Mechanical Lyklaborð


Höfundur
SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

Mechanical Lyklaborð

Póstur af SolviKarlsson »

Eru einhverjir aðilar á íslandi að selja lyklaborð eins og Ducky, Das eða svoleiðis. Ef ekki, hvar mæliði með að panta þau að utan?

Hafiði einhverja reynslu af því að panta lyklaborð að utan sem gott væri að vita?
No bullshit hljóðkall
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Klaufi »

Ég var að versla þrjú stykki Ducky Shine 4 með brúnum tökkum frá Finnlandi.

Fékk þetta í hendurnar í gær og þetta er fáránlega skemmtilegt borð, ég skil ekki hvernig hægt var að skrifa á membrane lyklaborð, hugsa að ég versli annað fyrir skrifstofuna.

Er að vinna í að fá Vaktara díl á Ducky borðum, þetta fór af stað í gær svo að tímasetningin á þessum þræði er frekar fyndin.

Læt vita um leið og eitthvað kemur út úr því.
Mynd
Skjámynd

zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af zaiLex »

Hef verslað 2x Filco frá keyboardco.com, þau eru almennt talin góð. Ducky er líka gott það eru til einhverjir evrópskir resellerar ef þú ert að leita að ISO borði. Ducky er líka gott, fer bara allt eftir því hvað þú ert að leita að.
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid

hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af hkr »

Klaufi skrifaði:Ég var að versla þrjú stykki Ducky Shine 4 með brúnum tökkum frá Finnlandi.

Fékk þetta í hendurnar í gær og þetta er fáránlega skemmtilegt borð, ég skil ekki hvernig hægt var að skrifa á membrane lyklaborð, hugsa að ég versli annað fyrir skrifstofuna.

Er að vinna í að fá Vaktara díl á Ducky borðum, þetta fór af stað í gær svo að tímasetningin á þessum þræði er frekar fyndin.

Læt vita um leið og eitthvað kemur út úr því.
Hvað varstu fá stykkið á hingað heim komið?

Höfundur
SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af SolviKarlsson »

Klaufi skrifaði:Ég var að versla þrjú stykki Ducky Shine 4 með brúnum tökkum frá Finnlandi.

Fékk þetta í hendurnar í gær og þetta er fáránlega skemmtilegt borð, ég skil ekki hvernig hægt var að skrifa á membrane lyklaborð, hugsa að ég versli annað fyrir skrifstofuna.

Er að vinna í að fá Vaktara díl á Ducky borðum, þetta fór af stað í gær svo að tímasetningin á þessum þræði er frekar fyndin.

Læt vita um leið og eitthvað kemur út úr því.
Haha, skemmtilegt að lenda svona vel á. Hefurðu einhverja hugmynd hvernig þessi díll á að hljóma? Og frá hverjum í Finnlandi varstu að panta þau?
No bullshit hljóðkall
Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af BjarkiB »

Hvernig er að venjast því að nota þessi lyklaborð?

dabbiice
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mán 18. Ágú 2014 21:49
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af dabbiice »

Kbc poker first gen með blues, gæti ekki hugsað mér að fara aftur í membrane svolítið eins og fara úr hdd yfir í ssd :)
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Klaufi »

BjarkiB skrifaði:Hvernig er að venjast því að nota þessi lyklaborð?
Ég byrjaði að nota það í gærkvöldi og mig langaði að brjóta Lenovo membrane lyklaborðið kl 10 í morgun í vinnunni..
SolviKarlsson skrifaði:
Haha, skemmtilegt að lenda svona vel á. Hefurðu einhverja hugmynd hvernig þessi díll á að hljóma? Og frá hverjum í Finnlandi varstu að panta þau?
Keypti þau frá https://teraset.net/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef allt gengur upp þá á ég að geta boðið þau á betra verði heldur en beint frá þeim, fæ vonandi svör á mánudag.
hkr skrifaði: Hvað varstu fá stykkið á hingað heim komið?
Þetta var kynningardíll en það var undir 30k með vsk.

Ef ég tek þau inn í einhverju magni þá reikna ég með að þau verði um, og sennilega undir, 30k á stykkið.
Mynd
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af MatroX »

ég fór úr Logitech g510 í corsair k95 rgb með mx red tökkum og þetta er langbesta lyklaborð sem ég hef notað, tók smá tíma að venjast þessu en það er allt annað að spila mmo leiki og bara leiki yfir höfuð,


þannig að ég spyr hvað hefur t.d ducky fram yfir t.d corsair k70?
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Klaufi »

MatroX skrifaði:ég fór úr Logitech g510 í corsair k95 rgb með mx red tökkum og þetta er langbesta lyklaborð sem ég hef notað, tók smá tíma að venjast þessu en það er allt annað að spila mmo leiki og bara leiki yfir höfuð,


þannig að ég spyr hvað hefur t.d ducky fram yfir t.d corsair k70?
Þetta er ekkert nema persónulegt álit..

En, þegar að ég var með ducky, corsair og gigabyte osmosium"?" fyrir framan mig, þá var stór munur á build quality.

Það helsta sem að dróg mig að ducky persónulega er að ég var mikið að spá í þeim fyrir fjórum árum útaf frábærum reviews, og þau greinilega voru rétt.

Til að undirstrika, þá er ég ekki að skjóta aðra niður, en þegar að ég var að skoða hin borðin fannst mér ég fá allt of lítið fyrir peninginn, þó svo að maður sé bara að kaupa "eitt basic lyklaborð" fyrir 30k.
Mynd
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af MatroX »

Klaufi skrifaði:
MatroX skrifaði:ég fór úr Logitech g510 í corsair k95 rgb með mx red tökkum og þetta er langbesta lyklaborð sem ég hef notað, tók smá tíma að venjast þessu en það er allt annað að spila mmo leiki og bara leiki yfir höfuð,


þannig að ég spyr hvað hefur t.d ducky fram yfir t.d corsair k70?
Þetta er ekkert nema persónulegt álit..

En, þegar að ég var með ducky, corsair og gigabyte osmosium"?" fyrir framan mig, þá var stór munur á build quality.

Það helsta sem að dróg mig að ducky persónulega er að ég var mikið að spá í þeim fyrir fjórum árum útaf frábærum reviews, og þau greinilega voru rétt.

Til að undirstrika, þá er ég ekki að skjóta aðra niður, en þegar að ég var að skoða hin borðin fannst mér ég fá allt of lítið fyrir peninginn, þó svo að maður sé bara að kaupa "eitt basic lyklaborð" fyrir 30k.
já skil þig vel,

ég tildæmis mun ekki kaupa logitech lyklaborð eða mús aftur eftir að hafa eignast corsair vörurnar, burstað stál og þetta build quality er geðveikt
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Frost »

dabbiice skrifaði:Kbc poker first gen með blues, gæti ekki hugsað mér að fara aftur í membrane svolítið eins og fara úr hdd yfir í ssd :)
Mynd

Poker III á leiðinni =P~
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Klaufi »

MatroX skrifaði: já skil þig vel,

ég tildæmis mun ekki kaupa logitech lyklaborð eða mús aftur eftir að hafa eignast corsair vörurnar, burstað stál og þetta build quality er geðveikt
Nákvæmlega..

Eitt dæmi um að build quality er ekki alltaf númer eitt samt,

Ég er harður logitech fan á mýs, einfaldlega af því að þær passa fullkomlega í hendina á mér.
Ég er búinn að sætta mig við að nýja G502 músin mín er ekki að fara endast meira en 1-2 ár eins og allar hinar logitech mýsnar mínar..

Aftur á móti, þá er mig búið að langa í mekanískt lyklaborð lengi, og hef aldrei getað réttlætt það, en þegar ég fékk fyrst að handleika Ducky borð sannfærðist ég um að það væri í lagi, var búinn að handleika einhver cheapo borð í Kísildal, Gigabyte Osmosion og Corsair K70, en fannst það aldrei peningana virði..

Bara að láta vita af því að ég er sennilega hlutdrægur, þar sem ég mun sennilega hagnast um ca. 1000 Krónur á borð á þeim Ducky borðum sem verða seld ef af þessum díl verður..
Mynd

Höfundur
SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af SolviKarlsson »

Þið sem hafið notað bæði Brúna og Bláa switcha, í hvað notuðuð þið lyklaborðin í og hvora switchana fannst ykkur betra að nota?
No bullshit hljóðkall
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af kiddi »

Þýðir eitthvað að vera með svona lyklaborð ef maður er með lítil börn sofandi í næsta herbergi?! Mér finnst þetta pínu sjarmerandi en mig grunar að það yrði skipt um lás á íbúðinni ef ég fengi mér svona grip :/ Það er ekkert lítið sem heyrist í þessu, eins og í gömlu góðu IBM lyklaborðunum.
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Klaufi »

Ég hafði prufað rauða, bláa og svarta áður en ég keypti borðið með brúnum..

Kærastan er ekki ennþá búin að henda mér út, og ég tek ekki eftir þessu með headphone á hausnum, fannst þetta fáránlegt til að byrja með..
Mynd

Höfundur
SolviKarlsson
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af SolviKarlsson »

Klaufi skrifaði:Ef allt gengur upp þá á ég að geta boðið þau á betra verði heldur en beint frá þeim, fæ vonandi svör á mánudag.
Hvernig er þetta, fékkstu einhver svör?
No bullshit hljóðkall
Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Lunesta »

offtopic en er einhver sérstök ástæða fyrir því að verðvaktin nái
núna yfir mýs en ekki lyklaborð? bara svona að spá.
Skjámynd

zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af zaiLex »

Ég er búinn að prófa alla þessa helstu switcha. Bláir er fun til að byrja með en þeir of háværir fyrir flesta í kringum þig, heyrist meira að segja milli herbergja þó þú sért með lokaða hurð. Síðan á endanum þá fer þetta að byrja að pirra þig sjálfan, en það er bara mín reynsla, mjög margir sem fíla þetta í botn. Brúnu switcharnir eru svona mest safe switchanir til að mæla með fyrir flesta. Mæli með því að skoða þetta bara vel ef þú hefur áhuga á þessu, það er fullt af resources online, mæli með reddit.com/r/mechanicalkeyboards. Þessi hola fer mjög djúpt, það er hægt að gera borðin miklu betri með moddum og sérstökum keycaps og fleiru :)
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Frost »

Hef prófað rauða, bláa og er núna með lyklaborð sem er með glæra eða MX Clears og þeir eru alveg eins og brúnir bara aðeins þyngri og er að fíla þá mjög mikið.

Bláir voru mjög þægilegir til að skrifa á og í leikjaspilun en eins og maður elskaði hljóðið þá varð það mjög fljótt þreytt. Rauðir voru mjög léttir og voru mjög góðir fyrir leikjaspilun og mér fannst þeir góðir í skrift líka en ekki eins góðir og bláir. Lenti oft í því að óvart activate-a einhverja takka einfaldlega því að puttarnir mínir voru ofan á takkanum og rauðir eru mjög næmir.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af kiddi »

Hvað er það allra hljóðlátasta sem fæst í þessum lyklaborðum? Er Brown bara málið eða er til einhver spes útfærsla sem er hljóðlátari?
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af MatroX »

kiddi skrifaði:Hvað er það allra hljóðlátasta sem fæst í þessum lyklaborðum? Er Brown bara málið eða er til einhver spes útfærsla sem er hljóðlátari?
örruglega red með o hringjum á, annars ef þú setur o hringi á þessa takka verða þeir mun hljóðlátari
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Frost »

Red með o-hringjum er það hljóðlátasta eflaust en eftir að hafa prófað það þá myndi ég frekar hafa enga o-hringi. Verður bara svo "mushy" við það.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af Klaufi »

kiddi skrifaði:Hvað er það allra hljóðlátasta sem fæst í þessum lyklaborðum? Er Brown bara málið eða er til einhver spes útfærsla sem er hljóðlátari?
Ég er alveg hættur að taka eftir hávaðanum (brúnir takkar) eftir nokkra daga,

Gerði smá tilraun og notaði borðið á skrifstofunni í dag, enginn kvartaði.
Það fengu tveir að prófa og báðir sannfærðust strax um að fá sér svona :lol:
Mynd
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mechanical Lyklaborð

Póstur af kiddi »

Já ég er aðeins að smitast af þessu líka út af þessum þræði ykkar hér, ég nota reyndar Apple lyklaborð því mér hefur þótt þau langsamlega best, heyrist lítið í þeim og þau er þunn og nálægt borðinu, en ég verð að viðurkenna að ég er pínu skotinn í þessu blingbling lyklaborði frá Corsair, Gaming K70, ég er aðeins fyrir liti og ljós :-) Ég á margar góðar minningar með upprunalegu lyklaborðunum frá IBM frá því í gamla daga, en ég er hræddur um að konan myndi henda mér út ef ég tæki upp svoleiðis lyklaborð hér, sem og ungabörnin á heimilinu gætu sennilega lítið sofið.
Svara