[Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
[Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Er að spyrja fyrir annan aðila.
Hvað er í boði ef keypt er raftæki og það er bilað innan við viku? Er réttur kaupanda að fá endurgreitt eða er það réttur seljanda að senda tækið á verkstæði sem gæti 2-4 vikur og afhent sambærilegt lánstæki á meðan?
Hvað er í boði ef keypt er raftæki og það er bilað innan við viku? Er réttur kaupanda að fá endurgreitt eða er það réttur seljanda að senda tækið á verkstæði sem gæti 2-4 vikur og afhent sambærilegt lánstæki á meðan?
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Þau skipti sem ég hef upplifað þetta hef ég heimtað þess að fá endurgreitt eða annað eins tæki í staðinn og hefur alltaf virka nema með "TölvuL*****.is". En þetta fer oft eftir verslanir og hvar var verslaðir, maður gæti lent í veseni ef maður vill endurgreiðslu. Ég reyni bara alltaf að tala við hæsta mann á staðnum sem hefur mestu réttindi.
-
- /dev/null
- Póstar: 1396
- Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
- Staðsetning: REYKJAVIK
- Staða: Ótengdur
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
http://ns.is/is/content/skilarettur" onclick="window.open(this.href);return false; mæla með að tala við ns smá í viðbót hér http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/utga ... vr/nr/2523" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Eftir því sem ég bezt veit, þá áttu ekki lagalegan rétt á að skila, þ.e. seljandi hefur rétt á því líkt og þú segir að leysa úr gallanum, þá með viðgerð eða nýrri afhendingu, og ef að tími til þess er áætlaður yfir viku, þá áttu rétt á sambærilegri lánsvöru.
Hins vegar held ég að flestar verzlanir séu nú tilbúnar að taka hluti til baka og endurgreiða, ef um bilun svona stuttu eftir kaup er að ræða.
Hins vegar held ég að flestar verzlanir séu nú tilbúnar að taka hluti til baka og endurgreiða, ef um bilun svona stuttu eftir kaup er að ræða.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Mega símabúðir afhenda gamla síma sem eru ekki með snertiskjá sem sambærilega vöru þegar maður þarf að senda 140 þús kr síma í viðgerð í yfir viku
Er ekki lágmark að fá allavega síma með snertiskjá?
Er ekki lágmark að fá allavega síma með snertiskjá?
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
biturk skrifaði:Mega símabúðir afhenda gamla síma sem eru ekki með snertiskjá sem sambærilega vöru þegar maður þarf að senda 140 þús kr síma í viðgerð í yfir viku
Er ekki lágmark að fá allavega síma með snertiskjá?
Lögin gefa þarna ákveðinn sveigjanleika, hvað telst sanngjarnt með hliðsjón af þörfum neytenda og kostnað og óhagræði fyrir seljandann?Lög um neytendakaup skrifaði: Ef úrbætur eða ný afhending seljanda hafa það í för með sér að neytandi getur ekki notað söluhlut í meira en eina viku getur neytandi krafist þess að fá sambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda. Þetta á þó aðeins við ef krafan telst sanngjörn með hliðsjón af þörfum neytandans og þeim kostnaði og óhagræði sem það hefur í för með sér fyrir seljanda.
Veit ekki hvernig væri tekið á þessu fyrir dómi, hversu líklegur dómari væri til að dæma þér í hag, hvað þá hverjar bæturnar væru fyrir að missa snjallsíma í smá tíma...
Ég er ekki að gera lítið úr óþægindunum eða kröfunni, einungis að benda á að lögin eru sveigjanleg og viðurlögin því einnig.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Takk fyrir svarið Klemmiboi! Skil það svo sem vel, ég er eingöngu að pæla ef þú kaupir raftæki, í þessu tilviki 134.990 kr farsíma, síminn er með gallaðan takka við afhendingu, gæti það ekki talist til þess að seld vara hafi verið gölluð og því réttur á endurgreiðslu eða nýju tæki?Klemmi skrifaði: Lögin gefa þarna ákveðinn sveigjanleika, hvað telst sanngjarnt með hliðsjón af þörfum neytenda og kostnað og óhagræði fyrir seljandann?
Veit ekki hvernig væri tekið á þessu fyrir dómi, hversu líklegur dómari væri til að dæma þér í hag, hvað þá hverjar bæturnar væru fyrir að missa snjallsíma í smá tíma...
Ég er ekki að gera lítið úr óþægindunum eða kröfunni, einungis að benda á að lögin eru sveigjanleg og viðurlögin því einnig.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Eruði búin að tala við söluaðilann eða ertu bara að undirbúa þig?chaplin skrifaði:Takk fyrir svarið Klemmiboi! Skil það svo sem vel, ég er eingöngu að pæla ef þú kaupir raftæki, í þessu tilviki 134.990 kr farsíma, síminn er með gallaðan takka við afhendingu, gæti það ekki talist til þess að seld vara hafi verið gölluð og því réttur á endurgreiðslu eða nýju tæki?
Ég held að þú hafir ekki rétt á nýju tæki, heldur eingöngu viðgerð á takkanum, hins vegar finndist mér ekki óeðlilegt að fyrirtækið myndi bjóða ykkur nýtt tæki því hann var gallaður við afhendingu.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Hann er held ég bara að undirbúa sig en hann fór samt sem áður í gær og þá vildu þeir taka símann á verkstæðið og sögðu að það gæti tekið allt að mánuð að fá leyst úr vandamálinu, þangað til fengi hann lánsíma.Klemmi skrifaði: Eruði búin að tala við söluaðilann eða ertu bara að undirbúa þig?
Ég held að þú hafir ekki rétt á nýju tæki, heldur eingöngu viðgerð á takkanum, hins vegar finndist mér ekki óeðlilegt að fyrirtækið myndi bjóða ykkur nýtt tæki því hann var gallaður við afhendingu.
En að kaupa gallaða vöru og hún fari strax inn á verkstæði finnst mér bara dálítið súrt, hefði haldið að allar betri verslanir myndu skipta tækinu út á staðnum.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Held að það sé bara bezt fyrir hann að fara þangað og vera ákveðinn en sanngjarn. Leggja áherslu á að þetta sé nýr sími og honum finnist nú frekar ósanngjarnt að hann keypt dýra vöru sem reyndist strax gölluð, og þeir ætli að láta hann bíða eftir viðgerð í stað þess að láta hann bara fá nýja.
Útskýra að hann sé ekki að reyna að vera dónalegur, en hann komi ekki til með að skipta meira við fyrirtæki sem geti ekki sett sig í spor viðskiptavinarins og leyst málið þannig að allir gangi sáttir frá borði, leggja áherslu á að honum geti ekki fundist þetta ósanngjörn krafa.
Útskýra að hann sé ekki að reyna að vera dónalegur, en hann komi ekki til með að skipta meira við fyrirtæki sem geti ekki sett sig í spor viðskiptavinarins og leyst málið þannig að allir gangi sáttir frá borði, leggja áherslu á að honum geti ekki fundist þetta ósanngjörn krafa.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Það að þurfa að bíða í heilan mánuð eftir að fá þetta lagað er náttúrulega klikkun, fínt ef hægt er að klára viðgerðina á innan við viku en ef þú þarft að bíða eitthvað lengur þá finnst mér að þú ættir að fá nýjan síma í hendurnar.
i7 2600K @ 4,5 GHz 1,3v | NH-D14 | Asus P8P67 Pro | 8GB 1600MHz | Asus GTX980 | Asus Xonar DX & Yulong U100 DAC | Samsung 840 PRO 256 GB | 10 TB HDDs| Seasonic SS-760XP Platinum | Fractal Design Define R4 | Sennheiser HD595 & Grado SR325e | Logitech G710 & G502 | BenQ XL2420T | Microsoft Surface Pro 3 i5 | LG G3 |
-
- 1+1=10
- Póstar: 1162
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
kaupa með kreditkorti....Chargeback!!!
Skilaðu samt símanum
Skilaðu samt símanum
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- /dev/null
- Póstar: 1393
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Staða: Ótengdur
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Ef síminn var gallaður við afhendingu og það er hægt að staðfesta ætti að skipta honum út svo lengi sem það sé innan 7 daga. Það er allavega þannig í Elko.
Have spacesuit. Will travel.
-
- Fiktari
- Póstar: 54
- Skráði sig: Mán 06. Maí 2013 20:30
- Staða: Ótengdur
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Stela þessum þræði hérna.
Einhver hérna sem hefur reynslu af raftækjaverkstæðinu hjá sjónvarpsmiðstöðin og hvað kostar það ef eitthvað.
Story --------------------------------
Keypti 40" Full HD Led Sjónvarp frá sjónvarpsmiðstöðinni fékk það á 89.990/m vsk og var tækið upprunalega 129990 held ég, var dagur sem fullt frá þeim var á afslátti ef ég man rétt.
Keypt 17.9.2013 svo aðeins meira en ár síðan. Það var lítið notað 1-2 hverja viku og núna var bróðir minn að nota það með playstation 4 var að spila einhvern leik, hef ekki hugmynd og það slekkur allt í einu á sér og vill ekki kveikja á sér aftur.
Story ---------------------------------
Kv. Einar
Einhver hérna sem hefur reynslu af raftækjaverkstæðinu hjá sjónvarpsmiðstöðin og hvað kostar það ef eitthvað.
Story --------------------------------
Keypti 40" Full HD Led Sjónvarp frá sjónvarpsmiðstöðinni fékk það á 89.990/m vsk og var tækið upprunalega 129990 held ég, var dagur sem fullt frá þeim var á afslátti ef ég man rétt.
Keypt 17.9.2013 svo aðeins meira en ár síðan. Það var lítið notað 1-2 hverja viku og núna var bróðir minn að nota það með playstation 4 var að spila einhvern leik, hef ekki hugmynd og það slekkur allt í einu á sér og vill ekki kveikja á sér aftur.
Story ---------------------------------
Kv. Einar
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Ef tækið er í ábyrgð (2 ár ef keypt á kt. einstaklings) og tækið er bilað, að þá á það ekki að kosta þig neitt að fara með það til þeirra og láta gera við það.Kindineinar skrifaði:txt
Nærðu að framkalla villuna aftur?
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Fiktari
- Póstar: 54
- Skráði sig: Mán 06. Maí 2013 20:30
- Staða: Ótengdur
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Villu? sjónvarpið slökkti bara á sér, og kveikir ekki á sér aftur.chaplin skrifaði:Nærðu að framkalla villuna aftur?Kindineinar skrifaði:txt
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Ég er ennþá að vakna. Já sjónvarpið er ss. dautt? Búinn að prufa aðra innstungu?
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
-
- Fiktari
- Póstar: 54
- Skráði sig: Mán 06. Maí 2013 20:30
- Staða: Ótengdur
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Já, prufaði einnig önnur herbergi og hinum meginn í húsinu, kveikir ekki á sér.chaplin skrifaði:Ég er ennþá að vakna. Já sjónvarpið er ss. dautt? Búinn að prufa aðra innstungu?
Ss. dautt virðist vera.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Staða: Ótengdur
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Dauðir spennubreytar í sjónvarpinu kannski ?
-
- Fiktari
- Póstar: 54
- Skráði sig: Mán 06. Maí 2013 20:30
- Staða: Ótengdur
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Fór með það til þeirra, verkstæðið bara í næsta húsi, engin kostnaður, fæ það mögulaga á morgun og að vita hvað var að því.
Frábært
kv. Einar
Frábært
kv. Einar
Re: [Spurning] Skilaréttur á nýjum raftækjum
Ég man eftir því fyrir nokkrum árum síðan að hafa verið beðinn um að geyma kassan utan af símanum (af fyrirtækinu) í 10 daga því ef eitthvað kæmi upp á því þá fengi ég bara plain útskipti