Vesen með þráðlaust net

Svara

Höfundur
klukka56
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 15. Des 2014 20:45
Staða: Ótengdur

Vesen með þráðlaust net

Póstur af klukka56 »

Er að lenda í undarlegu atriði með þráðlausa netið heima hjá mér. Þetta byrjaði bara allt í einu einn daginn að tveir snjall símar á heimilinu gátu ekki connectað við Wifi ( Bara þessir tveir símar). Allir aðrir snjállsímar komast inn á það og þessir tveir símar komast inn á Wifi í öllum öðrum húsum.

Þegar ég ætla að connecta inn á Wifi í símanum þá finnur síminn það alltaf en það gerist ekki neitt... Ef einhver getur sagt mér hvernig ég get lagað þetta þá væri ég mjög þakklátur.

Það sem ég er búinn að reyna að gera til að laga þetta:

-Resetta routerinn og setja allt upp á nýtt

- Resetta símann

-Festa IP töluna á símann
Skjámynd

missranny
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 22. Júl 2013 08:23
Staðsetning: Svalbarði, Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af missranny »

Það er enginn með fasta ip tölu nema borga fyrir hana mánaðarlega og það er ein sem fer út í alnetið og getur verið sú sama í slatta tíma en með því að reseta routerin getur hún breyst eða hafa slökkt á honum t.d. Yfir nótt. Mac adress sér enginn nema þú og er sú sama í öllum nettengdum tækjum heimilisins ein er svo á servernum fyrir símafyrirtækið meðal annars svo hvaða ip tölu varstu að festa við símanna. Ekki fikta í router nema þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að gera þá er ég að tala um stillingarnar þegar farið er inná hann í gegnum netið. Ég hef bara lent í þessu með tölvuna og þó hún fyndi routerinn og allt rétt inn slegið þá tengdist hún ekki. Ég þurfti því að beintengja hana með símasnúru og slá inn tölurnar sem tengdi mig við routerinn og er sú sama frá þínu simafyrtæki semsagt síminn er með sina tölur og slá þeim inní browserinn. Veit ekki hvort sama getur gerst með síma að ekkert gerist þó þeir finni þitt net en vona að einhver sérfræðingur hér geti hjálpað þér.

B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af B0b4F3tt »

Þú ættir ekki að þurfa festa ip töluna á símann. Routerinn ætti að vera með dhcp þjón sem sér um að úthluta ip tölum. Það er möguleiki að með því að festa ip töluna á símann að þá hafir þú skapað ip tölu árekstur þar sem annað tæki er með sömu ip töluna.

Eru báðir þessir símar með fastar ip tölur?

missranny, það geta flest öll tæki verið með fastar ip tölur. Það er bara spurning hvort ip tölurnar séu public eða internal. Public ip tölum er úthlutað af ISP-um meðan internal ip tölum er oftast úthlutað af heima rotuerum eða dhcp þjónum hjá fyrirtækjum. Mac addressa á tækjum ætti aldrei að vera sú sama á tækjum því þá geta líka skapast árekstrar :)

Diddmaster
Ofur-Nörd
Póstar: 294
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af Diddmaster »

ég hef lent í því að ip range í útdeildum ip tölum í router sé ekki nógu langt þá að síðustu tölurnar stangast á eftir að tæki restarta sér eða slökt á tölvum símum og svo framvegis
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
Skjámynd

missranny
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 22. Júl 2013 08:23
Staðsetning: Svalbarði, Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af missranny »

Sko ég vissi að einhver sem er vel að sér gæti útskýrt þetta, það var séð fram á skort á puplic ip adressum og því bættu þeir við ipv6 eða hvað það kallast og þær eru ekki fastar nema þú borgir fyrir það hjá símanum þá er ég að tala um puplic address. Þær fljóta um eins og það er kallað, google og facebook er úthlutað ákveðnu range af ip tölum hver fyrir sig og algorithinn til að finna og reikna út ip tölur er meira að segja einfaldur því ég get lært það.En ip tölur er eitthvað sem ég er bara rétt að byrja að fræðast um það er svo gaman að læra og fræðast þó það hafi aðeins þann tilgang að skemmta mér kunni ekki neitt fyrir tæpum 2 árum en get ekki hætt eftir að ég sá að ég gæti lært eins og aðrir og alltaf gaman að láta benda sér á. Því ég skrifa stundum eins og ég viti þetta allt en kann aðeins hluta af því allt stóra bróðir að kenna því eg lærði það af honum.

Höfundur
klukka56
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 15. Des 2014 20:45
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af klukka56 »

B0b4F3tt skrifaði:Þú ættir ekki að þurfa festa ip töluna á símann. Routerinn ætti að vera með dhcp þjón sem sér um að úthluta ip tölum. Það er möguleiki að með því að festa ip töluna á símann að þá hafir þú skapað ip tölu árekstur þar sem annað tæki er með sömu ip töluna.

Eru báðir þessir símar með fastar ip tölur?

missranny, það geta flest öll tæki verið með fastar ip tölur. Það er bara spurning hvort ip tölurnar séu public eða internal. Public ip tölum er úthlutað af ISP-um meðan internal ip tölum er oftast úthlutað af heima rotuerum eða dhcp þjónum hjá fyrirtækjum. Mac addressa á tækjum ætti aldrei að vera sú sama á tækjum því þá geta líka skapast árekstrar :)
Nei þessi símar eru báðir stilltir á DHCP, en ég las á netinu að ég ætti að reyna festa iptöluna og sjá hvort það virkaði, en það gerði það ekki.



Þið eruð eitthvað að misskilja það sem ég var að reyna segja... Sorry ef ég orðaði þettailla..

Það er bara tveir snjallsímar á heimilinu sem komast ekki inn á Wifi hérna (Þessir símar komast báðir inná Wifi í öllum öðrum húsum). Báðir símarnir sjá WIfi-ið, en ná ekki að connecta inn á það. Allar fartölvur og allir gestir sem koma komast auðveldlega inná Wifi.
Last edited by klukka56 on Þri 16. Des 2014 19:12, edited 1 time in total.

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af slapi »

Ég lenti í mjög svipuðu hérna um daginn og þá var það conflict við annað net í næstu íbúð ég notaði þetta app (https://play.google.com/store/apps/deta ... i.analyzer) til að skoða hvaða rásir voru virkar í kringum mig.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af einarth »

Kannaðu hvort router sé ekki örugglega að nota rásir 1-11 - ef hann er að nota hærri rásir geta ákveðin tæki ekki tengst (þau sem eru með USA wifi profíl).

Kv, Einar.
Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af svensven »

S3 eða S4 síminn hjá systir minni tók upp á svipuðu fyrir nokkrum mánuðum.. gat tengst á öll WiFi nema netið heima hjá sér - og þetta skeði bara allt í einu, ekkert breyst í router eða síma. Það kom í ljós að það var bilun í símanum sjálfum.. en.. ótrúlegt ef þetta eru 2 tæki.
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af Jón Ragnar »

Eru þetta e-ð annað en flottir símar?

Man eftir að eitthvað af eldri símtækjum áttu í erfiðleikum með allskonar auðkenningar(password) á þráðlausa netinu

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Höfundur
klukka56
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Mán 15. Des 2014 20:45
Staða: Ótengdur

Re: Vesen með þráðlaust net

Póstur af klukka56 »

svensven skrifaði:S3 eða S4 síminn hjá systir minni tók upp á svipuðu fyrir nokkrum mánuðum.. gat tengst á öll WiFi nema netið heima hjá sér - og þetta skeði bara allt í einu, ekkert breyst í router eða síma. Það kom í ljós að það var bilun í símanum sjálfum.. en.. ótrúlegt ef þetta eru 2 tæki.

Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast.. Þetta er Samsung Galaxy S4 og LG G3 símar. Prufaði að gera "Factorary Data Reset" í símanum og það virkaði ekki..
3
Svara