið með inní gagnasettið sem ég hef hversu lengi einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá.

Ég skil þó vel hvað þú ert að fara með þetta og geri mér vel grein fyrir að þetta er fluttningur á vandanum yfir á sveitarfélögin, hinsvegar þá er mér hulið að sumt ungt fólk (<35 ára) geti verið atvinnulaust til lengri tima.
Er tekið mið af hópnum sem missti bótaréttinn 2011 eða 2012 þegar hámarksbótatíma var náð? Það væri áhugavert að sjá hver aldursskiptingin var í þeim hópi.
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af pattzi »

Eftir að ég hætti í minni vinnu án þess að vera búin að finna aðra tók mig 6 daga að finna aðra vinnu ekkert mál ef þú ert að reyna leita :)
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Sallarólegur »

Mér finnst 30 mánuðir nú bara frekar vel í lagt. Ef þú finnur ekki vinnu sem þú sættir þig við á 30 mánuðum þá held ég að þú eigir alveg eins mikið heima hjá félagslega kerfinu eins og á atvinnuleysisskrá.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af rapport »

Þið eruð að gera virkilega lítið úr fólki og aðstæðum þess.

Ég veit um langskólagengioð fólk sem hefur unnið ótrúlegustu vinnur bara til að vinna eitthvað.

Það kom þeim svo virkilega illa að hafa farið í láglaunastörf og/eða í svona úrræði þar sem fyrirtækin fengu bæturnar upp í launakostnað.

Þetta hreinlega braut fólk niður.

Svo hef ég setið á námskeiðun t.d hjá endurmenntun HÍ / Símennt þar sem 25-30% þátttakenda var atvinnulaus, þau námskeið voru ekkert verri fyrir vikið og í raun líklegt að þau hafi skapað fólkinu atvinnutækifæri.

Það á að rjúfa múrana milli atvinnulausra og þeirra vinnandi.

Fyrirtæki ættu t.d. að vera duglegri að bjóða internships þar sem fólk getur fengið starfreynslu og í raun verið í samkepnni við þá sem eru í vinnu á staðnum um störfin.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af Sallarólegur »

rapport skrifaði:Þið eruð að gera virkilega lítið úr fólki og aðstæðum þess.
Ég þekki nokkuð af fólki sem er á atvinnuleysisbótum af því að það nennir ekki að vinna :roll:
Ég þekki hins vegar engann í fljótu bragði sem er búinn að vera í 30 mánuði á atvinnuleysisskrá afþví að hann fær enga vinnu :catgotmyballs
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af rapport »

Sallarólegur skrifaði:
rapport skrifaði:Þið eruð að gera virkilega lítið úr fólki og aðstæðum þess.
Ég þekki nokkuð af fólki sem er á atvinnuleysisbótum af því að það nennir ekki að vinna :roll:
Ég þekki hins vegar engann í fljótu bragði sem er búinn að vera í 30 mánuði á atvinnuleysisskrá afþví að hann fær enga vinnu :catgotmyballs
Ég reyndar þekki engan sem hefur verið stanslaust í 30 mánuði án þess að fá vinnu, en m.v. hvað ein vinkona mín lenti í miklum erfiðleikum þrátt fyrir að vera uber qualified, þá fór það að vinna á móti henni en ekki með hennni þegar hún vara að sækja um önnur störf sem gerðu minni kröfur...

Reyndar veit ég um aðila sem hefur leitað að vinnu í meira en 30 mánuði en það hafa bara verið seinustu 6-10 hér á Íslandi.

Og er í sömu vandræðum og þessi vinkona mín, það er enginn að fara ráða "doktor" í vinnu sem nýtir bara 20-30% af því sem viðkomandi gæti gert.

Vinnuveitandinn sér bara að hann muni missa viðkomandi frá sér ef einhver geti boðið honum/henni betur innan skamms...
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Bótaréttur vinnumálastofnunar styttur

Póstur af tdog »

Persónulega finnst mér að atvinnuleysisbætur ætti fólk bara rétt á í 12 mánuði – það myndi bara ýta undir nýsköpun að styttan þennan tíma.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Svara