Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af appel »

Þetta er bara smá hugarrantur og íhugunarprump:


Google, Apple, Microsoft, Yahoo, Dropbox, Facebook, Amazon, o.s.frv.

Öll tæknifyrirtækin og netfyrirtækin í dag virðist vera Amerísk. Mér dettur ekki í hug eitt einasta evrópskt tækni- og netfyrirtæki. Kína er með sín fyrirtæki innan sinna múra. En víðast hvar í heiminum virðast amerísk fyrirtæki vera dominerandi.

Komi upp evrópskt tæknifyrirtæki þá er það keypt af amerískum risa, sbr. Skype. Endastöð evrópskra tæknifyrirtækja er að vera keypt upp af amerískum.

Maður verður svo hálflamaður yfir tilhugsuninni að öll þessi amerísku tæknifyrirtækju eru að vinna með NSA að njósna um allt og alla.
Ég velti fyrir mér hvað hefði gerst ef c.a. 1990 hefði verið framleitt VHS tæki sem sendi upplýsingar til Bandaríkjanna um hvaða spólu væri verið að horfa á. Held að íslensk stjórnvöld hefðu snarlega bannað sölu á slíku VHS tæki. En samt í dag er ástandið mun ... fáránlegra. En njósna-aspectið og persónuverndaraspectið er bara einn vinkillinn í þessu.

Ég er hugsi yfir íslenskum lögum um persónuvernd, en þau gera í raun íslenskum aðilum ókleift að bjóða upp á sambærilega "þjónustu" og amerísku fyrirtækin gera sökum jú persónuverndar. Eina leiðin fyrir íslenskan almenning til að njóta slíkra þjónustu er að fá hana yfir hafið. Don't get me wrong, ég tel að persónuvernd sé af hinu góða og nauðsynleg, en hvernig getur fyrirtæki keppt við annað fyrirtæki í sama geira ef reglurnar sem þau þurfa að spila eftir eru mun meira íþyngjandi fyrir annað þeirra?

Guðjón var t.d. kærður fyrir aðild að meiðyrði og hann þurfti að punga út miklum fjárhæðum til að borga lögfræðikostnað, en málið er að íslensk löggjöf einfaldlega er svo fáránleg að leyfa svona misnotkun á dómskerfinu. Í BNA væri svona ekki hægt, gætir þú ímyndað þér ef hægt væri að kæra Google fyrir eitthvað sem er birt á leitarsíðunni þeirra? En það er hægt á Íslandi að því virðist.

Ef það væri íslensk leitarvél með 90% markaðshlutdeild í öllum leitum íslendinga þá getur þú bókað það að íslensk stjórnvöld og eftirlitsbatteríið væri á bakinu á því fyrirtæki að hamra það niður með íþyngjandi ákvæðum. Ameríka virðist fara þveröfuga leið, þar koma stjórnvöld og vinna með fyrirtækjunum í að hafa eftirlit með fólki.

Maður verður smá hugsi yfir framtíð svona gagnaþjónustu yfir landamæri. Núna er pæling í gangi innan ESB að kveða á um að skipta eigi Google upp, aðskilja leitarvélahlutann frá öðru. Ekki veit ég hvaða lögsögu ESB hefur yfir Amerísku netfyrirtæki, nema þá að Google vilji fá aðgang að evrópska markaðnum, en ég er ekki svo viss um að þeir þurfi eitthvað sérstakt leyfi frá ESB, eða hvað?

Það eru engin evrópsk netfyrirtæki útaf tveimur ástæðum 1) evrópskur kúltur er allt öðruvísi og íþrengjandi 2) amerísku netfyrirtækin kaffæra alla samkeppni. ESB líkar illa við ástæðu #2 en horfast ekki í augu við #1.

Ljóst er að það mun koma upp ákveðin tímamót þegar Evrópa sættir sig ekki lengur við að Ameríka sé svona allsráðandi í að veita Evrópu gagnaþjónustu, ESB mun koma með íþyngjandi ákvæði til að lyfta upp evrópskum fyrirtækjum, jákvæða mismunun hálfgerða.


Núna er Google að selja svokallaðar "chromebook" nettölvur, sem geyma öll gögn í Google cloudi. Þessar tölvur eru seldar á Íslandi. Maður er hugsi yfir þessu. Ég er ekki að reyna hljóma gamaldags en ég tel mjög vafasamt að öll gögn íslendinga séu geymt í BNA. T.d. var aðstoðarmaður ráðherra með Gmail account og auðvitað geta bandarísk stjórnvöld komist í það.
Tæknilega séð er þetta flott tækni og góð hugmynd.... en þetta er fáránlegt samt að gera þetta, geyma allt sitt í útlöndum. Ef þú myndir lýsa þessu fyrir manni frá 1980 þá myndi hann segja þig vitlausan að gera þetta, en samt gerum við þetta. Allar ljósmyndir sem við tökum fara til útlanda, öll símtöl í gegnum Skype, allt syncað og uploadað beint til ameríku þar sem engin lög og réttur gildir, þú ert algjörlega réttindalaus.


Það er lokað á pirate bay á Íslandi, en samt ekki lokað á stærstu þjófa sem stela íslensku efni og íslenskum gögnum, amerísk netfyrirtæki.
*-*
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af Revenant »

Ég held að ástæðan sé sambland af mörgum hlutum.

USA um 316 milljón manns (3. stærsta) og með eitt stærsta hagkerfi í heimi. Ef þú blandar því saman við litla áhættu við að stofna fyrirtæki, hagstæð lög og lága ávöxtun fjármagni þá er mikil hvati í áhættuverkefni.

Tæknifyrirtæki hafa sl. 10 ár hækkað einna mest í kauphöllini í USA og það er því mikill áhugi að fjárfesta í þeim geira. Sem dæmi hafa áhættustjóðir fjárfest í hundruðum startup fyrirtækjum til að vonast til að eitt þeirra verði "nýja apple".
"Vandamál" USA er í raun of mikið af ódýru fjármagi sem er ekki eins mikið að finna í evrópu (sem er með hærri skatta en USA).

Tökum bara "innlent" dæmi.
Plain Vanilla (QuizUp) gat ekki fjármagnað sig á íslandi og fór þá til USA í leit að fjármagni. Þeir náðu að koma sér inn hjá áhættusjóði þannig þeir gátu stækkað við sig töluvert.
Hinsvegar efast ég um að Plain Vanilla muni einhverntíman skila hagnaði en það skiptir ekki máli því í augum fjárfestisins.
Ef fyrirtækið er með vinsæla vöru(app) þá er verðmatið á fyrirtækinu hærra - jafnvel þó að verðmatið sé algjört loft.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af rapport »

Held að þetta sé bara svona í þessum heimshluta, allt aðrar vörur eru vinsælar í austur evrópu, asíu og afríku...

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af braudrist »

Svo má ekki gleyma Intel, AMD, nVIDIA, Dell, Oracle o.fl. Maður hefur aldrei pælt í þessu :D

Eru Bandaríkjamenn ekki líka með langbestu háskóla, rannsóknarstofur, etc? Kannski spilar það líka inn í
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af rapport »

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_la ... ufacturers" onclick="window.open(this.href);return false;

Hversu marga framleiðiendur þekkið þiðá þessum lista?

Þetta virðist einnig sjaldan vera amerískt, bara spes vörumerki og logo markaðssett fyrir vesturlönd sem heild.

Því er þetta bara marketing trix hjá þessum stóru, að láta okkur fá sama markaðsefni og salespitch og USA.

Það þekkist... t.d. voru Mitac vélar hér heima ekki stórt brand en framleiddu flestar Medion fartölvur en ekki öfugt.

Pampers er ekki vinsælt annarstaðar í Evrópu, bara markaðssetning hér á klakanum gerir þetta brand vinsælt, ekki eru það gæðin m.v. eitur og annað sem hefur fundist í blautklútunum þeirra.


Marketing marketing marketing... Rétt eins og SDG er að gera núna, eru ekki flestir búnir að sjá út hvað hann er að reyna að selja?

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af bigggan »

Nja, það eru margir storir herna lika, td. NGINX og lika Spotify. SoundCloud, Viber.

ARM sem er nánast i öllum snjallsimar, er breskt fyritæki
Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af ponzer »

Í sambandi við afhverju séu svona mörg fyrirtæki í BNA þá er þessi fyrirlestur ágæt útskýring á því

https://www.youtube.com/watch?v=MF9tVkokHZM" onclick="window.open(this.href);return false;

Svo "stela" margir skólar í BNA oft mjög öflugum erlendum nemendum í gegnum scholarship prógröm sem enda svo með því að lifa þar.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af Sallarólegur »

Er það ekki út af því að þeir eru með lang bestu skólana?
Viðhengi
List of the largest information technology companies
List of the largest information technology companies
Capture.JPG (150.03 KiB) Skoðað 4987 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af Gúrú »

Langríkasta land í heiminum með bestu háskóla heimsins og 5% af mannfjölda. Fín uppskrift að árangri á öllum sviðum.
Guðjón var t.d. kærður fyrir aðild að meiðyrði og hann þurfti að punga út miklum fjárhæðum til að borga lögfræðikostnað, en málið er að íslensk löggjöf einfaldlega er svo fáránleg að leyfa svona misnotkun á dómskerfinu. Í BNA væri svona ekki hægt, gætir þú ímyndað þér ef hægt væri að kæra Google fyrir eitthvað sem er birt á leitarsíðunni þeirra? En það er hægt á Íslandi að því virðist.
Þú veist ekkert um réttarkerfin sé ég. Kerfið hérna heima er miklu betra að nákvæmlega þessu leyti.

Það er hægt að kæra Google -ekki bara fyrir eitthvað sem er birt á leitarsíðunni þeirra- heldur hvað sem er í Bandaríkjunum.

Það er ekki til land með meiri óþarfa lögfræðikostnað (sem verjendur þurfa að greiða sjálfir).

Ef þetta Vaktarmál okkar hefði gerst í Bandaríkjunum gæti Friðjón auðveldlega gert Guðjón gjaldþrota, svo einfalt er það.
Löngu áður en niðurstaða yrði fengin í málinu.

Í ~45 af 50 fylkjunum hefði Guðjón ekki einu sinni fengið þessa kostnaðarkröfu og í engum þeirra hefði hún hljóðað upp á allan lögfræðikostnaðinn hans.

Það að fólk sem er gjaldþrota og skuldugt sé að valda öðru fólki fjárhagslegum skaða er ekkert nýtt og tengist réttarkerfinu ekki neitt svo það er fáránlegt að kenna réttarkerfinu okkar um.
Modus ponens
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af Sallarólegur »

Gúrú skrifaði:Langríkasta land í heiminum með bestu háskóla heimsins og 5% af mannfjölda. Fín uppskrift að árangri á öllum sviðum.
Það má samt ekki gleyma:
https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_c ... ernal_debt" onclick="window.open(this.href);return false;

Mynd
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af Gúrú »

Sallarólegur skrifaði:
Gúrú skrifaði:Langríkasta land í heiminum með bestu háskóla heimsins og 5% af mannfjölda. Fín uppskrift að árangri á öllum sviðum.
Það má samt ekki gleyma:
Ef maður hefur í huga að skuldir BNA eru á fáránlega lágum raunvöxtum (<1% að mestu) og að GDP/Capita er $53 000 í BNA
þá erum við að tala um að vextirnir af Debt/Capita eru <0,8% af GDP/Capita þá sér maður að þetta er ekki mikið áhyggjuefni fyrir BNA.

Ekki samanburðarhæft við allar hinar íþyngjandi, óhagstæðu, óhagkvæmu og efnahagsskemmandi skuldirnar hjá hinum löndunum.
Það munu mörg lönd og veldi hrynja á undan BNA.
Modus ponens
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af Stuffz »

olían er að verða búin
Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af Sallarólegur »

Gúrú skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Gúrú skrifaði:Langríkasta land í heiminum með bestu háskóla heimsins og 5% af mannfjölda. Fín uppskrift að árangri á öllum sviðum.
Það má samt ekki gleyma:
Ef maður hefur í huga að skuldir BNA eru á fáránlega lágum raunvöxtum (<1% að mestu) og að GDP/Capita er $53 000 í BNA
þá erum við að tala um að vextirnir af Debt/Capita eru <0,8% af GDP/Capita þá sér maður að þetta er ekki mikið áhyggjuefni fyrir BNA.

Ekki samanburðarhæft við allar hinar íþyngjandi, óhagstæðu, óhagkvæmu og efnahagsskemmandi skuldirnar hjá hinum löndunum.
Það munu mörg lönd og veldi hrynja á undan BNA.
Dollarinn er samt ekki mjög traustur gjaldmiðill - þeir reiða á hervald til þess að halda verði hans :fly
Það er voðalega lítil verðmætasköpun á bak við hann miðað við stærð - styrkur hans er að hann er notaður í alþjóðlegum viðskiptum með olíu.

Þeir finna reyndar fáránlegustu leiðir í heimi til þess að ráðast inn í lönd sem ræða það að nota annan gjaldmiðil í viðskiptum og þeir ná að plata öll vesturlönd með sér - eins og Saddam Hussein og Muammar Gaddafi :thumbsd
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af appel »

The European Parliament Threatens To Break Up Google
http://www.forbes.com/sites/timworstall ... up-google/" onclick="window.open(this.href);return false;

Það er áhugavert að sjá hvað gerist. ESB hefur verið að rannsaka Google í 4 ár og þá til hvaða aðgerða á að grípa til gagnvart hugsanlegri hringamyndun (monopoly) Google.


Efnahagsstyrkur BNA er vissulega ein skýringin á yfirburðum amerískra netrisa, en það er ekki það eina. Ég get farið út í búð á Íslandi og keypt mér Google android síma, og ekkert vesen, en þegar þú skoðar hvernig þessi sími virkar m.t.t. persónuverndar þá er ljóst að hann samræmist ekki íslenskum lögum. Amerísku netrisarnir selja t.a.m. persónuupplýsingar um notendur sína til þriðja aðila og geyma upplýsingar um þig um alla tíð. NSA njósnahneykslið ætti að hafa verið næg ástæða til þess að taka öll slík tæki úr sölu á Íslandi (er þó ekki að mæla með því) en maður veltir þessu fyrir sér.

Hinsvegar ef ég fer út í búð á Íslandi og kaupi mér íslenskan snjallsíma sem er búinn til hér og seldur hér og virkar eins og Google síminn þá væri Persónuvernd búið að koma og banna sölu á slíkum símum.

Þetta er einsog með erlendu klámblöðin í bókabúðinni, það er í lagi að selja þau hér á Íslandi en ef íslenskur aðili ætlar að gefa út klámblað þá kemur lögreglan og handtekur hann.

Eða einsog með áfengisauglýsingar í erlendum miðlum, erlendir miðlar mega auglýsa áfengi hér en ekki íslenskir aðilar.

Punkturinn hjá mér er sá að íslenskum aðilum er mismunað gríðarlega, þeir geta ekki keppt við erlendu aðilana á sama grundvelli.

Fyrir vikið verður ekki til neinn hvati til að álíka þjónustur spretti upp hérna, heldur víkja þær fyrir erlendu/amerísku þjónustunum, og íslenskir eftirlitsaðilar missa öll tök á markaðnum og því umhverfi sem íslenskir neytendur þrífast í.

Greiðsla á virðisaukaskatti er líka annað dæmi. Íslenskt fyrirtæki þarf að leggja vsk. á allar sínar vörur og þjónustur, en amerískt netfyrirtæki sleppur við það. Þannig að í raun er íslenskt fyrirtæki með "penalty" á sér hér á Íslandi.
*-*
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af appel »

The Dark Side of the App Store
http://www.wibki.com/blog/dark-side-app-store/" onclick="window.open(this.href);return false;
*-*

pangolin
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fim 14. Apr 2016 20:10
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju eru Amerísk tæknifyrirtæki svona allsráðandi?

Póstur af pangolin »

Amerísk tæknifyrirtæki er ráðandi hér á vesturlöndunum og annarstaðar, en það getur alltaf breyst.

Augljóslega hafði ríkidæmið mikið að segja en það er meira sem má nefna.

0. Á tíma seinni heimstyrjaldar og fram að "war on drugs" fundu vísindamenn fyrir örryggi og gott samband var á milli þeirra og yfirvalda.
1. Seinni heimstyrjöld. Bretar deila "frjálslega" miklum upplýsingum um allskonar verkefni sem þeir voru að vinna við. (sjá t.d. tizard mission)
2. Kalda stríðið. Það er ákveðinn pressa sem hjálpaði óbeint við að fjármagna upphafið og undirstöður fyrir silicon valley => fyrstir með smárann.
3. Vegna velgengis við upphafs á silicon valley, aukast vinsældir á "venture capital" sem gerir umhverfi til nýsköpunar aðeins betra.

Þeir höfðu fjármagn, mannvitið og viljan sem gerði það að verkum að þeir eru "allsráðandi" á markaði í dag.

Það eru samt vísbendingar að bmenn eru að missa þetta forskot þótt hægt sé. Kannski skortir vísindamönnum það örryggi sem þeir áður höfðu þegar heimurinn þurfti á þeim að halda. Finnar, Japanir og fleirri lönd eru að sækja í sig veðrið sem er bara frábært; en mig persónulega grunar að kína leynir mikið á sér. Kína hafur aðeins verið að sækja í sig veðrið á markaði og á sama tíma hafa þeir safnað reynslu við framleiðslu. Persónulega finnst mér að stjórnmálamenn bmanna séu að horfa of mikið á James Bond myndum og gleyma kannski að það var hugvit stærðfræðinga, eðlisfræðinga og verkfræðinga sem vann seinni heimsstyrjöldina. En þeir eru allavega ekki einir um þetta ef maður horfir til rússlands... :face
Svara