Þannig eru mál með vexti að ég sat að horfa á sjónvarpið núna fyrr í kvöld og finn skyndilega þessa svakalegu brunalykt. Eftir að hafa runnið á lyktina kem ég að homeservernum mínum í ljósum logum - því held ég að hans örlög séu hér með alveg á hreinu. En á meðan að ástandið er svona að þá er heimilið að miklu leyti í algjörum lamasessi, enda var hann bæði (var tvískiptur með tveimur móðurborðum) router fyrir netið hérna sem og að öll tæki heimilisins voru háð honum að miklu leyti bæði varðandi nettengingu sem og afþreyingu.
Ég er því miður alls enginn sérfræðingur í þessum efnum og því kem ég hér kominn og vonast eftir að einhver geti og yfir höfuð nenni að ráðleggja mér í þessum efnum. Ætlaði að reyna að fara í það að koma þessu upp helst strax á morgun - en geri mér þó grein fyrir því að það er kannski heldur óraunhæft.
Svo:
Mig vantar ráðleggingar varðandi samsetningu íhluta til að skrúfa saman nokkuð öflugan homeserver (ég skrúaði þennan sem brann í kvöld ekki saman sjálfur svo að við skulum allavega bíða örlítið með það að ráðleggja mér að láta annan aðila um þetta;-)
Ég hafði hugsað mér að setja í þetta um 200.000 kr. til að byrja með, en það er alls engin heilög tala. Ég vil mun frekar fá ráðleggingar um íhluti sem kosta 350.000 kr ef að þörf er á því, frekar heldur en að setja 200.000 kr. í eitthvað sem er þa mörkum þess að duga! Ég hef keyrt Ubuntu Server 14.04 í töluverðan tíma núna (já sumir velja auðveldustu leiðina skilst mér þegar ég tek fram hvaða kerfi ég nota

Myndi reyndar helst viljað geta notað hann sem router líka þar sem að plássleysi er mikið hér vegna tölvubúnaðar og ekki á það bætandi eiginlega að þurfa að setja upp sér linux/bsd server til þess að ráta netinu. En ef það er erfitt eða ekki hægt að ykkar mati að þá er þetta ekkert aðalatriði!
Ég þarf bara hreinlega að fá uppskriftina að honum beint upp í hendurnar svo að ég geri enga vitleysu sjálfu hvað varðar val á vélbúnaði.
Ég þakka innilega öllum þeim sem hafa nennt að lesa þetta í gegn, og ENN innilegar þeim sem eru tilbúnir að leggja sitt að mörkum við það að leiðbeina mér!
Að lokum óska ég öllum bara góðrar og ánægjulegrar komandi vinnuviku og hlakka til að sjá hvað þið hafið um þetta að segja! Ég reyndi nefnilega einhverju sinni að púsla saman vél sjálfur (finna íhlutina) og lagði þá hugarsmíði mína "í mat" hér - þ.e.a.s. bað um ykkar álit á henni og þar fór ég víst yfir strikið í kaupum á "overkill" íhlutum - svo að núna ætla ég bara að treysta á ykkur snillingana hérna



Með óendanlega miklum fyrirfram þökkum(!!!),
ASUSit